Sport

Dana White fann stað fyrir bardagakvöldið sitt á verndarsvæði indjána

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Aðalbardagi kvöldsins verður á milli Tony Ferguson og Justin Gaethje.
Aðalbardagi kvöldsins verður á milli Tony Ferguson og Justin Gaethje. Skjámynd/UFC

Dana White, forseti UFC, er búinn að finna sér samastað fyrir UFC 249 bardagakvöldið og það fer ekki fram á einkaeyjunni sem hann taldi sig vera að landa í vikunnni.

New York Times segir að UFC 249 bardagakvöldið muni fara fram í Tachi Palace Resort Casino í Kaliforníu.

Á meðan öllum íþróttaviðburðum hefur verið frestað þá hefur Dana White staðið fastur á sínu og fullvissað alla um að UFC 249 bardagakvöldið myndi fara fram 18. aprí.

Khabib Nurmagomedov er fastur í Rússlandi og komst ekki til að berjast við Tony Ferguson en Ferguson mætir Justin Gaethje í hans stað.

Það er samkomubann í gildi í Kaliforníufylki en Dana White kemst framhjá því þar sem Tachi höllin er á verndarsvæði indjána og þar gilda sérreglur.

UFC 249 bardagakvöldið átti upphaflega að fara fram í New York en síðan öllu var lokað þar hefur Dana White verið að leita að nýjum keppnisstað.

Tachi Palace Resort Casino hefur reyndar verið lokað síðan 20. mars en mun opna sérstaklega fyrir UFC bardagakvöldið sem fer fram eftir aðeins tíu daga.

Höllin er á verndarsvæði Santa Rosa indjána í Kaliforníu. Enginn áhorfandi fær að mæta á kvöldið en að verður væntanlega vinsælt sjónvarpsefni þetta kvöld.

Bardagar kvöldsins.Skjámynd/UFC



Fleiri fréttir

Sjá meira


×