„Grafalvarlegt ef Icelandair færi í þrot“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. maí 2020 10:41 Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri hjá Bláa lóninu, segir það grafalvarlegt ef Icelandair færi í þrot. Vísir/Baldur Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri hjá Bláa lóninu og fyrrverandi framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að ef Icelandair yrði gjaldþrota myndi það þýða að batanum í efnahagslífinu hér á landi yrði seinkað um eitt til tvö ár. Gjaldþrot flugfélagsins yrði gríðarlegt áfall, ekki aðeins fyrir ferðaþjónustuna heldur efnahagslífið í heild sinni, þar sem flugtíðni fyrirtækisins sé ekki síður mikilvæg fyrir útflutningsgreinar eins og sjávarútveginn. Rætt var við Helgu í Bítinu á Bylgjunni í morgun um stöðuna í ferðaþjónustunni og þá ákvörðun stjórnvalda að opna landið fyrir ferðamönnum þann 15. júní næstkomandi. Helga sagði það jákvætt fyrsta skref og mikla og góða viðleitni af hálfu stjórnvalda til þess að reyna að draga úr efnahagslegum áhrifum kórónuveirufaraldursins. Hins vegar væri mikil óvissa í kortunum, til að mynda varðandi flug til landsins, aðra markaði og ferðavilja fólks. Þá benti hún á að þótt nú væri horft til þess að bjarga einhverjum þætti af ferðasumrinu þá taki við annar vetur og það sé ekki háönnin í ferðaþjónustunni hér, til að mynda hvað varðar flugtíðni. Liði miklu betur að vita af einhverri flugtíðni Aðspurð hvort hún væri uggandi yfir næsta vetri sagði Helga: „Já, ég allavega án þess að vilja vera neikvæð en mér liði miklu betur að vita af einhverri flugtíðni. Nú vitum við um erfiða stöðu Icelandair og það yrði auðvitað grafalvarlegt ef Icelandair færi í þrot vegna þess að eins og í fyrra þá voru hátt í þrjátíu flugfélög að fljúga til landsins yfir sumartímann, ellefu yfir vetrarmánuðina. En það skiptir sköpum fyrir okkur að við séum með flugfélag sem byggir á Íslandi sem miðstöð í svona tengiflugi eins og leiðakerfi Icelandair er. Það að vera með einhver flugfélög sem koma einu sinni, tvisvar, þrisvar í viku frá einum áfangastað það telur ekkert eins og svona umsvif.“ Icelandair væri þannig algjört hryggjarstykki fyrir ferðaþjónustuna. „Og ég vil meina það að ef að það færi allt á versta veg þá erum við bara að seinka batanum um eitt til tvö ár,“ sagði Helga. Þá væri alveg klárt að gjaldþrot Icelandair myndi skaða ímynd landsins. „Það yrði mjög, mjög vont hvernig sem á hlutina er litið og gríðarlegt áfall ekki bara fyrir ferðaþjónustuna heldur efnahagslífið í heild sinni því auðvitað skiptir líka tíðnin mikið máli fyrir aðrar útflutningsgreinar eins og sjávarútveginn,“ sagði Helga í Bítinu í morgun en hlusta má á viðtalið við hana í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Icelandair Bítið Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri hjá Bláa lóninu og fyrrverandi framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að ef Icelandair yrði gjaldþrota myndi það þýða að batanum í efnahagslífinu hér á landi yrði seinkað um eitt til tvö ár. Gjaldþrot flugfélagsins yrði gríðarlegt áfall, ekki aðeins fyrir ferðaþjónustuna heldur efnahagslífið í heild sinni, þar sem flugtíðni fyrirtækisins sé ekki síður mikilvæg fyrir útflutningsgreinar eins og sjávarútveginn. Rætt var við Helgu í Bítinu á Bylgjunni í morgun um stöðuna í ferðaþjónustunni og þá ákvörðun stjórnvalda að opna landið fyrir ferðamönnum þann 15. júní næstkomandi. Helga sagði það jákvætt fyrsta skref og mikla og góða viðleitni af hálfu stjórnvalda til þess að reyna að draga úr efnahagslegum áhrifum kórónuveirufaraldursins. Hins vegar væri mikil óvissa í kortunum, til að mynda varðandi flug til landsins, aðra markaði og ferðavilja fólks. Þá benti hún á að þótt nú væri horft til þess að bjarga einhverjum þætti af ferðasumrinu þá taki við annar vetur og það sé ekki háönnin í ferðaþjónustunni hér, til að mynda hvað varðar flugtíðni. Liði miklu betur að vita af einhverri flugtíðni Aðspurð hvort hún væri uggandi yfir næsta vetri sagði Helga: „Já, ég allavega án þess að vilja vera neikvæð en mér liði miklu betur að vita af einhverri flugtíðni. Nú vitum við um erfiða stöðu Icelandair og það yrði auðvitað grafalvarlegt ef Icelandair færi í þrot vegna þess að eins og í fyrra þá voru hátt í þrjátíu flugfélög að fljúga til landsins yfir sumartímann, ellefu yfir vetrarmánuðina. En það skiptir sköpum fyrir okkur að við séum með flugfélag sem byggir á Íslandi sem miðstöð í svona tengiflugi eins og leiðakerfi Icelandair er. Það að vera með einhver flugfélög sem koma einu sinni, tvisvar, þrisvar í viku frá einum áfangastað það telur ekkert eins og svona umsvif.“ Icelandair væri þannig algjört hryggjarstykki fyrir ferðaþjónustuna. „Og ég vil meina það að ef að það færi allt á versta veg þá erum við bara að seinka batanum um eitt til tvö ár,“ sagði Helga. Þá væri alveg klárt að gjaldþrot Icelandair myndi skaða ímynd landsins. „Það yrði mjög, mjög vont hvernig sem á hlutina er litið og gríðarlegt áfall ekki bara fyrir ferðaþjónustuna heldur efnahagslífið í heild sinni því auðvitað skiptir líka tíðnin mikið máli fyrir aðrar útflutningsgreinar eins og sjávarútveginn,“ sagði Helga í Bítinu í morgun en hlusta má á viðtalið við hana í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Icelandair Bítið Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira