Björgunarsveitir aðstoða við sýnaflutninga vegna veðurs Sylvía Hall skrifar 4. apríl 2020 21:20 Mikið hefur mætt á björgunarsveitum landsins í dag enda vonskuveður um allt land. Spáð er verra veðri á morgun og eru Íslendingar hvattir til þess að halda sig heima. Landsbjörg Björgunarsveitir á Vestfjörðum, Norðurlandi vestra og Austurlandi hafa aðstoðað við sýnaflutninga í dag vegna veðurs, en víða á landinu er aftakaveður og hefur Veðurstofa Íslands gefið út appelsínugula viðvörun fyrir landið allt utan höfuðborgarsvæðisins á morgun. Björgunarsveit Hornafjarðar var ein þeirra björgunarsveita sem aðstoðaði við sýnaflutning í dag. Friðrik Jónas Friðriksson, formaður svæðisstjórnar björgunarsveitarinnar á Hornafirði, segir flutninginn hafa gengið vel þrátt fyrir veður. „Það var brjálað veður en margar hendur unnu létt verk og það lögðust margir á verkið, bæði sjúkraflutningar, lögregla og björgunarsveit,“ segir Friðrik í samtali við Vísi. Ákveðið hafi verið að flytja sýnin í dag þar sem ekki er útlit fyrir að slíkt myndi takast á morgun, en þó svo að veðrið sé slæmt í dag er spáð enn verra veðri á morgun. „Við þurftum að fá aðstoð björgunarsveitarinnar Kára í Öræfum og Dagrenningar á Hvolsvelli við þennan flutning, því veðrið var komið í 50 metra og svo var orðið brjálað undir Eyjafjöllunum.“ Landhelgisgæslan flutti sýnin yfir djúpið Fyrir vestan þurftu bjorgunarsveitir að flytja sýni yfir Steingrímsfjarðarheiði þar sem lítið skyggni og vonskuveður var. Landhelgisgæslan flutti svo sýnin yfir djúpið þar sem björgunarsveitarfólk tók á móti þeim og skutlaði þeim landleiðina áfram til móts við þá sem flytja þau í bæinn. Í myndbandinu hér að neðan má sjá aðstæður á Steingrímsfjarðarheiði í dag. Klippa: Björgunarsveitir aðstoða við sýnaflutninga Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir margar björgunarsveitir hafa tekið þátt í flutningum í dag. Þá hafi einnig verið mörg útköll vegna bíla sem lentu í vandræðum vegna veðurs. Sjá einnig: Hafa þurft að aðstoða fjölda Íslendinga á ferðalagi um Suðurland Hann segir ekkert ferðaveður vera á landinu, skyggni sé víða slæmt og mikið hvassviðri. Hann hvetur fólk til þess að fylgja fyrirmælum Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns og halda sig heima. „Mjög mikilvægt að við tökum á þessu saman, við erum víst öll saman í þessu,“ segir Davíð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Björgunarsveitir Tengdar fréttir Hafa þurft að aðstoða fjölda Íslendinga á ferðalagi um Suðurland Vonskuveður er á svæðinu, ekkert skyggni og mjög hvasst að sögn Orra Örvarssonar, formanns björgunarsveitarinnar Víkverja í Vík. 4. apríl 2020 16:27 Víða lokanir eða ófært vegna veðurs Mikið hvassviðri verður á landinu um helgina og bætir í vind og ofankomu í kvöld. 4. apríl 2020 15:26 Appelsínugul viðvörun um land allt Veðurstofa Íslands hefur gefið út appelsínugula viðvörun fyrir landið allt, nema höfuðborgarsvæðið, vegna vonskuveðurs á morgun. 4. apríl 2020 13:31 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Fleiri fréttir Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Sjá meira
Björgunarsveitir á Vestfjörðum, Norðurlandi vestra og Austurlandi hafa aðstoðað við sýnaflutninga í dag vegna veðurs, en víða á landinu er aftakaveður og hefur Veðurstofa Íslands gefið út appelsínugula viðvörun fyrir landið allt utan höfuðborgarsvæðisins á morgun. Björgunarsveit Hornafjarðar var ein þeirra björgunarsveita sem aðstoðaði við sýnaflutning í dag. Friðrik Jónas Friðriksson, formaður svæðisstjórnar björgunarsveitarinnar á Hornafirði, segir flutninginn hafa gengið vel þrátt fyrir veður. „Það var brjálað veður en margar hendur unnu létt verk og það lögðust margir á verkið, bæði sjúkraflutningar, lögregla og björgunarsveit,“ segir Friðrik í samtali við Vísi. Ákveðið hafi verið að flytja sýnin í dag þar sem ekki er útlit fyrir að slíkt myndi takast á morgun, en þó svo að veðrið sé slæmt í dag er spáð enn verra veðri á morgun. „Við þurftum að fá aðstoð björgunarsveitarinnar Kára í Öræfum og Dagrenningar á Hvolsvelli við þennan flutning, því veðrið var komið í 50 metra og svo var orðið brjálað undir Eyjafjöllunum.“ Landhelgisgæslan flutti sýnin yfir djúpið Fyrir vestan þurftu bjorgunarsveitir að flytja sýni yfir Steingrímsfjarðarheiði þar sem lítið skyggni og vonskuveður var. Landhelgisgæslan flutti svo sýnin yfir djúpið þar sem björgunarsveitarfólk tók á móti þeim og skutlaði þeim landleiðina áfram til móts við þá sem flytja þau í bæinn. Í myndbandinu hér að neðan má sjá aðstæður á Steingrímsfjarðarheiði í dag. Klippa: Björgunarsveitir aðstoða við sýnaflutninga Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir margar björgunarsveitir hafa tekið þátt í flutningum í dag. Þá hafi einnig verið mörg útköll vegna bíla sem lentu í vandræðum vegna veðurs. Sjá einnig: Hafa þurft að aðstoða fjölda Íslendinga á ferðalagi um Suðurland Hann segir ekkert ferðaveður vera á landinu, skyggni sé víða slæmt og mikið hvassviðri. Hann hvetur fólk til þess að fylgja fyrirmælum Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns og halda sig heima. „Mjög mikilvægt að við tökum á þessu saman, við erum víst öll saman í þessu,“ segir Davíð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Björgunarsveitir Tengdar fréttir Hafa þurft að aðstoða fjölda Íslendinga á ferðalagi um Suðurland Vonskuveður er á svæðinu, ekkert skyggni og mjög hvasst að sögn Orra Örvarssonar, formanns björgunarsveitarinnar Víkverja í Vík. 4. apríl 2020 16:27 Víða lokanir eða ófært vegna veðurs Mikið hvassviðri verður á landinu um helgina og bætir í vind og ofankomu í kvöld. 4. apríl 2020 15:26 Appelsínugul viðvörun um land allt Veðurstofa Íslands hefur gefið út appelsínugula viðvörun fyrir landið allt, nema höfuðborgarsvæðið, vegna vonskuveðurs á morgun. 4. apríl 2020 13:31 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Fleiri fréttir Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Sjá meira
Hafa þurft að aðstoða fjölda Íslendinga á ferðalagi um Suðurland Vonskuveður er á svæðinu, ekkert skyggni og mjög hvasst að sögn Orra Örvarssonar, formanns björgunarsveitarinnar Víkverja í Vík. 4. apríl 2020 16:27
Víða lokanir eða ófært vegna veðurs Mikið hvassviðri verður á landinu um helgina og bætir í vind og ofankomu í kvöld. 4. apríl 2020 15:26
Appelsínugul viðvörun um land allt Veðurstofa Íslands hefur gefið út appelsínugula viðvörun fyrir landið allt, nema höfuðborgarsvæðið, vegna vonskuveðurs á morgun. 4. apríl 2020 13:31