Ekki greint frá rannsókn fjármálaeftirlits í gögnum frá M&C Saatchi Andri Eysteinsson skrifar 13. maí 2020 19:29 Skjáskot úr myndbandinu Inspired by Iceland, markaðsátaki sem farið var í eftir eldgosið í Eyjafjallajökli 2010. Allar tillögurnar sem sendar voru inn vegna útboð markaðsverkefnisins „Ísland - Saman í sókn“ áttu það sameiginlegt að vera samstarf innlendra og erlendra aðila en ekkert kom fram um rannsókn breska fjármálaeftirlitsins í gögnum sem auglýsingastofan M&C Saatchi sendi inn en stofan í samvinnu við íslensku stofuna Peel varð fyrir valinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslandsstofu vegna fjölmiðlaumfjöllunar um útboðið. Ríkið mun verja einum og hálfum milljarði í markaðsátak erlendis til að kynna Ísland sem áfangastað fyrir ferðamenn. Er verkefnið hluti af mótvægisaðgerðum stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins og er markmiðið að styrkja ímynd Íslands, auka eftirspurn og viðhalda samkeppnisstöðu íslenskrar ferðaþjónustu. Skylt að bjóða út á Evrópska efnahagssvæðinu Í yfirlýsingu Íslandsstofu er nokkrum spurningum svarað um útboðið. Útskýrt er að vegna fjármögnunar ríkisins gildi lög um opinber innkaup. Því skuli öll kaup á þjónustu umfram 18.120.000 kr. boðnar út á Evrópska efnahagssvæðinu. Valnefnd sé óheimilt samkvæmt lögum að gera upp á milli tillagna með vísan til þjóðernis. „Í tillögu M&C Saatchi var jafnframt tekið fram að auk þess sem það væri með innlendan samstarfsaðila væri gert ráð fyrir að öll þjónusta við framleiðslu og kostnaður vegna hennar verði hér á landi,“ segir í tilkynningunni. M&C Saatchi er nú viðfangsefni rannsóknar breska fjármálaeftirlitsins vegna rangfærslna í bókhaldi fyrirtækisins. Einn stofnanda fyrirtækisins auk fleiri stjórnanda hafa sagt starfi sínu lausu vegna málsins en í yfirlýsingunni segir að rannsóknarinnar hafi ekki verið getið í gögnum sem óskað var eftir frá umsækjendum. „Þeim aðilum sem bjóða í verkið er gert að skila greinargóðum upplýsingum um fjárhagsstöðu sína, meðal annars ársreikninga, staðfestingu á eiginfjárstöðu frá banka, og staðfestingu að fyrirtæki sé skuldlaust við skattyfirvöld í sínu heimalandi. Ekkert kom fram um rannsókn breska fjármálaeftirlitsins í þeim gögnum sem M&C Saatchi skilaði., “ segir í yfirlýsingu Íslandsstofu. Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir 300 milljónirnar verði ekki algjörlega sendar úr landi Þrjú hundruð milljón krónurnar sem Íslandsstofa hyggst verja í nýja auglýsingaherferð, sem féll í skaut bresku auglýsingastofunnar M&C Saatchio og hinnar íslensku Peel, hverfa ekki með öllu úr hagkerfinu að sögn fulltrúa auglýsingastofanna. 13. maí 2020 16:35 300 milljónirnar verði ekki algjörlega sendar úr landi Þrjú hundruð milljón krónurnar sem Íslandsstofa hyggst verja í nýja auglýsingaherferð, sem féll í skaut bresku auglýsingastofunnar M&C Saatchio og hinnar íslensku Peel, hverfa ekki með öllu úr hagkerfinu að sögn fulltrúa auglýsingastofanna. 13. maí 2020 16:35 Einn og hálfur milljarður í markaðsátak erlendis Ríkið mun verja einum og hálfum milljarði í markaðsátak erlendis til að kynna Ísland sem áfangastað fyrir ferðamenn. 13. maí 2020 07:37 Leiðinlegt að stærsta verkefnið á markaðnum fari til Bretlands í ójafnri keppni Valgeir Magnússon, stjórnarformaður íslensku auglýsingastofunnar Pipar/TBWA, segir það leiðinlegt, og skjóta skökku við, að stærsta verkefni á Íslandsmarkaði hafi fallið í skaut breskrar auglýsingastofu, einkum í ljósi þeirrar stöðu sem nú er uppi á íslenskum vinnumarkaði. 13. maí 2020 11:22 Mest lesið KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fleiri fréttir KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Sjá meira
Allar tillögurnar sem sendar voru inn vegna útboð markaðsverkefnisins „Ísland - Saman í sókn“ áttu það sameiginlegt að vera samstarf innlendra og erlendra aðila en ekkert kom fram um rannsókn breska fjármálaeftirlitsins í gögnum sem auglýsingastofan M&C Saatchi sendi inn en stofan í samvinnu við íslensku stofuna Peel varð fyrir valinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslandsstofu vegna fjölmiðlaumfjöllunar um útboðið. Ríkið mun verja einum og hálfum milljarði í markaðsátak erlendis til að kynna Ísland sem áfangastað fyrir ferðamenn. Er verkefnið hluti af mótvægisaðgerðum stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins og er markmiðið að styrkja ímynd Íslands, auka eftirspurn og viðhalda samkeppnisstöðu íslenskrar ferðaþjónustu. Skylt að bjóða út á Evrópska efnahagssvæðinu Í yfirlýsingu Íslandsstofu er nokkrum spurningum svarað um útboðið. Útskýrt er að vegna fjármögnunar ríkisins gildi lög um opinber innkaup. Því skuli öll kaup á þjónustu umfram 18.120.000 kr. boðnar út á Evrópska efnahagssvæðinu. Valnefnd sé óheimilt samkvæmt lögum að gera upp á milli tillagna með vísan til þjóðernis. „Í tillögu M&C Saatchi var jafnframt tekið fram að auk þess sem það væri með innlendan samstarfsaðila væri gert ráð fyrir að öll þjónusta við framleiðslu og kostnaður vegna hennar verði hér á landi,“ segir í tilkynningunni. M&C Saatchi er nú viðfangsefni rannsóknar breska fjármálaeftirlitsins vegna rangfærslna í bókhaldi fyrirtækisins. Einn stofnanda fyrirtækisins auk fleiri stjórnanda hafa sagt starfi sínu lausu vegna málsins en í yfirlýsingunni segir að rannsóknarinnar hafi ekki verið getið í gögnum sem óskað var eftir frá umsækjendum. „Þeim aðilum sem bjóða í verkið er gert að skila greinargóðum upplýsingum um fjárhagsstöðu sína, meðal annars ársreikninga, staðfestingu á eiginfjárstöðu frá banka, og staðfestingu að fyrirtæki sé skuldlaust við skattyfirvöld í sínu heimalandi. Ekkert kom fram um rannsókn breska fjármálaeftirlitsins í þeim gögnum sem M&C Saatchi skilaði., “ segir í yfirlýsingu Íslandsstofu.
Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir 300 milljónirnar verði ekki algjörlega sendar úr landi Þrjú hundruð milljón krónurnar sem Íslandsstofa hyggst verja í nýja auglýsingaherferð, sem féll í skaut bresku auglýsingastofunnar M&C Saatchio og hinnar íslensku Peel, hverfa ekki með öllu úr hagkerfinu að sögn fulltrúa auglýsingastofanna. 13. maí 2020 16:35 300 milljónirnar verði ekki algjörlega sendar úr landi Þrjú hundruð milljón krónurnar sem Íslandsstofa hyggst verja í nýja auglýsingaherferð, sem féll í skaut bresku auglýsingastofunnar M&C Saatchio og hinnar íslensku Peel, hverfa ekki með öllu úr hagkerfinu að sögn fulltrúa auglýsingastofanna. 13. maí 2020 16:35 Einn og hálfur milljarður í markaðsátak erlendis Ríkið mun verja einum og hálfum milljarði í markaðsátak erlendis til að kynna Ísland sem áfangastað fyrir ferðamenn. 13. maí 2020 07:37 Leiðinlegt að stærsta verkefnið á markaðnum fari til Bretlands í ójafnri keppni Valgeir Magnússon, stjórnarformaður íslensku auglýsingastofunnar Pipar/TBWA, segir það leiðinlegt, og skjóta skökku við, að stærsta verkefni á Íslandsmarkaði hafi fallið í skaut breskrar auglýsingastofu, einkum í ljósi þeirrar stöðu sem nú er uppi á íslenskum vinnumarkaði. 13. maí 2020 11:22 Mest lesið KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fleiri fréttir KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Sjá meira
300 milljónirnar verði ekki algjörlega sendar úr landi Þrjú hundruð milljón krónurnar sem Íslandsstofa hyggst verja í nýja auglýsingaherferð, sem féll í skaut bresku auglýsingastofunnar M&C Saatchio og hinnar íslensku Peel, hverfa ekki með öllu úr hagkerfinu að sögn fulltrúa auglýsingastofanna. 13. maí 2020 16:35
300 milljónirnar verði ekki algjörlega sendar úr landi Þrjú hundruð milljón krónurnar sem Íslandsstofa hyggst verja í nýja auglýsingaherferð, sem féll í skaut bresku auglýsingastofunnar M&C Saatchio og hinnar íslensku Peel, hverfa ekki með öllu úr hagkerfinu að sögn fulltrúa auglýsingastofanna. 13. maí 2020 16:35
Einn og hálfur milljarður í markaðsátak erlendis Ríkið mun verja einum og hálfum milljarði í markaðsátak erlendis til að kynna Ísland sem áfangastað fyrir ferðamenn. 13. maí 2020 07:37
Leiðinlegt að stærsta verkefnið á markaðnum fari til Bretlands í ójafnri keppni Valgeir Magnússon, stjórnarformaður íslensku auglýsingastofunnar Pipar/TBWA, segir það leiðinlegt, og skjóta skökku við, að stærsta verkefni á Íslandsmarkaði hafi fallið í skaut breskrar auglýsingastofu, einkum í ljósi þeirrar stöðu sem nú er uppi á íslenskum vinnumarkaði. 13. maí 2020 11:22