Lög um vernd uppljóstrara „framfaraskref fyrir aukið gagnsæi og heilbrigðara samfélag“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 13. maí 2020 11:57 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Alþingi samþykkti mótatkvæðalaust lög um vernd uppljóstrara í gærkvöldi. Forsætisráðherra segir lögin styrkja stöðu þeirra sem í góðri trú greina frá lögbrotum eða ámælisverðri háttsemi. Þetta sé jákvætt skref í þágu aukins gagnsæis. Hugmyndir um vernd uppljóstrara ganga almennt út á „að sá sem í góðri trú greinir frá spillingu, ólögmætum ráðstöfunum eða annarri ámælisverðri háttsemi í starfsemi opinberra aðila eða hjá einkaaðilum skuli njóta verndar gegn óréttmætum aðgerðum í hans garð, til að mynda uppsögn úr starfi eða skerðingu á réttindum vegna uppljóstrana sinna,“ líkt og það er orðað í greinargerð með frumvarpinu sem samþykkt var í gær. Með ámælisverðri háttsemi sé vísað til hátternis sem stefnir almannahagsmunum í hættu, án þess að um sé að ræða brot á lögum eða reglum. „Þessi lög eiga rætur að rekja til nefndar sem að ég skipaði 2018 til þess að gera umbætur á löggjöf að sviði tjáningar-, fjölmiðla-, og upplýsingafrelsis og þetta mun styrkja mjög stöðu þeirra sem í góðri trú greina frá upplýsingum eða miðla gögnum um brot á lögum eða um aðra ámælisverða háttsemi í starfsemi vinnuveitenda,“ segir Katrín. Lengi hafi verið kallað eftir slíkum lögum á Íslandi. „Þannig að ég lít á þetta sem mikið framfaraskref fyrir bæði aukið gagnsæi og heilbrigðara samfélag,“ segir Katrín. Hún segir að í lögunum felist ekki heimild til að rjúfa almennar reglur um trúnað í starfi. „Þarna eru skilgreind í raun og veru annars vegar að það sé verið að miðla gögnum um brot á lögum eða ámælisverða háttsemi sem er skilgreind og það er líka gert ráð fyrir því að það sé farvegur fyrir svokallaða innri uppljóstrun, áður en ráðist er í ytri uppljóstrun,“ segir Katrín. „Þannig að hugsunin er sú að við séum að skapa hér ákveðið jafnvægi á milli þess sem getur talist eðlileg þörf, hvort sem er stofnana eða fyrirtækja, til að hafa ákveðnar upplýsingar í trúnaði og hins vegar upplýsingar sem eiga erindi við almenning, að þeim sé hægt að miðla.“ Fimmtíu þingmenn greiddu frumvarpinu atkvæði sitt en Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, sat hjá við atkvæðagreiðsluna. Aðrir þingmenn voru fjarstaddir. Alþingi Fjölmiðlar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Alþingi samþykkti mótatkvæðalaust lög um vernd uppljóstrara í gærkvöldi. Forsætisráðherra segir lögin styrkja stöðu þeirra sem í góðri trú greina frá lögbrotum eða ámælisverðri háttsemi. Þetta sé jákvætt skref í þágu aukins gagnsæis. Hugmyndir um vernd uppljóstrara ganga almennt út á „að sá sem í góðri trú greinir frá spillingu, ólögmætum ráðstöfunum eða annarri ámælisverðri háttsemi í starfsemi opinberra aðila eða hjá einkaaðilum skuli njóta verndar gegn óréttmætum aðgerðum í hans garð, til að mynda uppsögn úr starfi eða skerðingu á réttindum vegna uppljóstrana sinna,“ líkt og það er orðað í greinargerð með frumvarpinu sem samþykkt var í gær. Með ámælisverðri háttsemi sé vísað til hátternis sem stefnir almannahagsmunum í hættu, án þess að um sé að ræða brot á lögum eða reglum. „Þessi lög eiga rætur að rekja til nefndar sem að ég skipaði 2018 til þess að gera umbætur á löggjöf að sviði tjáningar-, fjölmiðla-, og upplýsingafrelsis og þetta mun styrkja mjög stöðu þeirra sem í góðri trú greina frá upplýsingum eða miðla gögnum um brot á lögum eða um aðra ámælisverða háttsemi í starfsemi vinnuveitenda,“ segir Katrín. Lengi hafi verið kallað eftir slíkum lögum á Íslandi. „Þannig að ég lít á þetta sem mikið framfaraskref fyrir bæði aukið gagnsæi og heilbrigðara samfélag,“ segir Katrín. Hún segir að í lögunum felist ekki heimild til að rjúfa almennar reglur um trúnað í starfi. „Þarna eru skilgreind í raun og veru annars vegar að það sé verið að miðla gögnum um brot á lögum eða ámælisverða háttsemi sem er skilgreind og það er líka gert ráð fyrir því að það sé farvegur fyrir svokallaða innri uppljóstrun, áður en ráðist er í ytri uppljóstrun,“ segir Katrín. „Þannig að hugsunin er sú að við séum að skapa hér ákveðið jafnvægi á milli þess sem getur talist eðlileg þörf, hvort sem er stofnana eða fyrirtækja, til að hafa ákveðnar upplýsingar í trúnaði og hins vegar upplýsingar sem eiga erindi við almenning, að þeim sé hægt að miðla.“ Fimmtíu þingmenn greiddu frumvarpinu atkvæði sitt en Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, sat hjá við atkvæðagreiðsluna. Aðrir þingmenn voru fjarstaddir.
Alþingi Fjölmiðlar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira