Innlent

Enginn greindist með veiruna síðasta sólar­hringinn

Atli Ísleifsson skrifar
Fjöldi virkra smita er nú tólf, líkt og í gær.
Fjöldi virkra smita er nú tólf, líkt og í gær. Vísir/vilhelm

Enginn greindist með kórónuveiruna hér á landi síðasta sólarhringinn samkvæmt nýuppfærðum tölum á Covid.is.

Greint var frá því í gær að eitt nýtt smit hafi greinst þann 12. maí, en smitin á Íslandi eru því nú 1.802 talsins.

Alls eru tólf manns í einangrun vegna kórónuveirusmits, en enginn er nú á sjúkrahúsi. Sem fyrr hafa alls tíu látist vegna veirunnar.

681 manns eru nú í sóttkví, en 19.778 hafa lokið sóttkví.

Tekin voru 551 sýni í gær – 183 á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans og 368 hjá Íslenskri erfðagreiningu. Í heildina hafa verið tekin 55.626 sýni.

Fréttin hefur verið uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×