Innlent

Eitt nýtt smit í gær

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Smitið greindist á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans.
Smitið greindist á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans. Vísir

Í fyrsta skipti í sex daga greindist nýtt smit kórónuveiru hér á landi. Tvö smit greindust 6. maí en síðan þá hefur ekkert nýtt smit greinst fyrr en í gær, þegar eitt smit greindist á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans.

Þetta kemur fram á covid.is en fjöldi virkra smita á Íslandi er aðeins 12. Alls eru smitin orðin 1.802 og eru 692 í sóttkví, einn á sjúkrahúsi og enginn á gjörgæslu.

100 sýni voru tekin á Landspítalanum í gær og 184 hjá Íslenskri erfðagreiningu.

Almannavarnir halda upplýsingafund klukkan tvö í dag sem verður í beinni útsendingu á Vísi sem og Stöð 2 Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×