Sjö barir fengu viðvörun frá lögreglu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. maí 2020 08:00 Myndin var tekin á föstudagskvöldi þegar tuttugu manna samkomubann var í gildi. Þá voru afar fáir á ferli í miðborginni en síðan hámarkið var hækkað í fimmtíu manns hafa fleiri lagt leið sína í bæinn. Vísir/Vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur nú í vikunni haft afskipti af sjö börum og skemmtistöðum sem voru opnir en höfðu ekki leyfi til þess. Fengu eigendur staðanna viðvörun en þeir mega eiga von á sekt ef opnað verður að nýju. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í dag og rætt við Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjón. Hann segir að þegar samkomubannið miðaði við tuttugu manns hafi ekkert tekið því að vera opið en svo þegar hámarkið hækkaði í fimmtíu hafi menn farið að sjá stemningu í því að hafa opið. Fleiri og fleiri hafi því opnað. Á mánudag og þriðjudag heimsótti lögreglan um 50 bari og veitingastaði til að kanna hvort að samkomubannið og tilmæli um rekstur staðanna vegna kórónuveirufaraldursins væru virt. Samkvæmt auglýsingu heilbrigðisráðherra er leyfilegt að hafa veitingastaði opna en ekki krár, bari og skemmtistaði,“ segir Jóhann í samtali við Fréttablaðið. „Við vorum farnir að fá hringingar frá bareigendum sem voru með lokað hjá sér en bentu okkur á að aðrir barir væru opnir.“ Á mánudagskvöld komst lögreglan að því að þrír barir væru opnir þótt þeir væru ekki með tilskilin leyfi til þess að hafa opið. Á þriðjudeginum voru síðan fjórir staðir með opið sem ekki voru með leyfi til þess. Staðirnir fengu viðvörun frá lögreglu en verði þeir opnaðir að nýju gætu eigendur þeirra átt von á sekt sem getur numið allt að hálfri milljón króna. „Vonandi fá svo bara allir að hafa opið eftir 25. maí líkt og talað hefur verið um. Þá dreifist fólk betur og hefur meira val,“ segir Jóhann. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Veitingastaðir Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur nú í vikunni haft afskipti af sjö börum og skemmtistöðum sem voru opnir en höfðu ekki leyfi til þess. Fengu eigendur staðanna viðvörun en þeir mega eiga von á sekt ef opnað verður að nýju. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í dag og rætt við Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjón. Hann segir að þegar samkomubannið miðaði við tuttugu manns hafi ekkert tekið því að vera opið en svo þegar hámarkið hækkaði í fimmtíu hafi menn farið að sjá stemningu í því að hafa opið. Fleiri og fleiri hafi því opnað. Á mánudag og þriðjudag heimsótti lögreglan um 50 bari og veitingastaði til að kanna hvort að samkomubannið og tilmæli um rekstur staðanna vegna kórónuveirufaraldursins væru virt. Samkvæmt auglýsingu heilbrigðisráðherra er leyfilegt að hafa veitingastaði opna en ekki krár, bari og skemmtistaði,“ segir Jóhann í samtali við Fréttablaðið. „Við vorum farnir að fá hringingar frá bareigendum sem voru með lokað hjá sér en bentu okkur á að aðrir barir væru opnir.“ Á mánudagskvöld komst lögreglan að því að þrír barir væru opnir þótt þeir væru ekki með tilskilin leyfi til þess að hafa opið. Á þriðjudeginum voru síðan fjórir staðir með opið sem ekki voru með leyfi til þess. Staðirnir fengu viðvörun frá lögreglu en verði þeir opnaðir að nýju gætu eigendur þeirra átt von á sekt sem getur numið allt að hálfri milljón króna. „Vonandi fá svo bara allir að hafa opið eftir 25. maí líkt og talað hefur verið um. Þá dreifist fólk betur og hefur meira val,“ segir Jóhann.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Veitingastaðir Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Sjá meira