Dana White reddar einkaeyju fyrir UFC bardaga í hverri viku Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. apríl 2020 10:00 Dana White, forseti UFC, ætlar ekki að láta neitt stoppa sig eða næsta bardagakvöld. EPA/SHAWN THEW Dana White, forseti UFC, ætlar ekki að gefa það upp á bátinn að halda UFC bardagakvöld þrátt fyrir útbreiðslu kórónuveirunnar út um allan heim. Hann telur sig nú vera búinn að finna lausnina. Mikil pressa hefur verið á UFC um að fresta bardagakvöldum sínum og nú síðast þurfti Dana White að finna nýjan mann í næsta stóra bardaga af því að Khabib Nurmagomedov afboðaði sig. Khabib er fastur í Rússlandi vegna veirunnar og komst hvergi. Það verður því ekkert að bardaga Khabib og Tony Ferguson á UFC 249 sem fara á fram 18. apríl næstkomandi. Kvöldið er samt enn á dagskrá en enginn veit enn hvar það fer fram. Tony Ferguson mætir þar Justin Gaethje. Dana is taking the UFC to the islands pic.twitter.com/nIp1XeshMW— ESPN MMA (@espnmma) April 7, 2020 Dana White er að hugsa út fyrir kassann og það má vissulega sjá á þessum nýjustu fréttum úr hans búðum. Dana White sagði TMZ frá næstu skrefum hjá UFC varðandi UFC 249 bardagakvöldið. Dana White segist þar vera mjög nálægt því að redda einkaeyju þar sem hann getur boðið upp á sín bardagakvöld. Hann myndi síðan fljúga með bardagakappana á staðinn í einkaflugvélum. Meðal þeirra sem berjast á UFC 249 og hugsanlega á þessari einkaeyju eru Rose Namajunas á móti Jessicu Andrade annars vegar og Francis Ngannou á móti Jairzinho Rozenstruik hins vegar. Greg Hardy, Ray Borg og Jeremy Stephens munu einnig berjast þetta hugsanlega sögulega kvöld. Dana White Securing Private Island for UFC Fights, 'Fights Every Week' https://t.co/EFpSkJvBEv— TMZ (@TMZ) April 7, 2020 Dana White lofar því að það verði passað vel upp á heilsu allra og að hver einasti verði skoðaður vel áður en sá hinn sami fái leyfi til að koma inn í salinn. Þessi bardagaeyja hljómar vissulega spennandi en eins og er þá veit enginn hvar hún er ekki einu sinni í hvaða heimsálfu hún er. Dana White segist hins vera við það að ganga frá samningum og því má búast við frekari fréttum fljótlega enda er bara aðeins ellefu dagar í UFC 249 bardagakvöldið. MMA Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti Fleiri fréttir Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Sjá meira
Dana White, forseti UFC, ætlar ekki að gefa það upp á bátinn að halda UFC bardagakvöld þrátt fyrir útbreiðslu kórónuveirunnar út um allan heim. Hann telur sig nú vera búinn að finna lausnina. Mikil pressa hefur verið á UFC um að fresta bardagakvöldum sínum og nú síðast þurfti Dana White að finna nýjan mann í næsta stóra bardaga af því að Khabib Nurmagomedov afboðaði sig. Khabib er fastur í Rússlandi vegna veirunnar og komst hvergi. Það verður því ekkert að bardaga Khabib og Tony Ferguson á UFC 249 sem fara á fram 18. apríl næstkomandi. Kvöldið er samt enn á dagskrá en enginn veit enn hvar það fer fram. Tony Ferguson mætir þar Justin Gaethje. Dana is taking the UFC to the islands pic.twitter.com/nIp1XeshMW— ESPN MMA (@espnmma) April 7, 2020 Dana White er að hugsa út fyrir kassann og það má vissulega sjá á þessum nýjustu fréttum úr hans búðum. Dana White sagði TMZ frá næstu skrefum hjá UFC varðandi UFC 249 bardagakvöldið. Dana White segist þar vera mjög nálægt því að redda einkaeyju þar sem hann getur boðið upp á sín bardagakvöld. Hann myndi síðan fljúga með bardagakappana á staðinn í einkaflugvélum. Meðal þeirra sem berjast á UFC 249 og hugsanlega á þessari einkaeyju eru Rose Namajunas á móti Jessicu Andrade annars vegar og Francis Ngannou á móti Jairzinho Rozenstruik hins vegar. Greg Hardy, Ray Borg og Jeremy Stephens munu einnig berjast þetta hugsanlega sögulega kvöld. Dana White Securing Private Island for UFC Fights, 'Fights Every Week' https://t.co/EFpSkJvBEv— TMZ (@TMZ) April 7, 2020 Dana White lofar því að það verði passað vel upp á heilsu allra og að hver einasti verði skoðaður vel áður en sá hinn sami fái leyfi til að koma inn í salinn. Þessi bardagaeyja hljómar vissulega spennandi en eins og er þá veit enginn hvar hún er ekki einu sinni í hvaða heimsálfu hún er. Dana White segist hins vera við það að ganga frá samningum og því má búast við frekari fréttum fljótlega enda er bara aðeins ellefu dagar í UFC 249 bardagakvöldið.
MMA Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti Fleiri fréttir Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Sjá meira