Íbúi á Bergi í Bolungarvík látinn af völdum Covid-19 Eiður Þór Árnason skrifar 6. apríl 2020 10:20 Bolungarvík undir Traðarhyrnu. Vísir/Samúel Karl Íbúi á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík lést í gær af völdum Covid-19, samkvæmt upplýsingum frá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Sex hafa nú látist hér á landi vegna kórónuveirunnar. Fréttamiðilinn Bæjarins besta á Ísafirði greinir frá því að nafn hins látna sé Gunnsteinn Svavar Sigurðsson og hefur eftir dóttur hans. Gunnsteinn var fyrsti íbúinn á Bergi sem greindist með veiruna. Hann var fæddur árið 1938 og búsettur í Bolungarvík. Alvarlegt ástand á hjúkrunarheimilinu Tveir eru sýktir af Covid-19 á Bergi og er búið að taka sýni af þremur öðrum heimilismönnum sem eru þar í einangrun, segir í tilkynningu frá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Gylfi Ólafsson, forstjóri stofnunarinnar sagði í gær að ástandið á hjúkrunarheimilinu væri alvarlegt. Meirihluti fastra starfsmanna á hjúkrunarheimilinu er nú sagður vera í einangrun, þar af fimm með staðfest smit. Fimm íbúar eru í sóttkví án einkenna. Aðrir fastir starfsmenn utan þriggja eru í sóttkví og er heimilinu því sinnt nær eingöngu af fólki úr bakvarðasveit eða öðrum deildum stofnunarinnar. Liðsafli hefur þegar borist úr bakvarðasveit og von er á fleirum með þyrlu Landhelgisgæslunnar seinna í dag ef veður leyfir. Annað dauðsfallið í gær af völdum Covid-19 Um er að ræða annað dauðsfallið í gær af völdum Covid-19 sjúkdómsins sem kórónuveiran veldur. Sigurður Sverrisson, flugvirki og afreksmaður í bridge, andaðist á Landspítalanum í gær eftir baráttu við sjúkdóminn. Hann var fæddur árið 1953. Alls hafa sex nú látist af völdum Covid-19 hér á landi. Fyrst lést ástralskur ferðamaður á Húsavík þann 17. mars og svo rúmlega sjötug kona þann 23. mars á gjörgæslu Landspítalans. Síðasta fimmtudag var tilkynnt um tvö andlát þar til viðbótar, þar af fráfall 75 ára eiginmanns konunnar sem hafði látist af sömu sökum rúmri viku fyrr. 38 einstaklingar eru nú innlagðir á sjúkrahús vegna Covid-19 samkvæmt nýjustu upplýsingum og þar af 12 á gjörgæslu. Átta eru í öndunarvél vegna sjúkdómsins á Landspítalanum. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bolungarvík Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira
Íbúi á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík lést í gær af völdum Covid-19, samkvæmt upplýsingum frá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Sex hafa nú látist hér á landi vegna kórónuveirunnar. Fréttamiðilinn Bæjarins besta á Ísafirði greinir frá því að nafn hins látna sé Gunnsteinn Svavar Sigurðsson og hefur eftir dóttur hans. Gunnsteinn var fyrsti íbúinn á Bergi sem greindist með veiruna. Hann var fæddur árið 1938 og búsettur í Bolungarvík. Alvarlegt ástand á hjúkrunarheimilinu Tveir eru sýktir af Covid-19 á Bergi og er búið að taka sýni af þremur öðrum heimilismönnum sem eru þar í einangrun, segir í tilkynningu frá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Gylfi Ólafsson, forstjóri stofnunarinnar sagði í gær að ástandið á hjúkrunarheimilinu væri alvarlegt. Meirihluti fastra starfsmanna á hjúkrunarheimilinu er nú sagður vera í einangrun, þar af fimm með staðfest smit. Fimm íbúar eru í sóttkví án einkenna. Aðrir fastir starfsmenn utan þriggja eru í sóttkví og er heimilinu því sinnt nær eingöngu af fólki úr bakvarðasveit eða öðrum deildum stofnunarinnar. Liðsafli hefur þegar borist úr bakvarðasveit og von er á fleirum með þyrlu Landhelgisgæslunnar seinna í dag ef veður leyfir. Annað dauðsfallið í gær af völdum Covid-19 Um er að ræða annað dauðsfallið í gær af völdum Covid-19 sjúkdómsins sem kórónuveiran veldur. Sigurður Sverrisson, flugvirki og afreksmaður í bridge, andaðist á Landspítalanum í gær eftir baráttu við sjúkdóminn. Hann var fæddur árið 1953. Alls hafa sex nú látist af völdum Covid-19 hér á landi. Fyrst lést ástralskur ferðamaður á Húsavík þann 17. mars og svo rúmlega sjötug kona þann 23. mars á gjörgæslu Landspítalans. Síðasta fimmtudag var tilkynnt um tvö andlát þar til viðbótar, þar af fráfall 75 ára eiginmanns konunnar sem hafði látist af sömu sökum rúmri viku fyrr. 38 einstaklingar eru nú innlagðir á sjúkrahús vegna Covid-19 samkvæmt nýjustu upplýsingum og þar af 12 á gjörgæslu. Átta eru í öndunarvél vegna sjúkdómsins á Landspítalanum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bolungarvík Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira