Fleiri sögð látin í Rússlandi en gefið er upp Samúel Karl Ólason skrifar 12. maí 2020 14:17 Verkamenn að störfum í Moskvu í dag. EPA/YURI KOCHETKOV Rússland er nú í öðru sæti ríkja heimsins yfir fjölda smitaðra sem hafa verið greind. Alls hafa 232.243 greinst með nýju kórónuveirunnar í Rússlandi. Smituðum hefur fjölgað hratt í Rússlandi að undanförnu eða um um það bil tíu til ellefu þúsund á dag frá þar síðustu helgi. Spánn er í þriðja sæti með minnst 227.436 sem hafa smitast, samkvæmt tölum frá Johns Hopkins. Sé litið til meðaltals smitaðra hafa 158 af hverjum hundrað þúsund íbúum smitast. Á Spáni er sú tala 487. Á Bretlandi 337 og 364 á Ítalíu, samkvæmt TASS fréttaveitunni, sem er í eigu rússneska ríkisins. Dmitry Peskov, fjölmiðlafulltrúi Vladimírs Pútín Rússlandsforseta, tilkynnti í dag að hann hefði verið lagður inn á sjúkrahús vegna Covid-19. Samkvæmt frétt Moscow Times hefur Tatyana Navka einnig verið lögð inn á sjúkrahús. Í samtali við TASS segist Peskov síðast hafa hitt Pútín fyrir rúmum mánuði. Auk hans hafa Olga Lyubimova, menningarráðherra, Vladimir Yakushev, framkvæmdaráðherra, og Mikhail Mishustin, forsætisráðherra, einnig smitast af veirunni. Þar að auki hefur aðstoðarstarfsmannastjóri Pútín einnig smitast. Ósammræmi í fjölda smitaðra og látinna Töluvert ósamræmi er á milli fjölda greindra smitaðra og þeirra sem hafa dáið vegna Covid-19 í Rússlandi, sé það borið saman við ríki þar sem sambærilegur fjöldi smita hafa greinst. Samkvæmt opinberum tölum hafa 2.116 af þeim 232.243 sem hafa smitast dáið í Rússlandi. Á Spáni hafa 2278.436 smitast, svo vitað sé, og 26.744 dáið. Á Bretlandi hafa 224.332 smitast og 32.141 dáið. Á Ítalíu hafa svo 219.814 smitast og 30.739 dáið. Yfirvöld Moskvu birtu þó á föstudaginn gögn sem þykja til marks um að ríkisstjórn Rússlands hafi ekki gefið upp réttar upplýsingar um dauðsföll. Blaðamenn New York Times hafa farið yfir þessi gögn og segja þau sýna fram á að dauðsföll í Moskvu í apríl sé rúmlega 1.700 fleiri en meðaltal síðustu fimm ára. Þrátt fyrir það sögðu yfirvöld Rússlands að einungis 642 hafi dáið vegna Covid-19 í Moskvu í apríl. Vladimir Pútín, forseti Rússlands, ávarpaði þjóðina í gær og sagði tíma til kominn að byrja að létta á takmörkunum vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar.EPA/ALEXEI NIKOLSKY/Kremlin Fyrsta dauðsfallið vegna Covid-19 var tilkynnt þann 19. mars. Þá dó 70 ára kona í Moskvu. Dauði hennar var svo endurskilgreindur vegna blóðtappa seinna meir og tekinn af listanum. Sjá einnig: Hafa verið meðvituð um blóðtappahættuna vegna Covid í tvo mánuði Yfirvöld landsins hafa ítrekað stært sig af því hve lág dánartíðnin er í Rússlandi og á ríkissjónvarpsstöðvum Rússlands hefur því sömuleiðis verið flaggað til marks um það hve betri ríkisstjórn Pútín sé gegn kórónuveirunni en ríkisstjórnir vestrænna ríkja. Pútín hélt sjónvarpsávarp í gær þar sem hann sagði að búið væri að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar en sigurinn væri þó ekki unninn. Tilkynnti hann að byrja ætti að draga úr takmörkunum á ferðafrelsi og atvinnulífinu vegna faraldursins. Lagði forsetinn verkið, og ábyrgðina, í hendur ríkisstjóra Rússlands. Rússland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Sjá meira
