Guðni sendir utanríkisþjónustunni afmæliskveðju Sylvía Hall skrifar 10. apríl 2020 18:53 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. vísir/vilhelm Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sendi Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra kveðju í tilefni áttatíu ára afmælis utanríkisþjónustunnar á Íslandi. Þar þakkar hann starfsliði þjónustunnar fyrir farsæl störf. Í kveðjunni fer Guðni yfir upphaf og þróun utanríkisþjónustunnar. Það hafi verið hart í heimi fyrir áttatíu árum síðan þegar styrjöld geisaði í Evrópu og Danmörk var hernumin og því hafi Íslendingar þurft að taka utanríkismálin í eigin hendur. „Æ síðan hafa fulltrúar hennar, ráðherrar, sendiherrar og annað starfsfólk, sinnt þörfum Íslands á alþjóðavettvangi. Og þar hafa viðfangsefnin verið fjölþætt og af ólíkum toga. Má þar nefna viðskipti og varnir landsins, landhelgismál og þróunarsamvinnu. Eins mikilvæg hefur hún ætíð verið, þjónusta við Íslendinga utan landsteinanna, ekki síst þegar fólk hefur ratað í vandræði og þarf aðstoð við lausn sinna mála.“ Guðni segir að þó blikur séu einnig á lofti nú sé vandinn ekki jafn ærinn og þá. Samkennd og samstaða þjóðarinnar muni reynast vel í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn og það hafi verið aðdáunarvert að fylgjast með borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins. „Starfslið hér heima og ytra hefur bjargað mörgum landanum úr bráðum vandræðum eins og ótal dæmi sanna. Órækara dæmi um gildi utanríkisþjónustunnar er vandfundið,“ skrifar Guðni. Utanríkisþjónustan hefur vaxið í tímans rás að sögn Guðna, með tilkomu fleiri verkefna og breytinga á verksviði hennar. Hann segir undirstöðu þjónustunnar þó vera sömu og áður, að gæta hags lands og þjóðar. „Ég ítreka heillaóskir mínar og þakkir, og óska öllum starfsmönnum utanríkisþjónustunnar og fjölskyldum þeirra alls velfarnaðar.“ Utanríkismál Forseti Íslands Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sendi Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra kveðju í tilefni áttatíu ára afmælis utanríkisþjónustunnar á Íslandi. Þar þakkar hann starfsliði þjónustunnar fyrir farsæl störf. Í kveðjunni fer Guðni yfir upphaf og þróun utanríkisþjónustunnar. Það hafi verið hart í heimi fyrir áttatíu árum síðan þegar styrjöld geisaði í Evrópu og Danmörk var hernumin og því hafi Íslendingar þurft að taka utanríkismálin í eigin hendur. „Æ síðan hafa fulltrúar hennar, ráðherrar, sendiherrar og annað starfsfólk, sinnt þörfum Íslands á alþjóðavettvangi. Og þar hafa viðfangsefnin verið fjölþætt og af ólíkum toga. Má þar nefna viðskipti og varnir landsins, landhelgismál og þróunarsamvinnu. Eins mikilvæg hefur hún ætíð verið, þjónusta við Íslendinga utan landsteinanna, ekki síst þegar fólk hefur ratað í vandræði og þarf aðstoð við lausn sinna mála.“ Guðni segir að þó blikur séu einnig á lofti nú sé vandinn ekki jafn ærinn og þá. Samkennd og samstaða þjóðarinnar muni reynast vel í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn og það hafi verið aðdáunarvert að fylgjast með borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins. „Starfslið hér heima og ytra hefur bjargað mörgum landanum úr bráðum vandræðum eins og ótal dæmi sanna. Órækara dæmi um gildi utanríkisþjónustunnar er vandfundið,“ skrifar Guðni. Utanríkisþjónustan hefur vaxið í tímans rás að sögn Guðna, með tilkomu fleiri verkefna og breytinga á verksviði hennar. Hann segir undirstöðu þjónustunnar þó vera sömu og áður, að gæta hags lands og þjóðar. „Ég ítreka heillaóskir mínar og þakkir, og óska öllum starfsmönnum utanríkisþjónustunnar og fjölskyldum þeirra alls velfarnaðar.“
Utanríkismál Forseti Íslands Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Sjá meira