Sport

Conor sendi fjölskyldu síns mesta óvinar góðar kveðjur

Anton Ingi Leifsson skrifar
Conor sýndi á sér sjaldséða hlið í gærkvöldi.
Conor sýndi á sér sjaldséða hlið í gærkvöldi. vísir/getty

Baradagakapparnir Conor McGregor og Khabib Nurmagomedov eru langt því frí að vera bestu vinir en Írinn Conor sendi hins vegar fjölskyldu Khabib og föður hans góðar kveðjur í gærkvöldi en faðirinn liggur þungt haldinn á spítala.

Faðir Khabib, Abdulmanap Nurmagomedov, var fluttur á spítala fyrr í mánuðinum en grunur var að hann væri með lungnabólgu. Einnig var kannað hvort að hann væri með COVID-19 sjúkdóminn en svo var ekki.

Frá því að hann var fluttur inn á spítala fyrr í mánuðinum hefur heilsu hans hrakað mikið og berst hinn 57 ára gamli Abdulmanap nú fyrir lífi sínu.

„Bið fyrir því að Abdulmanap Nurmagomdevov jafni sig. Maður sem á fleiri heimsmeistaratitla, þvert á allar bardagaíþróttir, en við vitum um. Sannur bardagasnillingur! Það hryggir mig að heyra þessar fréttir í kvöld og bið fyrir Nurmagodemov fjölskyldunni á þessum tímum,“ sagði Conor.

Conor og Khabib hafa háð margar rimmurnar bæði á samfélagsmiðlum og á ýmsum stöðum eftir að þeir börðust árið 2018 en þá hafði Khabib betur í fjórðu lotu. Þeir hafa verið duglegir að skjóta á hvorn annan og hatrið er mikið þeirra á milli.

Það var ekki bara Conor McGregor sem sendi fjölskyldu Khabib kveðjur því Dana White, forseti UFC, sendi fjölskyldunni einnig batakveðjur á Twitter í gær.

MMA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×