Rússland er nú í öðru sæti ríkja heimsins yfir fjölda smitaðra sem hafa verið greind. Alls hafa 232.243 greinst með nýju kórónuveirunnar í Rússlandi. Smituðum hefur fjölgað hratt í Rússlandi að undanförnu eða um um það bil tíu til ellefu þúsund á dag frá þar síðustu helgi. Spánn er í þriðja sæti með minnst 227.436 sem hafa smitast, samkvæmt tölum frá Johns Hopkins. Sé litið til meðaltals smitaðra hafa 158 af hverjum hundrað þúsund íbúum smitast. Á Spáni er sú tala 487. Á Bretlandi 337 og 364 á Ítalíu, samkvæmt TASS fréttaveitunni, sem er í eigu rússneska ríkisins. Dmitry Peskov, fjölmiðlafulltrúi Vladimírs Pútín Rússlandsforseta, tilkynnti í dag að hann hefði verið lagður inn á sjúkrahús vegna Covid-19. Samkvæmt frétt Moscow Times hefur Tatyana Navka einnig verið lögð inn á sjúkrahús. Í samtali við TASS segist Peskov síðast hafa hitt Pútín fyrir rúmum mánuði. Auk hans hafa Olga Lyubimova, menningarráðherra, Vladimir Yakushev, framkvæmdaráðherra, og Mikhail Mishustin, forsætisráðherra, einnig smitast af veirunni. Þar að auki hefur aðstoðarstarfsmannastjóri Pútín einnig smitast. Ósammræmi í fjölda smitaðra og látinna Töluvert ósamræmi er á milli fjölda greindra smitaðra og þeirra sem hafa dáið vegna Covid-19 í Rússlandi, sé það borið saman við ríki þar sem sambærilegur fjöldi smita hafa greinst. Samkvæmt opinberum tölum hafa 2.116 af þeim 232.243 sem hafa smitast dáið í Rússlandi. Á Spáni hafa 2278.436 smitast, svo vitað sé, og 26.744 dáið. Á Bretlandi hafa 224.332 smitast og 32.141 dáið. Á Ítalíu hafa svo 219.814 smitast og 30.739 dáið. Yfirvöld Moskvu birtu þó á föstudaginn gögn sem þykja til marks um að ríkisstjórn Rússlands hafi ekki gefið upp réttar upplýsingar um dauðsföll. Blaðamenn New York Times hafa farið yfir þessi gögn og segja þau sýna fram á að dauðsföll í Moskvu í apríl sé rúmlega 1.700 fleiri en meðaltal síðustu fimm ára. Þrátt fyrir það sögðu yfirvöld Rússlands að einungis 642 hafi dáið vegna Covid-19 í Moskvu í apríl. Vladimir Pútín, forseti Rússlands, ávarpaði þjóðina í gær og sagði tíma til kominn að byrja að létta á takmörkunum vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar.EPA/ALEXEI NIKOLSKY/Kremlin Fyrsta dauðsfallið vegna Covid-19 var tilkynnt þann 19. mars. Þá dó 70 ára kona í Moskvu. Dauði hennar var svo endurskilgreindur vegna blóðtappa seinna meir og tekinn af listanum. Sjá einnig: Hafa verið meðvituð um blóðtappahættuna vegna Covid í tvo mánuði Yfirvöld landsins hafa ítrekað stært sig af því hve lág dánartíðnin er í Rússlandi og á ríkissjónvarpsstöðvum Rússlands hefur því sömuleiðis verið flaggað til marks um það hve betri ríkisstjórn Pútín sé gegn kórónuveirunni en ríkisstjórnir vestrænna ríkja. Pútín hélt sjónvarpsávarp í gær þar sem hann sagði að búið væri að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar en sigurinn væri þó ekki unninn. Tilkynnti hann að byrja ætti að draga úr takmörkunum á ferðafrelsi og atvinnulífinu vegna faraldursins. Lagði forsetinn verkið, og ábyrgðina, í hendur ríkisstjóra Rússlands.
Rússland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Sjá meira