Persónuverndarlög stoppa ekki birtingu fyrirtækjalistans Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. maí 2020 11:40 Vinnumálastofnun spurði Persónuvernd hvort hún mætti birta lista yfir fyrirtæki sem þiggja hlutabætur. Vísir/hanna Lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga girða ekki fyrir að afhentar eða birtar séu upplýsingar um fyrirtæki sem hafa starfsmenn sem nýtt hafa hlutabótaleið stjórnvalda. Þetta er mat Persónuverndar, sem þó undirstrikar að hún sker ekki úr um lögmæti birtingarinnar sem stofnunin telur að ráðist af upplýsingalögum. Persónuvernd segist hafa borist bréf frá Vinnumálastofnun á mánudag vegna hlutastarfaleiðarinnar. Ætlunin var að fyrirtæki myndu viðhalda ráðningarsambandi og lækka starfshlutfall tímabundið fremur en að grípa til uppsagna. Stöndug fyrirtæki sem hafa nýtt sér úrræðið hafa þó sætt gagnrýni. Vinnumálastofnun segir í bréfi sínu til Persónuverndar að sér hafi borist beiðni um að afhenda og birta lista yfir þau fyrirtæki sem gert hafi samkomulag við starfsmenn sína um minnkað starfshlutfall ásamt fjölda starfsmanna þeirra sem sótt hafi um atvinnuleysisbætur hjá Vinnumálastofnun. Þetta ákall heyrðist t.a.m. frá ráðherrum ríkisstjórnarinnar og öðrum í stjórnmálastéttinni. Unnur Sverrisdóttir er forstjóri Vinnumálastofnunar.Vísir/Egill Vinnumálastofnun taldi sig hins vegar ekki mega birta listann og bar fyrir sig persónuverndarlög. Því bað stofnunin Persónuvernd að taka afstöðu til málsins og skilaði Persónuvernd svörum sínum í dag. Persónuvernd segir að Vinnumálastofnun ætti fyrst og fremst að líta til ákvæða upplýsingalaga við ákvörðun sína um birta listann. Þau beri með sér að framkvæma þurfi hagsmunamat áður en veittur er aðgangur að upplýsingum. Persónuvernd telur að leggja verði til grundvallar að almannahagsmunir standi til þess að birta listann. Þá verður að telja að slíkur aðgangur geti skapað aðhald fyrir fyrirtæki sem kjósa að minnka starfshlutfall starfsmanna sinna, með það fyrir augum að þeir fái bætur á grundvelli ákvæðisins. Loks er til þess að líta að um er að ræða sértækt úrræði af hálfu stjórnvalda sem nær til breiðs hóps fólks Þá telur Persónuvernd að upplýsingar um þá einstaklinga sem þiggja hlutabætur geta ekki talist viðkvæmar persónuupplýsingar í skilningi laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Uppfylli varla markmið sitt að birta bara nöfn stóru fyrirtækjanna Í fyrsta lagi vildi Vinnumálastofnun fá úr því skorið hvort upplýsingar um atvinnurekendur þeirra einstaklinga sem sótt hafa um greiðslur frá Vinnumálastofnun teljist vera persónuupplýsingar í skilningi laga um persónuvernd. Persónuvernd segir að svo sé ekki en bendir þó á að í vissum tilvikum getur verið unnt að leiða persónuupplýsingar af slíkum upplýsingum. Til dæmis þegar um er að ræða fyrirtæki með fáa starfsmenn eða þegar um er að ræða fyrirtæki þar sem upplýst er um að hlutfallslega margir starfsmenn þiggi bætur á grundvelli ákvæðisins. Þá spurði Vinnumálastofnun hvort það sé nóg að stofnunin afhendi eða birti einungis lista yfir stærri fyrirtæki, t.d. miðað við fjölda starfsmanna, og afmái upplýsingar um fjölda starfsmanna sem sótt hafi um atvinnuleysisbætur. Helga Þórisdóttir, forstjóri PersónuverndarVÍSIR/VILHELM „Persónuvernd getur fallist á að með því að birta upplýsingar um fámenn fyrirtæki geti reynst auðveldara að leiða af þeim upplýsingum persónuupplýsingar um þá sem sækja um framangreindar bætur. Hins vegar er til þess að líta að tilgangurinn með því að gera umræddar upplýsingar aðgengilegar er að tryggja almannahagsmuni og stuðla að aðhaldi fyrir fyrirtæki,“ segir í svari Persónuverndar. Sá tilgangur náist líklega ekki fyllilega ef fámenn fyrirtæki sleppa algjörlega frá birtingu. Heildarniðurstaða Persónuverndar við fyrirspurn Vinnumálastofnunar er því eftirfarandi: Persónuvernd áréttar að hún sker ekki úr um lögmæti afhendingar upplýsinga samkvæmt upplýsingalögum nr. 140/2012. Það er hins vegar afstaða Persónuverndar að lög nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga girði ekki fyrir að afhentar eða birtar séu upplýsingar um fyrirtæki sem hafa starfsmenn sem nýtt hafa hlutabótaleið samkvæmt XIII. ákvæði til bráðabirgða í lögum nr. 54/2006. Persónuvernd Hlutabótaleiðin Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Sjá meira
Lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga girða ekki fyrir að afhentar eða birtar séu upplýsingar um fyrirtæki sem hafa starfsmenn sem nýtt hafa hlutabótaleið stjórnvalda. Þetta er mat Persónuverndar, sem þó undirstrikar að hún sker ekki úr um lögmæti birtingarinnar sem stofnunin telur að ráðist af upplýsingalögum. Persónuvernd segist hafa borist bréf frá Vinnumálastofnun á mánudag vegna hlutastarfaleiðarinnar. Ætlunin var að fyrirtæki myndu viðhalda ráðningarsambandi og lækka starfshlutfall tímabundið fremur en að grípa til uppsagna. Stöndug fyrirtæki sem hafa nýtt sér úrræðið hafa þó sætt gagnrýni. Vinnumálastofnun segir í bréfi sínu til Persónuverndar að sér hafi borist beiðni um að afhenda og birta lista yfir þau fyrirtæki sem gert hafi samkomulag við starfsmenn sína um minnkað starfshlutfall ásamt fjölda starfsmanna þeirra sem sótt hafi um atvinnuleysisbætur hjá Vinnumálastofnun. Þetta ákall heyrðist t.a.m. frá ráðherrum ríkisstjórnarinnar og öðrum í stjórnmálastéttinni. Unnur Sverrisdóttir er forstjóri Vinnumálastofnunar.Vísir/Egill Vinnumálastofnun taldi sig hins vegar ekki mega birta listann og bar fyrir sig persónuverndarlög. Því bað stofnunin Persónuvernd að taka afstöðu til málsins og skilaði Persónuvernd svörum sínum í dag. Persónuvernd segir að Vinnumálastofnun ætti fyrst og fremst að líta til ákvæða upplýsingalaga við ákvörðun sína um birta listann. Þau beri með sér að framkvæma þurfi hagsmunamat áður en veittur er aðgangur að upplýsingum. Persónuvernd telur að leggja verði til grundvallar að almannahagsmunir standi til þess að birta listann. Þá verður að telja að slíkur aðgangur geti skapað aðhald fyrir fyrirtæki sem kjósa að minnka starfshlutfall starfsmanna sinna, með það fyrir augum að þeir fái bætur á grundvelli ákvæðisins. Loks er til þess að líta að um er að ræða sértækt úrræði af hálfu stjórnvalda sem nær til breiðs hóps fólks Þá telur Persónuvernd að upplýsingar um þá einstaklinga sem þiggja hlutabætur geta ekki talist viðkvæmar persónuupplýsingar í skilningi laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Uppfylli varla markmið sitt að birta bara nöfn stóru fyrirtækjanna Í fyrsta lagi vildi Vinnumálastofnun fá úr því skorið hvort upplýsingar um atvinnurekendur þeirra einstaklinga sem sótt hafa um greiðslur frá Vinnumálastofnun teljist vera persónuupplýsingar í skilningi laga um persónuvernd. Persónuvernd segir að svo sé ekki en bendir þó á að í vissum tilvikum getur verið unnt að leiða persónuupplýsingar af slíkum upplýsingum. Til dæmis þegar um er að ræða fyrirtæki með fáa starfsmenn eða þegar um er að ræða fyrirtæki þar sem upplýst er um að hlutfallslega margir starfsmenn þiggi bætur á grundvelli ákvæðisins. Þá spurði Vinnumálastofnun hvort það sé nóg að stofnunin afhendi eða birti einungis lista yfir stærri fyrirtæki, t.d. miðað við fjölda starfsmanna, og afmái upplýsingar um fjölda starfsmanna sem sótt hafi um atvinnuleysisbætur. Helga Þórisdóttir, forstjóri PersónuverndarVÍSIR/VILHELM „Persónuvernd getur fallist á að með því að birta upplýsingar um fámenn fyrirtæki geti reynst auðveldara að leiða af þeim upplýsingum persónuupplýsingar um þá sem sækja um framangreindar bætur. Hins vegar er til þess að líta að tilgangurinn með því að gera umræddar upplýsingar aðgengilegar er að tryggja almannahagsmuni og stuðla að aðhaldi fyrir fyrirtæki,“ segir í svari Persónuverndar. Sá tilgangur náist líklega ekki fyllilega ef fámenn fyrirtæki sleppa algjörlega frá birtingu. Heildarniðurstaða Persónuverndar við fyrirspurn Vinnumálastofnunar er því eftirfarandi: Persónuvernd áréttar að hún sker ekki úr um lögmæti afhendingar upplýsinga samkvæmt upplýsingalögum nr. 140/2012. Það er hins vegar afstaða Persónuverndar að lög nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga girði ekki fyrir að afhentar eða birtar séu upplýsingar um fyrirtæki sem hafa starfsmenn sem nýtt hafa hlutabótaleið samkvæmt XIII. ákvæði til bráðabirgða í lögum nr. 54/2006.
Persónuvernd Hlutabótaleiðin Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent