Sara um nýja samninginn sinn við VW: Mér finnst þetta ekki vera ég Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. apríl 2020 09:00 Sara Sigmundsdóttir, afrekskona í CrossFit. Vísir/Egill Íslenska CrossFit konan Sara Sigmundsdóttir skrifaði fyrir helgi undir risa samning við þýska bílaframleiðandann Volkswagen og er andlit fyrirtækisins á heimsvísu. Hún segir þetta vera stórt skref á sínum atvinnumannaferli. Sara hitti Svövu Kristínu Grétarsdóttur fyrir íþróttafréttirnar á Stöð 2 og ræddi við hana um þessi stóru tímamót á sínum ferli en þetta er sögulegur samningur við CrossFit heiminn. „Ég er fyrsta manneskjan í CrossFit til að fá svona risafyrirtæki til að styrkja mig og vera sendiherra fyrir Volkswagen. Þetta er svakalegt,“ sagði Sara Sigmundsdóttir um nýja samninginn sinn. „Mér finnst þetta ekki vera ég og er ennþá bara í skýjunum yfir þessu. Ég er sú fyrsta til að fá bílastyrktaraðila í CrossFit heiminum,“ sagði Sara. Söru hefur gengið mjög vel í síðustu mótum en er hún að nálgast toppinn á sínum ferli. „Ég myndi segja að ég eigi fjögur til fimm góð ár eftir. Það er allt að smella hjá mér núna einhvern veginn. Þetta tekur alltaf nokkur ár,“ sagði Sara. „Ég var ekki í íþróttum þegar ég var yngri og hafði aldrei unnið eitthvað með þjálfara og svona. Það tók mig smá tíma til að átta mig á því hvað hentar mér best,“ sagði Sara. „Hausinn er líka búinn að vera á sínum stað og þetta er bara gaman aftur. Ég horfði yfir ferilinn minn eftir heimsleikana á síðasta ári og reyndi að finna út hvað það væri sem gæfi mér bensínið til að vilja gera þetta í stað þess að þvinga mig til að gera þetta,“ sagði Sara. „Mér finnst ógeðslega gaman að vinna, ekki að vinna móti heldur bara að vinna hart að einhverju. Ég var að vinna með þjálfara sem var ekki að henta mér nægilega vel. Um leið og sú breyting kom þá allt í einu small eitthvað hjá mér,“ sagði Sara. Það má finna allt viðtalið hér fyrir neðan. CrossFit Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Sjá meira
Íslenska CrossFit konan Sara Sigmundsdóttir skrifaði fyrir helgi undir risa samning við þýska bílaframleiðandann Volkswagen og er andlit fyrirtækisins á heimsvísu. Hún segir þetta vera stórt skref á sínum atvinnumannaferli. Sara hitti Svövu Kristínu Grétarsdóttur fyrir íþróttafréttirnar á Stöð 2 og ræddi við hana um þessi stóru tímamót á sínum ferli en þetta er sögulegur samningur við CrossFit heiminn. „Ég er fyrsta manneskjan í CrossFit til að fá svona risafyrirtæki til að styrkja mig og vera sendiherra fyrir Volkswagen. Þetta er svakalegt,“ sagði Sara Sigmundsdóttir um nýja samninginn sinn. „Mér finnst þetta ekki vera ég og er ennþá bara í skýjunum yfir þessu. Ég er sú fyrsta til að fá bílastyrktaraðila í CrossFit heiminum,“ sagði Sara. Söru hefur gengið mjög vel í síðustu mótum en er hún að nálgast toppinn á sínum ferli. „Ég myndi segja að ég eigi fjögur til fimm góð ár eftir. Það er allt að smella hjá mér núna einhvern veginn. Þetta tekur alltaf nokkur ár,“ sagði Sara. „Ég var ekki í íþróttum þegar ég var yngri og hafði aldrei unnið eitthvað með þjálfara og svona. Það tók mig smá tíma til að átta mig á því hvað hentar mér best,“ sagði Sara. „Hausinn er líka búinn að vera á sínum stað og þetta er bara gaman aftur. Ég horfði yfir ferilinn minn eftir heimsleikana á síðasta ári og reyndi að finna út hvað það væri sem gæfi mér bensínið til að vilja gera þetta í stað þess að þvinga mig til að gera þetta,“ sagði Sara. „Mér finnst ógeðslega gaman að vinna, ekki að vinna móti heldur bara að vinna hart að einhverju. Ég var að vinna með þjálfara sem var ekki að henta mér nægilega vel. Um leið og sú breyting kom þá allt í einu small eitthvað hjá mér,“ sagði Sara. Það má finna allt viðtalið hér fyrir neðan.
CrossFit Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Sjá meira