Segir framkvæmd Puffin-hlaupsins í Eyjum í samræmi við samkomubannið Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. maí 2020 12:41 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, sést þegar átakið Hjólað í vinnuna var sett á dögunum. Vísir/Vilhelm Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, segir að Puffin-hlaupið svokallaða sem fram fór í Vestmannaeyjum síðastliðinn laugardag hafi verið í samræmi við auglýsingu heilbrigðisráðherra um samkomubannið sem nú er í gildi. Gunnlaugur Júlíusson, fyrrverandi bæjarstjóri í Borgarbyggð og hlaupari, ritaði færslu á Facbook-síðu sína í gær þar sem hann velti því fyrir sér hvernig það gengi upp að hlaup með 350 keppendum væri í samræmi við samkomubannið og reglur sem gilda um íþróttaviðburði: „Gildandi takmörkun á samkomum nær frá og með 4. maí 2020 (kl.00.00) og gildir til 1. júní 2020 (kl. 23.59). Samkomubannið nær til viðburða þar sem fleiri en 50 manns koma saman. Við öll minni mannamót þarf auk þess að tryggja að nánd milli fólks sé yfir tveir metrar. Skipulagt íþróttastarf Æfingar og keppnir skipulags íþróttastarfs fyrir fullorðna (þ.m.t. íþróttir í framhalds- og háskólum) eru heimilar með eftirfarandi takmörkunum: Mest sjö einstaklingar með þjálfara á útisvæði sem miðast við hálfan fótboltavöll (2.000m2). Keppni í íþróttum fullorðinna er óheimil nema ef hægt sé að uppfylla skilyrði um 2ja metra nándarreglu og að keppni sé án áhorfenda. Ég fæ þetta tvennt ekki alveg til að ganga upp,“ segir Gunnlaugur í færslu sinni. Elísabet Margeirsdóttir, hlaupari, tekur undir með Gunnlaugi og segir þetta algjörlega óskiljanlegt. „Við erum að raða fólki í 7 manna æfingahópa á hlaupanámskeiðum Náttúruhlaupa,“ segir Elísabet. Í samtali við Vísi segir Víðir að hann hafi fengið fyrirspurn varðandi Puffin-hlaupið. Hann hafi borið málið undir lögreglustjórann í Vestmannaeyjum og heilbrigðisráðuneytið. „Og þetta var samkvæmt reglunum, það þurfti enga undanþágu eða neitt slíkt. Þetta var hólfaskipt, það voru fimmtíu mest í hverju hólfi og sjö sem hlupu af stað. Það var haft þetta 2000 fermetra viðmið þannig að menn væru aldrei fleiri en sjö á þeim tíma þannig að menn voru ræstir út á mjög löngum tíma og dreift yfir,“ segir Víðir. Þannig hafi þeir aðilar sem bera ábyrgð á eftirlitinu með viðburðum sem þessum, lögreglustjóri, sóttvarnalæknirinn í Vestmannaeyjum og ráðuneytið, fengið þetta til skoðunar og talið að framkvæmd hlaupsins væri innan 6. greinar auglýsingar um samkomubann. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Vestmannaeyjar Mest lesið „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Fleiri fréttir Ekki slys á gangandi vegfarenda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Sjá meira
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, segir að Puffin-hlaupið svokallaða sem fram fór í Vestmannaeyjum síðastliðinn laugardag hafi verið í samræmi við auglýsingu heilbrigðisráðherra um samkomubannið sem nú er í gildi. Gunnlaugur Júlíusson, fyrrverandi bæjarstjóri í Borgarbyggð og hlaupari, ritaði færslu á Facbook-síðu sína í gær þar sem hann velti því fyrir sér hvernig það gengi upp að hlaup með 350 keppendum væri í samræmi við samkomubannið og reglur sem gilda um íþróttaviðburði: „Gildandi takmörkun á samkomum nær frá og með 4. maí 2020 (kl.00.00) og gildir til 1. júní 2020 (kl. 23.59). Samkomubannið nær til viðburða þar sem fleiri en 50 manns koma saman. Við öll minni mannamót þarf auk þess að tryggja að nánd milli fólks sé yfir tveir metrar. Skipulagt íþróttastarf Æfingar og keppnir skipulags íþróttastarfs fyrir fullorðna (þ.m.t. íþróttir í framhalds- og háskólum) eru heimilar með eftirfarandi takmörkunum: Mest sjö einstaklingar með þjálfara á útisvæði sem miðast við hálfan fótboltavöll (2.000m2). Keppni í íþróttum fullorðinna er óheimil nema ef hægt sé að uppfylla skilyrði um 2ja metra nándarreglu og að keppni sé án áhorfenda. Ég fæ þetta tvennt ekki alveg til að ganga upp,“ segir Gunnlaugur í færslu sinni. Elísabet Margeirsdóttir, hlaupari, tekur undir með Gunnlaugi og segir þetta algjörlega óskiljanlegt. „Við erum að raða fólki í 7 manna æfingahópa á hlaupanámskeiðum Náttúruhlaupa,“ segir Elísabet. Í samtali við Vísi segir Víðir að hann hafi fengið fyrirspurn varðandi Puffin-hlaupið. Hann hafi borið málið undir lögreglustjórann í Vestmannaeyjum og heilbrigðisráðuneytið. „Og þetta var samkvæmt reglunum, það þurfti enga undanþágu eða neitt slíkt. Þetta var hólfaskipt, það voru fimmtíu mest í hverju hólfi og sjö sem hlupu af stað. Það var haft þetta 2000 fermetra viðmið þannig að menn væru aldrei fleiri en sjö á þeim tíma þannig að menn voru ræstir út á mjög löngum tíma og dreift yfir,“ segir Víðir. Þannig hafi þeir aðilar sem bera ábyrgð á eftirlitinu með viðburðum sem þessum, lögreglustjóri, sóttvarnalæknirinn í Vestmannaeyjum og ráðuneytið, fengið þetta til skoðunar og talið að framkvæmd hlaupsins væri innan 6. greinar auglýsingar um samkomubann.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Vestmannaeyjar Mest lesið „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Fleiri fréttir Ekki slys á gangandi vegfarenda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Sjá meira