Körfubolti

Fær allavega eitt tækifæri í viðbót til að koma Hamri upp í Domino´s deildina

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Dalmay fær annað tækifæri til að koma Hamri upp um deild.
Dalmay fær annað tækifæri til að koma Hamri upp um deild. Facebook-síða Hamars

Máté Dalmay heldur áfram sem þjálfari karlaliðs Hamars sem leikur í næst efstu deild. Dalmay lét KKÍ heyra það í kjölfar ákvörðunar sambandsins um að blása tímabilið hér heima af.

Var samningur hans framlengdur um eitt ár í dag. Frá þessu var greint á Facebook-síðu körfuknattleiksdeild Hamars.

Sjá einnig: Brjálaður út í KKÍ | Eins og að missa einhvern nákominn

Lið Hamars var í 2. sæti fyrstu deildar með 19 sigurleiki og aðeins þrjú töp þegar Körfuknattleikssamband Íslands ákvað að aflýsa tímabilinu hér heima og þar með ljóst að Hamar kemst ekki upp í Domino´s deild karla að sinni.

Dalmay var vægast sagt ósáttur með ákvörðun KKÍ eins og var fjallað um hér á Vísi sem og í Sportpakka Stöðvar 2. Þá taldi körfuknattleiksdeild Hamars ákvörðun KKÍ ólöglega.


Tengdar fréttir

Hamar telur ákvörðun KKÍ ólöglega

Körfuknattleiksdeild Hamars telur ákvörðun Körfuknattleikssambands Íslands ólöglega en sambandið ákvað að keppni í körfubolta hér á landi yrði ekki kláruð. Þýddi það að Hamar fór ekki upp í Domino´s deild karla, sem stefndi í.

Kjartan Atli: Hefði núllað þetta tímabil út

Kjartan Atli Kjartansson, umsjónarmaður Domino´s Körfuboltakvölds bauð upp á sitt „hot take“ á ákvörðun KKÍ um að færa lið á milli deilda þótt að úrslit mótsins væru ekki ráðin.

Hannes: Sparið stóru orðin

„Í heildina skynja ég meiri ánægju,“ sagði Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, í Sportinu í dag þegar hann var spurður hvernig formenn körfuknattleiksdeilda landsins hefðu tekið ákvörðun stjórnar KKÍ um lok tímabilsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×