Ferðamálaráðherra segir engar alvöru viðræður í gangi um flugvöll í Hvassahrauni Heimir Már Pétursson skrifar 13. maí 2020 12:03 Hér má sjá grafíska mynd sem Icelandair lét gera fyrir mögulegan Hvassahraunsflugvöll. Grafík/Icelandair Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ferða-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra segir engar alvöru viðræður eiga sér stað um byggingu flugvallar í Hvassahrauni. Hún skilji því ekki að Skipulagsstofnun taki mið af flugvelli þar í tillögum sínum um lagningu Suðurlínu tvö á Reykjanesi. Borgarstjóri segir málið hins vegar skoðað í fullri alvöru. Þórdís Kolbrún segir enga alvöru komna í viðræður um flugvöll í Hvassahrauni. Í Fréttablaðinu í dag undrast Þórdís Kolbrún að Skipulagsstofnun telji jarðstreng æskilegasta kostinn fyrir Suðurnesjalínu 2 þrátt fyrir að sú framkvæmd yrði ekki í samræmi við stefnu stjórnvalda um lagningu raflína. Haft er eftir ráðherra að hugmyndum um hugsanlegan flugvöll í Hvassahrauni sé gefið mikið vægi í matinu. Í fréttinni kemur einnig fram að Reykjanesbær og Vogar vilji að Suðurlína 2 verði lögð í jörð. En tekist hefur verið á um málið í tæpan áratug. Þórdís Kolbrún segir hugmyndir um flugvöll í Hvassahrauni ekki komnar á skrið, engar slíkar hugmyndir séu komnar í skipulag eða byrjað að ræða slíkt af alvöru og óvíst að það verði gert á næstu árum og áratugum. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og borgarstjóri skrifa undir samkomulag um Hvassahraun.Vísir Hinn 28. nóvember, eða fyrir sex mánuðum, skrifuðu Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra undir samkomulag „um rannsóknir á möguleikum á byggingu nýs flugvallar í Hvassahrauni með það að markmiði að fullkanna kosti á því að reisa og reka þar flugvöll til að gegna hlutverki varaflugvallar, innanlandsflugvallar og flugvallar fyrir æfinga-, kennslu- og einkaflug," eins og segir orðrétt á heimasíðu samgönguráðuneytisins. Ríkisstjórnin staðfesti samkomulagið síðan á fundi hinn 7. febrúar. En samgönguráðherra og borgarstjóri höfðu samþykkt að hvor aðili um sig setti hundrað milljónir til rannsókna vegna Hvassahrauns á næstu tveimur árum með fyrirvara um samþykki ríkisstjórnar og borgarráðs. Borgarráð samþykkti málið fljótlega eftir undirritun samkomulagsins. Borgarstjóri segir skynsamlegt hjá Skipulagsstofnun að gera ráð fyrir að flugvöllur verði byggður í Hvassahrauni.Vísir/Vilhelm „Jú það er alvara og viðræðum lauk í haust með þeirri niðurstöðu að fara í sameiginlegt verkefni. Að fullkanna þennan kost sem lítur mjög vel út miðað við allar þær veðurathuganir og aðrar kannanir sem gerðar hafa verið hingað til," segir Dagur. Það væri því skynsamleg langtímahugsun hjá Skipulagsstofnun þegar ráðast eigi í svo mikla fjárfestingu að gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni. Það sé líka í samræmi við vilja sveitarfélaga þar sem raflínan eigi að liggja í gegn. Hann ætli þó ekki að túlka orð iðanaðarráðherra þannig að stjórnvöldum sé ekki alvara með að skoða Hvassahraun sem flugvallarkost. Þessi kostur geti virst fjarlægur í huga fólks. „Um leið og fólk kíkir á gögnin þá sér það hið sama og sameiginlegur hópur hagsmunaaðila, ríkis og borgar komst að síðast liðið haust. Að það væri mjög mikið ábyrgðarleysi að fullkanna ekki Hvassahraunið og ráðast í flugvallagerð þar. Ef niðurstöður rannsókna sýna sem rannsóknir hafa hingað til sýnt; að þetta er frábær kostur sem flugvöllur og varaflugvöllur fyrir þetta svæði," segir Dagur B. Eggertsson. Samgöngur Fréttir af flugi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Borgarstjórn Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Fleiri fréttir Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Sjá meira
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ferða-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra segir engar alvöru viðræður eiga sér stað um byggingu flugvallar í Hvassahrauni. Hún skilji því ekki að Skipulagsstofnun taki mið af flugvelli þar í tillögum sínum um lagningu Suðurlínu tvö á Reykjanesi. Borgarstjóri segir málið hins vegar skoðað í fullri alvöru. Þórdís Kolbrún segir enga alvöru komna í viðræður um flugvöll í Hvassahrauni. Í Fréttablaðinu í dag undrast Þórdís Kolbrún að Skipulagsstofnun telji jarðstreng æskilegasta kostinn fyrir Suðurnesjalínu 2 þrátt fyrir að sú framkvæmd yrði ekki í samræmi við stefnu stjórnvalda um lagningu raflína. Haft er eftir ráðherra að hugmyndum um hugsanlegan flugvöll í Hvassahrauni sé gefið mikið vægi í matinu. Í fréttinni kemur einnig fram að Reykjanesbær og Vogar vilji að Suðurlína 2 verði lögð í jörð. En tekist hefur verið á um málið í tæpan áratug. Þórdís Kolbrún segir hugmyndir um flugvöll í Hvassahrauni ekki komnar á skrið, engar slíkar hugmyndir séu komnar í skipulag eða byrjað að ræða slíkt af alvöru og óvíst að það verði gert á næstu árum og áratugum. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og borgarstjóri skrifa undir samkomulag um Hvassahraun.Vísir Hinn 28. nóvember, eða fyrir sex mánuðum, skrifuðu Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra undir samkomulag „um rannsóknir á möguleikum á byggingu nýs flugvallar í Hvassahrauni með það að markmiði að fullkanna kosti á því að reisa og reka þar flugvöll til að gegna hlutverki varaflugvallar, innanlandsflugvallar og flugvallar fyrir æfinga-, kennslu- og einkaflug," eins og segir orðrétt á heimasíðu samgönguráðuneytisins. Ríkisstjórnin staðfesti samkomulagið síðan á fundi hinn 7. febrúar. En samgönguráðherra og borgarstjóri höfðu samþykkt að hvor aðili um sig setti hundrað milljónir til rannsókna vegna Hvassahrauns á næstu tveimur árum með fyrirvara um samþykki ríkisstjórnar og borgarráðs. Borgarráð samþykkti málið fljótlega eftir undirritun samkomulagsins. Borgarstjóri segir skynsamlegt hjá Skipulagsstofnun að gera ráð fyrir að flugvöllur verði byggður í Hvassahrauni.Vísir/Vilhelm „Jú það er alvara og viðræðum lauk í haust með þeirri niðurstöðu að fara í sameiginlegt verkefni. Að fullkanna þennan kost sem lítur mjög vel út miðað við allar þær veðurathuganir og aðrar kannanir sem gerðar hafa verið hingað til," segir Dagur. Það væri því skynsamleg langtímahugsun hjá Skipulagsstofnun þegar ráðast eigi í svo mikla fjárfestingu að gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni. Það sé líka í samræmi við vilja sveitarfélaga þar sem raflínan eigi að liggja í gegn. Hann ætli þó ekki að túlka orð iðanaðarráðherra þannig að stjórnvöldum sé ekki alvara með að skoða Hvassahraun sem flugvallarkost. Þessi kostur geti virst fjarlægur í huga fólks. „Um leið og fólk kíkir á gögnin þá sér það hið sama og sameiginlegur hópur hagsmunaaðila, ríkis og borgar komst að síðast liðið haust. Að það væri mjög mikið ábyrgðarleysi að fullkanna ekki Hvassahraunið og ráðast í flugvallagerð þar. Ef niðurstöður rannsókna sýna sem rannsóknir hafa hingað til sýnt; að þetta er frábær kostur sem flugvöllur og varaflugvöllur fyrir þetta svæði," segir Dagur B. Eggertsson.
Samgöngur Fréttir af flugi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Borgarstjórn Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Fleiri fréttir Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Sjá meira