Fótbolti

Tyrkneskur knattspyrnumaður myrti fimm ára son sinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Cevher Toktas er 32 ára gamall og spilar nú með áhugamannaliðinu Bursa Yildirimspor.
Cevher Toktas er 32 ára gamall og spilar nú með áhugamannaliðinu Bursa Yildirimspor. AP/DHA

Tyrkneski knattspyrnumaðurinn Cevher Toktas hefur játað hryllilegan glæp sinn eftir að tyrkneska lögreglan handtók hann í gær.

Tyrkneska ríkisfréttastofan Anadolu segir frá máli Cevher Toktas sem er allt mjög óhuggulegt og tengist kórónuveirufaraldrinum á mjög leiðinlegan hátt.

Cevher Toktas myrti nefnilega fimm ára son sinn þegar hann var í meðhöndlun á sjúkrahús eftir að hafa smitast af COVID-19 sjúkdómum. Barnið kom á sjúkrahúsið með mikinn hita og átti erfitt með öndun.

Toktas hefur viðurkennt að hafa kæft son sinn til bana 4. maí síðastliðinn og notaði til þess kodda þar sem strákurinn lá í sjúkrarúminu sínu.

Toktas kom til lögreglunnar mörgum dögum síðar og játaði verknaðinn. Hann á að hafa haldið koddanum yfir andliti sonarins í fimmtán mínútur áður en strákurinn dó. Eftir það kallaði hann á lækni.

Toktas sagði engum í fjölskyldu sinni hvað hann hafði gert. Hann sagði við yfirheyrsluna að hafa aldrei elskað son sinn en að hann hafi fengið taugaáfall á sjúkrahúsinu og myrt soninn í því ástandi. Hann fékk seinna samviskubit og ákvað að játa glæp sinn.

Toktas er 32 ára gamall miðvörður sem spilar þessa dagana með áhugamannaliðinu Bursa Yildirimspor. Hann á að baki nokkra leiki í efstu deild í Tyrklandi með Hacettepe og Bursaspor.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×