Innlent

Svona var 37. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, og Alma Möller, landlæknir, á reglulegum upplýsingafundi.
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, og Alma Möller, landlæknir, á reglulegum upplýsingafundi. Lögreglan

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðar til upplýsingafundar fyrir blaðamenn klukkan 14 í Skógarhlíð 14. Fundurinn verður í beinni útsendingu á Vísi og nýrri sjónvarpsstöð, Stöð 2 Vísir. Þá verður fundurinn í textalýsingu í vaktinni að neðan.

Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn, Alma D. Möller og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir munu fara yfir stöðu mála með tilliti til COVID-19 hér á landi. Páll Matthíasson mun ræða verkefni Landspítala.

Gestir fundarins verða Páll Matthíasson forstjóri Landsítala en hann mun ræða verkefni spítalans og Anna Birna Jensdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunarheimilisins Sóltúns. Anna Birna mun ræða stöðu heimilisfólks á hjúkrunarheimilum og aðstandenda þeirra.

Uppfært: Horfa má á upptöku frá fundinum í heild sinni hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×