Ferðamálaráðherra segir engar alvöru viðræður í gangi um flugvöll í Hvassahrauni Heimir Már Pétursson skrifar 13. maí 2020 12:03 Hér má sjá grafíska mynd sem Icelandair lét gera fyrir mögulegan Hvassahraunsflugvöll. Grafík/Icelandair Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ferða-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra segir engar alvöru viðræður eiga sér stað um byggingu flugvallar í Hvassahrauni. Hún skilji því ekki að Skipulagsstofnun taki mið af flugvelli þar í tillögum sínum um lagningu Suðurlínu tvö á Reykjanesi. Borgarstjóri segir málið hins vegar skoðað í fullri alvöru. Þórdís Kolbrún segir enga alvöru komna í viðræður um flugvöll í Hvassahrauni. Í Fréttablaðinu í dag undrast Þórdís Kolbrún að Skipulagsstofnun telji jarðstreng æskilegasta kostinn fyrir Suðurnesjalínu 2 þrátt fyrir að sú framkvæmd yrði ekki í samræmi við stefnu stjórnvalda um lagningu raflína. Haft er eftir ráðherra að hugmyndum um hugsanlegan flugvöll í Hvassahrauni sé gefið mikið vægi í matinu. Í fréttinni kemur einnig fram að Reykjanesbær og Vogar vilji að Suðurlína 2 verði lögð í jörð. En tekist hefur verið á um málið í tæpan áratug. Þórdís Kolbrún segir hugmyndir um flugvöll í Hvassahrauni ekki komnar á skrið, engar slíkar hugmyndir séu komnar í skipulag eða byrjað að ræða slíkt af alvöru og óvíst að það verði gert á næstu árum og áratugum. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og borgarstjóri skrifa undir samkomulag um Hvassahraun.Vísir Hinn 28. nóvember, eða fyrir sex mánuðum, skrifuðu Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra undir samkomulag „um rannsóknir á möguleikum á byggingu nýs flugvallar í Hvassahrauni með það að markmiði að fullkanna kosti á því að reisa og reka þar flugvöll til að gegna hlutverki varaflugvallar, innanlandsflugvallar og flugvallar fyrir æfinga-, kennslu- og einkaflug," eins og segir orðrétt á heimasíðu samgönguráðuneytisins. Ríkisstjórnin staðfesti samkomulagið síðan á fundi hinn 7. febrúar. En samgönguráðherra og borgarstjóri höfðu samþykkt að hvor aðili um sig setti hundrað milljónir til rannsókna vegna Hvassahrauns á næstu tveimur árum með fyrirvara um samþykki ríkisstjórnar og borgarráðs. Borgarráð samþykkti málið fljótlega eftir undirritun samkomulagsins. Borgarstjóri segir skynsamlegt hjá Skipulagsstofnun að gera ráð fyrir að flugvöllur verði byggður í Hvassahrauni.Vísir/Vilhelm „Jú það er alvara og viðræðum lauk í haust með þeirri niðurstöðu að fara í sameiginlegt verkefni. Að fullkanna þennan kost sem lítur mjög vel út miðað við allar þær veðurathuganir og aðrar kannanir sem gerðar hafa verið hingað til," segir Dagur. Það væri því skynsamleg langtímahugsun hjá Skipulagsstofnun þegar ráðast eigi í svo mikla fjárfestingu að gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni. Það sé líka í samræmi við vilja sveitarfélaga þar sem raflínan eigi að liggja í gegn. Hann ætli þó ekki að túlka orð iðanaðarráðherra þannig að stjórnvöldum sé ekki alvara með að skoða Hvassahraun sem flugvallarkost. Þessi kostur geti virst fjarlægur í huga fólks. „Um leið og fólk kíkir á gögnin þá sér það hið sama og sameiginlegur hópur hagsmunaaðila, ríkis og borgar komst að síðast liðið haust. Að það væri mjög mikið ábyrgðarleysi að fullkanna ekki Hvassahraunið og ráðast í flugvallagerð þar. Ef niðurstöður rannsókna sýna sem rannsóknir hafa hingað til sýnt; að þetta er frábær kostur sem flugvöllur og varaflugvöllur fyrir þetta svæði," segir Dagur B. Eggertsson. Samgöngur Fréttir af flugi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Borgarstjórn Mest lesið Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Villi Valli fallinn frá Innlent Sendiherrann vinsæli á útleið Innlent Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Innlent Fleiri fréttir Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum leikskóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Sjá meira
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ferða-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra segir engar alvöru viðræður eiga sér stað um byggingu flugvallar í Hvassahrauni. Hún skilji því ekki að Skipulagsstofnun taki mið af flugvelli þar í tillögum sínum um lagningu Suðurlínu tvö á Reykjanesi. Borgarstjóri segir málið hins vegar skoðað í fullri alvöru. Þórdís Kolbrún segir enga alvöru komna í viðræður um flugvöll í Hvassahrauni. Í Fréttablaðinu í dag undrast Þórdís Kolbrún að Skipulagsstofnun telji jarðstreng æskilegasta kostinn fyrir Suðurnesjalínu 2 þrátt fyrir að sú framkvæmd yrði ekki í samræmi við stefnu stjórnvalda um lagningu raflína. Haft er eftir ráðherra að hugmyndum um hugsanlegan flugvöll í Hvassahrauni sé gefið mikið vægi í matinu. Í fréttinni kemur einnig fram að Reykjanesbær og Vogar vilji að Suðurlína 2 verði lögð í jörð. En tekist hefur verið á um málið í tæpan áratug. Þórdís Kolbrún segir hugmyndir um flugvöll í Hvassahrauni ekki komnar á skrið, engar slíkar hugmyndir séu komnar í skipulag eða byrjað að ræða slíkt af alvöru og óvíst að það verði gert á næstu árum og áratugum. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og borgarstjóri skrifa undir samkomulag um Hvassahraun.Vísir Hinn 28. nóvember, eða fyrir sex mánuðum, skrifuðu Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra undir samkomulag „um rannsóknir á möguleikum á byggingu nýs flugvallar í Hvassahrauni með það að markmiði að fullkanna kosti á því að reisa og reka þar flugvöll til að gegna hlutverki varaflugvallar, innanlandsflugvallar og flugvallar fyrir æfinga-, kennslu- og einkaflug," eins og segir orðrétt á heimasíðu samgönguráðuneytisins. Ríkisstjórnin staðfesti samkomulagið síðan á fundi hinn 7. febrúar. En samgönguráðherra og borgarstjóri höfðu samþykkt að hvor aðili um sig setti hundrað milljónir til rannsókna vegna Hvassahrauns á næstu tveimur árum með fyrirvara um samþykki ríkisstjórnar og borgarráðs. Borgarráð samþykkti málið fljótlega eftir undirritun samkomulagsins. Borgarstjóri segir skynsamlegt hjá Skipulagsstofnun að gera ráð fyrir að flugvöllur verði byggður í Hvassahrauni.Vísir/Vilhelm „Jú það er alvara og viðræðum lauk í haust með þeirri niðurstöðu að fara í sameiginlegt verkefni. Að fullkanna þennan kost sem lítur mjög vel út miðað við allar þær veðurathuganir og aðrar kannanir sem gerðar hafa verið hingað til," segir Dagur. Það væri því skynsamleg langtímahugsun hjá Skipulagsstofnun þegar ráðast eigi í svo mikla fjárfestingu að gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni. Það sé líka í samræmi við vilja sveitarfélaga þar sem raflínan eigi að liggja í gegn. Hann ætli þó ekki að túlka orð iðanaðarráðherra þannig að stjórnvöldum sé ekki alvara með að skoða Hvassahraun sem flugvallarkost. Þessi kostur geti virst fjarlægur í huga fólks. „Um leið og fólk kíkir á gögnin þá sér það hið sama og sameiginlegur hópur hagsmunaaðila, ríkis og borgar komst að síðast liðið haust. Að það væri mjög mikið ábyrgðarleysi að fullkanna ekki Hvassahraunið og ráðast í flugvallagerð þar. Ef niðurstöður rannsókna sýna sem rannsóknir hafa hingað til sýnt; að þetta er frábær kostur sem flugvöllur og varaflugvöllur fyrir þetta svæði," segir Dagur B. Eggertsson.
Samgöngur Fréttir af flugi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Borgarstjórn Mest lesið Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Villi Valli fallinn frá Innlent Sendiherrann vinsæli á útleið Innlent Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Innlent Fleiri fréttir Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum leikskóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Sjá meira