Þáttur dagsins í #höldumáfram er með Martin Hermannssyni, einum besta körfuboltamanni landsins.
Martin fer hér yfir sprengikraftsæfingu fyrir þá sem vilja hoppa hærra og lengra.
Hoppæfingarnar sem Martin sýnir er hægt er að gera hvar sem er en mikilvægt að finna sér tröppur til að taka lokin á æfingunum. Æfingarnar þjálfa sprengikraftinn í löppunum sem eykur bæði hopp og hraða í sprettum.
Hinn landsþekkti körfuboltamaður Martin Hermannsson er einn sá albesti sem Ísland hefur alið. Hann var annar í vali íþróttamanns ársins 2019 og er í aðalhlutverki með íslenska landsliðinu. Martin spilar einnig með Alba Berlin, einu fremsta liði í Evrópu.
Verkefnið #höldumáfram snýr að því að hvetja fólk til að hugsa um líkamlega og andlega heilsu hvort sem það er að taka æfingu, fara í göngutúr, hugleiða eða hvað sem skiptir hvern og einn máli. En þessa dagana þarf fólk að gera það heima eða úti í náttúrunni. Sjá má fleiri æfingar hér fyrir neðan.
#höldumáfram er herferð á vegum Nocco. Í henni sýnir íþróttafólk og þjálfarar sniðugar æfingar. Einnig er fólk hvatt til að taka þátt á samfélagsmiðlum með myllumerkinu #höldumáfram, sýna frá því sem það er að gera en um leið hvetja vini og aðra til að gera slíkt hið sama. Halda áfram að hugsa um sig því líkamleg og andleg heilsa hafa sjaldan skipt jafn miklu máli. Ekki bara fyrir hvern og einn heldur samfélagið í heild.