Martin stefnir á að reyna fyrir sér í NBA-deildinni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. apríl 2020 14:00 Martin varð bikarmeistari með Alba Berlín fyrr á þessu ári áður. Hann stefnir nú á NBA-deildina. Vísir/City-Press Martin Hermannsson, leikmaður Alba Berlín í þýsku úrvalsdeildinni og EuroLeague, stefnir á að reyna fyrir sér í NBA-deildinni en samningur hans við þýska liðið rennur út í sumar. Segist hann nú þegar vera búinn að fá boð um að koma og æfa. Þetta kemur fram í hlaðvarpinu Boltinn Lýgur Ekki á miðlinum Karfan.is. Þar fór Martin, sem er KR-ingur í húð og hár, yfir ferilinn til þessa og hvað framtíðin ber í skauti sér. Gaf hann það beint út að hann stefndi á að reyna fyrir sér í sumardeild NBA-deildarinnar næsta sumar. Boltinn Lýgur Ekki: Martin Hermannsson Finnst ég geta staðið í öllum þessum gaurum Ítarlegt spjall við leikmanninn um ferilinn til þessa, framtíðina og hæfileika hans í eldhúsinu#korfubolti https://t.co/2ph7SEHEH9 pic.twitter.com/TDUv5Ekx1K— Karfan (@Karfan_is) April 9, 2020 Tryggvi Hlinason, samherji Martins í íslenska landsliðinu og leikmaður Zaragoza í spænsku úrvalsdeildinni, reyndi fyrir sér í sumardeild NBA 2018 þegar hann lék með Toronto Raptors. Hann fékk ekki samning hjá liðinu sem varð NBA-meistari síðasta vor. Martin er alvarlega að íhuga að taka boðinu og þar með að taka þátt í sumardeildinni þar sem samningur hans við Berlínarliðið er að renna út, það er hins vegar enn óvíst hvort tímabilið í Þýskalandi verði klárað. „Það er allt í rugli og maður veit ekki hvernig þetta verður. Ég veit ekki hvort ég klári tímabilið með Alba Berlín,“ sagði Martin í hlaðvarpinu. Þá vildi hann ekki gefa upp hvaða NBA-lið hefði boðið honum til æfinga. Martin telur að reynsla hans úr EuroLeague, Evrópudeildinni í körfubolta og einni sterkustu deildí heimi, hafi sýnt honum að hann gæti vel spilað við þá bestu og að allir körfuboltamenn hefðu þann draum um að spila í NBA-deildinni. Nú er bara að bíða og sjá hvort draumur Martins verði að veruleika. Körfubolti Þýski boltinn NBA Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Fleiri fréttir „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ Sjá meira
Martin Hermannsson, leikmaður Alba Berlín í þýsku úrvalsdeildinni og EuroLeague, stefnir á að reyna fyrir sér í NBA-deildinni en samningur hans við þýska liðið rennur út í sumar. Segist hann nú þegar vera búinn að fá boð um að koma og æfa. Þetta kemur fram í hlaðvarpinu Boltinn Lýgur Ekki á miðlinum Karfan.is. Þar fór Martin, sem er KR-ingur í húð og hár, yfir ferilinn til þessa og hvað framtíðin ber í skauti sér. Gaf hann það beint út að hann stefndi á að reyna fyrir sér í sumardeild NBA-deildarinnar næsta sumar. Boltinn Lýgur Ekki: Martin Hermannsson Finnst ég geta staðið í öllum þessum gaurum Ítarlegt spjall við leikmanninn um ferilinn til þessa, framtíðina og hæfileika hans í eldhúsinu#korfubolti https://t.co/2ph7SEHEH9 pic.twitter.com/TDUv5Ekx1K— Karfan (@Karfan_is) April 9, 2020 Tryggvi Hlinason, samherji Martins í íslenska landsliðinu og leikmaður Zaragoza í spænsku úrvalsdeildinni, reyndi fyrir sér í sumardeild NBA 2018 þegar hann lék með Toronto Raptors. Hann fékk ekki samning hjá liðinu sem varð NBA-meistari síðasta vor. Martin er alvarlega að íhuga að taka boðinu og þar með að taka þátt í sumardeildinni þar sem samningur hans við Berlínarliðið er að renna út, það er hins vegar enn óvíst hvort tímabilið í Þýskalandi verði klárað. „Það er allt í rugli og maður veit ekki hvernig þetta verður. Ég veit ekki hvort ég klári tímabilið með Alba Berlín,“ sagði Martin í hlaðvarpinu. Þá vildi hann ekki gefa upp hvaða NBA-lið hefði boðið honum til æfinga. Martin telur að reynsla hans úr EuroLeague, Evrópudeildinni í körfubolta og einni sterkustu deildí heimi, hafi sýnt honum að hann gæti vel spilað við þá bestu og að allir körfuboltamenn hefðu þann draum um að spila í NBA-deildinni. Nú er bara að bíða og sjá hvort draumur Martins verði að veruleika.
Körfubolti Þýski boltinn NBA Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Fleiri fréttir „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ Sjá meira
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn