Ferðamálaráðherra segir engar alvöru viðræður í gangi um flugvöll í Hvassahrauni Heimir Már Pétursson skrifar 13. maí 2020 12:03 Hér má sjá grafíska mynd sem Icelandair lét gera fyrir mögulegan Hvassahraunsflugvöll. Grafík/Icelandair Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ferða-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra segir engar alvöru viðræður eiga sér stað um byggingu flugvallar í Hvassahrauni. Hún skilji því ekki að Skipulagsstofnun taki mið af flugvelli þar í tillögum sínum um lagningu Suðurlínu tvö á Reykjanesi. Borgarstjóri segir málið hins vegar skoðað í fullri alvöru. Þórdís Kolbrún segir enga alvöru komna í viðræður um flugvöll í Hvassahrauni. Í Fréttablaðinu í dag undrast Þórdís Kolbrún að Skipulagsstofnun telji jarðstreng æskilegasta kostinn fyrir Suðurnesjalínu 2 þrátt fyrir að sú framkvæmd yrði ekki í samræmi við stefnu stjórnvalda um lagningu raflína. Haft er eftir ráðherra að hugmyndum um hugsanlegan flugvöll í Hvassahrauni sé gefið mikið vægi í matinu. Í fréttinni kemur einnig fram að Reykjanesbær og Vogar vilji að Suðurlína 2 verði lögð í jörð. En tekist hefur verið á um málið í tæpan áratug. Þórdís Kolbrún segir hugmyndir um flugvöll í Hvassahrauni ekki komnar á skrið, engar slíkar hugmyndir séu komnar í skipulag eða byrjað að ræða slíkt af alvöru og óvíst að það verði gert á næstu árum og áratugum. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og borgarstjóri skrifa undir samkomulag um Hvassahraun.Vísir Hinn 28. nóvember, eða fyrir sex mánuðum, skrifuðu Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra undir samkomulag „um rannsóknir á möguleikum á byggingu nýs flugvallar í Hvassahrauni með það að markmiði að fullkanna kosti á því að reisa og reka þar flugvöll til að gegna hlutverki varaflugvallar, innanlandsflugvallar og flugvallar fyrir æfinga-, kennslu- og einkaflug," eins og segir orðrétt á heimasíðu samgönguráðuneytisins. Ríkisstjórnin staðfesti samkomulagið síðan á fundi hinn 7. febrúar. En samgönguráðherra og borgarstjóri höfðu samþykkt að hvor aðili um sig setti hundrað milljónir til rannsókna vegna Hvassahrauns á næstu tveimur árum með fyrirvara um samþykki ríkisstjórnar og borgarráðs. Borgarráð samþykkti málið fljótlega eftir undirritun samkomulagsins. Borgarstjóri segir skynsamlegt hjá Skipulagsstofnun að gera ráð fyrir að flugvöllur verði byggður í Hvassahrauni.Vísir/Vilhelm „Jú það er alvara og viðræðum lauk í haust með þeirri niðurstöðu að fara í sameiginlegt verkefni. Að fullkanna þennan kost sem lítur mjög vel út miðað við allar þær veðurathuganir og aðrar kannanir sem gerðar hafa verið hingað til," segir Dagur. Það væri því skynsamleg langtímahugsun hjá Skipulagsstofnun þegar ráðast eigi í svo mikla fjárfestingu að gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni. Það sé líka í samræmi við vilja sveitarfélaga þar sem raflínan eigi að liggja í gegn. Hann ætli þó ekki að túlka orð iðanaðarráðherra þannig að stjórnvöldum sé ekki alvara með að skoða Hvassahraun sem flugvallarkost. Þessi kostur geti virst fjarlægur í huga fólks. „Um leið og fólk kíkir á gögnin þá sér það hið sama og sameiginlegur hópur hagsmunaaðila, ríkis og borgar komst að síðast liðið haust. Að það væri mjög mikið ábyrgðarleysi að fullkanna ekki Hvassahraunið og ráðast í flugvallagerð þar. Ef niðurstöður rannsókna sýna sem rannsóknir hafa hingað til sýnt; að þetta er frábær kostur sem flugvöllur og varaflugvöllur fyrir þetta svæði," segir Dagur B. Eggertsson. Samgöngur Fréttir af flugi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Borgarstjórn Mest lesið Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Innlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Fleiri fréttir Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Sjá meira
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ferða-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra segir engar alvöru viðræður eiga sér stað um byggingu flugvallar í Hvassahrauni. Hún skilji því ekki að Skipulagsstofnun taki mið af flugvelli þar í tillögum sínum um lagningu Suðurlínu tvö á Reykjanesi. Borgarstjóri segir málið hins vegar skoðað í fullri alvöru. Þórdís Kolbrún segir enga alvöru komna í viðræður um flugvöll í Hvassahrauni. Í Fréttablaðinu í dag undrast Þórdís Kolbrún að Skipulagsstofnun telji jarðstreng æskilegasta kostinn fyrir Suðurnesjalínu 2 þrátt fyrir að sú framkvæmd yrði ekki í samræmi við stefnu stjórnvalda um lagningu raflína. Haft er eftir ráðherra að hugmyndum um hugsanlegan flugvöll í Hvassahrauni sé gefið mikið vægi í matinu. Í fréttinni kemur einnig fram að Reykjanesbær og Vogar vilji að Suðurlína 2 verði lögð í jörð. En tekist hefur verið á um málið í tæpan áratug. Þórdís Kolbrún segir hugmyndir um flugvöll í Hvassahrauni ekki komnar á skrið, engar slíkar hugmyndir séu komnar í skipulag eða byrjað að ræða slíkt af alvöru og óvíst að það verði gert á næstu árum og áratugum. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og borgarstjóri skrifa undir samkomulag um Hvassahraun.Vísir Hinn 28. nóvember, eða fyrir sex mánuðum, skrifuðu Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra undir samkomulag „um rannsóknir á möguleikum á byggingu nýs flugvallar í Hvassahrauni með það að markmiði að fullkanna kosti á því að reisa og reka þar flugvöll til að gegna hlutverki varaflugvallar, innanlandsflugvallar og flugvallar fyrir æfinga-, kennslu- og einkaflug," eins og segir orðrétt á heimasíðu samgönguráðuneytisins. Ríkisstjórnin staðfesti samkomulagið síðan á fundi hinn 7. febrúar. En samgönguráðherra og borgarstjóri höfðu samþykkt að hvor aðili um sig setti hundrað milljónir til rannsókna vegna Hvassahrauns á næstu tveimur árum með fyrirvara um samþykki ríkisstjórnar og borgarráðs. Borgarráð samþykkti málið fljótlega eftir undirritun samkomulagsins. Borgarstjóri segir skynsamlegt hjá Skipulagsstofnun að gera ráð fyrir að flugvöllur verði byggður í Hvassahrauni.Vísir/Vilhelm „Jú það er alvara og viðræðum lauk í haust með þeirri niðurstöðu að fara í sameiginlegt verkefni. Að fullkanna þennan kost sem lítur mjög vel út miðað við allar þær veðurathuganir og aðrar kannanir sem gerðar hafa verið hingað til," segir Dagur. Það væri því skynsamleg langtímahugsun hjá Skipulagsstofnun þegar ráðast eigi í svo mikla fjárfestingu að gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni. Það sé líka í samræmi við vilja sveitarfélaga þar sem raflínan eigi að liggja í gegn. Hann ætli þó ekki að túlka orð iðanaðarráðherra þannig að stjórnvöldum sé ekki alvara með að skoða Hvassahraun sem flugvallarkost. Þessi kostur geti virst fjarlægur í huga fólks. „Um leið og fólk kíkir á gögnin þá sér það hið sama og sameiginlegur hópur hagsmunaaðila, ríkis og borgar komst að síðast liðið haust. Að það væri mjög mikið ábyrgðarleysi að fullkanna ekki Hvassahraunið og ráðast í flugvallagerð þar. Ef niðurstöður rannsókna sýna sem rannsóknir hafa hingað til sýnt; að þetta er frábær kostur sem flugvöllur og varaflugvöllur fyrir þetta svæði," segir Dagur B. Eggertsson.
Samgöngur Fréttir af flugi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Borgarstjórn Mest lesið Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Innlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Fleiri fréttir Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Sjá meira