Innlent

2,2 milljarðar í 3400 sumarstörf fyrir námsmenn

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra og Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra á fundinum í HR í dag.
Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra og Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra á fundinum í HR í dag. Vísir/Vilhelm

Stjórnvöld munu veita 2,2 milljörðum króna í alls um 3400 sumarstörf fyrir námsmenn, 18 ára og eldri, til að bregðast við efnahagsþrengingum vegna kórónuveirufaraldurs. Þetta kynntu Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra og Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, á blaðamannafundi í húsakynnum Háskólans í Reykjavík í dag. 

Áætlað er að skapa um 3400 störf í þessari fyrstu lotu aðgerðanna. Gert er ráð fyrir að 1700 störf verði hjá sveitarfélögum og hin 1700 á vegum stofnana ríkisins.

Sveitarfélögin munu auglýsa störfin sem bjóðast hjá þeim en hin störfin verða auglýst hjá Vinnumálastofnun. Miðað er við að ráðningartímabil verði 1. júní til 31. ágúst.

Á fundinum voru einnig kynnt frekari framlög í ýmsa sjóði til stuðnings námsmönnum. Þar á meðal 400 milljóna króna viðbótarframlag í Nýsköpunarsjóð námsmann, sem er fimmföldun á framlagi á milli ára. Þar er gert ráð fyrir 300 þúsund króna framlagi á mánuði að hámarki í þrjá mánuði á hvern nemanda.

Einnig var kynnt 1400 milljóna króna aukið framlag ríkisstjórnar í nýsköpun og þróun, 575 milljónir í rannsóknarsjóð, 125 milljónir í innviðasjóð og 700 í tækniþróunarsjóð.

Klippa: Ráðherrar kynntu aðgerðir fyrir námsmenn

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×