„Þetta tekur verulega á“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 6. apríl 2020 13:12 Gylfi Ólafsson forstjóri heilbrigðisstofnunar Vestfjarða hefur þurft að kalla til fólk úr bakvarðasveit til að manna deildir. Ástandið á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík er alvarlegt. Líkt og fréttastofa greindi frá í morgun lést íbúi á hjúkrunarheimilinu í gær úr Covid-19 sjúkdómnum. Tveir heimilismenn eru með staðfest smit og þrír aðrir sæta einangrun. Sjá nánar: Íbúi á Bergi látinn af völdum Covid-19 Gylfi Ólafsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða, var í hádegisfréttum Bylgjunnar spurður út í líðan íbúanna á Bergi og hvort ótti hafi gripið um sig á meðal þeirra. „Það er augljóst að þetta tekur verulega á bæði íbúa en líka starfsmenn. Langstærstur hluti starfsmanna er í sóttkví eða einangrun, meira og minna veikir þannig að það tekur verulega á fólk að þurfa að takast á við það á sama tíma og vinnustaðurinn þeirra og fólkið sem það hefur sinnt og annast um sé í þessum skrítnu og erfiðu aðstæðum.“ Meirihluti fastra starfsmanna á hjúkrunarheimilinu eru í einangrun en þar af eru fimm með staðfest smit. Aðrir fastir starfsmenn utan þriggja eru í sóttkví og er heimilinu nær alfarið sinnt af bakvarðasveit. Von er á liðsauka með þyrlu Landhelgisgæslunnar seinna í dag ef veður leyfir. „Við erum núna með fólk sem kom um og fyrir helgi sem hefur verið að taka mjög langar vaktir. Við væntum þess og vonum að veður leyfi þyrlu Landhelgisgæslunnar að flytja til okkar tíu manns úr bakvarðasveit úr Reykjavík hingað seinni partinn og þá verðum við komin fyrir vind. Síðan munu fleiri koma eftir því sem líður á vikuna. Okkur sýnist núna þetta vera komið í þokkalegt stand en það breytir ekki því að starfsmenn eru veikir og íbúar eru veikir og eru og verða í sóttkví þannig að heimilishaldið á Bergi er ekki og verður ekki með hefðbundnu sniði næstu vikur.“ En hvernig standa málin á Vestfjörðum? Er útbreiðslan mikil? „Það er hópsmit á Ísafirði og í Bolungarvík og eitt staðfest smit á Flateyri. Í morgun tóku gildi hertar samkomureglur og hertar reglur um skólahald á Þingeyri, Suðureyri, Súðavík og Flateyri, í stíl við það sem verið hefur hér á Ísafirði og Bolungarvík. Ástæðan fyrir því er sú að það er mikill samgangur á milli þessara byggðarkjarna, sömu búðir sem fólk verslar í og svo framvegis og sama atvinnusvæðið og þar með var talið líklegt að ef það væru smit á Ísafirði og Bolungarvík þá myndu þau fara að dreifa sér annars staðar líka,“ sagði Gylfi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bolungarvík Tengdar fréttir Íbúi á Bergi í Bolungarvík látinn af völdum Covid-19 Íbúi á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík lést í gær úr Covid-19 samkvæmt upplýsingum frá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. 6. apríl 2020 10:20 Grafalvarleg staða er á hjúkrunarheimili í Bolungarvík Fimm manna samkomubann gildir nú á öllum norðanverðum Vestfjörðum eftir að aðgerðir voru hertar. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða segir stöðuna alvarlega á hjúkrunarheimilinu Bergi þar sem nokkur smit hafa greinst hjá íbúum og starfsfólki. 5. apríl 2020 23:55 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Sjá meira
Ástandið á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík er alvarlegt. Líkt og fréttastofa greindi frá í morgun lést íbúi á hjúkrunarheimilinu í gær úr Covid-19 sjúkdómnum. Tveir heimilismenn eru með staðfest smit og þrír aðrir sæta einangrun. Sjá nánar: Íbúi á Bergi látinn af völdum Covid-19 Gylfi Ólafsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða, var í hádegisfréttum Bylgjunnar spurður út í líðan íbúanna á Bergi og hvort ótti hafi gripið um sig á meðal þeirra. „Það er augljóst að þetta tekur verulega á bæði íbúa en líka starfsmenn. Langstærstur hluti starfsmanna er í sóttkví eða einangrun, meira og minna veikir þannig að það tekur verulega á fólk að þurfa að takast á við það á sama tíma og vinnustaðurinn þeirra og fólkið sem það hefur sinnt og annast um sé í þessum skrítnu og erfiðu aðstæðum.“ Meirihluti fastra starfsmanna á hjúkrunarheimilinu eru í einangrun en þar af eru fimm með staðfest smit. Aðrir fastir starfsmenn utan þriggja eru í sóttkví og er heimilinu nær alfarið sinnt af bakvarðasveit. Von er á liðsauka með þyrlu Landhelgisgæslunnar seinna í dag ef veður leyfir. „Við erum núna með fólk sem kom um og fyrir helgi sem hefur verið að taka mjög langar vaktir. Við væntum þess og vonum að veður leyfi þyrlu Landhelgisgæslunnar að flytja til okkar tíu manns úr bakvarðasveit úr Reykjavík hingað seinni partinn og þá verðum við komin fyrir vind. Síðan munu fleiri koma eftir því sem líður á vikuna. Okkur sýnist núna þetta vera komið í þokkalegt stand en það breytir ekki því að starfsmenn eru veikir og íbúar eru veikir og eru og verða í sóttkví þannig að heimilishaldið á Bergi er ekki og verður ekki með hefðbundnu sniði næstu vikur.“ En hvernig standa málin á Vestfjörðum? Er útbreiðslan mikil? „Það er hópsmit á Ísafirði og í Bolungarvík og eitt staðfest smit á Flateyri. Í morgun tóku gildi hertar samkomureglur og hertar reglur um skólahald á Þingeyri, Suðureyri, Súðavík og Flateyri, í stíl við það sem verið hefur hér á Ísafirði og Bolungarvík. Ástæðan fyrir því er sú að það er mikill samgangur á milli þessara byggðarkjarna, sömu búðir sem fólk verslar í og svo framvegis og sama atvinnusvæðið og þar með var talið líklegt að ef það væru smit á Ísafirði og Bolungarvík þá myndu þau fara að dreifa sér annars staðar líka,“ sagði Gylfi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bolungarvík Tengdar fréttir Íbúi á Bergi í Bolungarvík látinn af völdum Covid-19 Íbúi á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík lést í gær úr Covid-19 samkvæmt upplýsingum frá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. 6. apríl 2020 10:20 Grafalvarleg staða er á hjúkrunarheimili í Bolungarvík Fimm manna samkomubann gildir nú á öllum norðanverðum Vestfjörðum eftir að aðgerðir voru hertar. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða segir stöðuna alvarlega á hjúkrunarheimilinu Bergi þar sem nokkur smit hafa greinst hjá íbúum og starfsfólki. 5. apríl 2020 23:55 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Sjá meira
Íbúi á Bergi í Bolungarvík látinn af völdum Covid-19 Íbúi á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík lést í gær úr Covid-19 samkvæmt upplýsingum frá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. 6. apríl 2020 10:20
Grafalvarleg staða er á hjúkrunarheimili í Bolungarvík Fimm manna samkomubann gildir nú á öllum norðanverðum Vestfjörðum eftir að aðgerðir voru hertar. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða segir stöðuna alvarlega á hjúkrunarheimilinu Bergi þar sem nokkur smit hafa greinst hjá íbúum og starfsfólki. 5. apríl 2020 23:55