Allir úr bakvarðasveitinni í Bolungarvík þurftu að fara á farsóttarheimili vegna konunnar sem var handtekin Birgir Olgeirsson skrifar 10. apríl 2020 19:17 Allir úr bakvarðarsveit sem starfa á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík eru vistaðir á farsóttarheimili á Ísafirði eftir að ein úr sveitinni var handtekin grunuð um skjalafals og þjófnað. Sjá einnig: Kona úr bakvarðasveit handtekin vegna gruns um skjalafals og lyfjastuld Tíu úr bakvarðarsveit var flogið vestur á firði á mánudag í þyrlu Landhelgisgæslunnar. Neyðarástand hafði myndast á Bergi eftir að íbúar og starfsmenn sýktust af kórónuveirunni. „Það var í gær og í nótt sem við fengum ábendingar um að ekki væri allt með felldu. Við fórum og töluðum við lögregluna í morgun og þetta var niðurstaðan,“ segir Gylfi Ólafsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. Lögreglan sleppti konunni úr haldi eftir yfirheyrslu í dag. Konan lýtur reglum um sóttkví. Framvísaði erlendum gögnum um starfsréttindi Samkvæmt heimildum fréttastofu framvísaði konan erlendum gögnum um starfsréttindi. Var hún send í veirupróf eftir handtökuna. Vegna gruns um að hún hefði haft rangt við var gripið til varúðarráðstafana ef hún skyldi hafa borið smit. Tekið var sýni á hjúkrunarheimilinu Bergi. Málið hefur reynst afar þungbært. „Við höfum veitt starfsfólkinu úr bakvarðarsveitinni áfallahjálp og erum enn þá að átta okkur á stöðunni núna. Við höldum mjög góðu sambandi við bæði íbúa náttúrlega og íbúa á hjúkrunarheimilinu og aðstandendur þeirra. Það verða allir upplýstir eftir að við vitum meira hvernig er í pottinn búið. Lögreglan með rannsóknina núna á frumstigi. Hjá okkur er bara að bregðast við þessum aðstæðum sem hafa komið upp,“ segir Gylfi. Deildi sameiginlegum rýmum með öðrum úr bakvarðasveitinni Konan deildi vistarverum með öðrum úr bakvarðarsveitinni. „Við höfum flutt allar aðrar úr bakvarðarsveitinni í farsóttahúsið á Ísafirði. Sem er hluti af þessum öryggisráðstöfunum sem við höfum farið út í þau deildu sameiginlegum rýmum á gistiheimilinu í Bolungarvík þar sem þau voru. Hjúkrunarfræðingar á leiðinni vestur Þrír hjúkrunarfræðingar eru á leið vestur til aðstoðar á Bergi. „Við höfum kallað eftir fleiri hjúkrunarfræðingum, það eru hjúkrunarfræðingar á leiðinni til öryggis til að styðja við og hjálpa okkur við með skipulagningu og allt utan um haldið sem fylgir þessu.“ Búast má við niðurstöðu úr veiruprófi konunnar á næstu dögum. Gylfi segir að verkferlar verði skoðaðir við val úr bakvarðarsveit. „Auðvitað þarf maður að skoða verkferla sem eru notaðir en í þessu tilviki verður að líta til þess að það var verið að safna saman í bakvarðarsveit með mjög skömmum fyrirvara við fordæmalausar aðstæður. Við höfum alltaf treyst á fólk og gerðum allt sem sneri að þessum starfsmanni í góðri trú. Jú, maður þarf alltaf að vera á varðbergi. En ég held að allir skilji hvernig aðstæðurnar voru í þessu tilviki.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bolungarvík Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Sjá meira
Allir úr bakvarðarsveit sem starfa á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík eru vistaðir á farsóttarheimili á Ísafirði eftir að ein úr sveitinni var handtekin grunuð um skjalafals og þjófnað. Sjá einnig: Kona úr bakvarðasveit handtekin vegna gruns um skjalafals og lyfjastuld Tíu úr bakvarðarsveit var flogið vestur á firði á mánudag í þyrlu Landhelgisgæslunnar. Neyðarástand hafði myndast á Bergi eftir að íbúar og starfsmenn sýktust af kórónuveirunni. „Það var í gær og í nótt sem við fengum ábendingar um að ekki væri allt með felldu. Við fórum og töluðum við lögregluna í morgun og þetta var niðurstaðan,“ segir Gylfi Ólafsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. Lögreglan sleppti konunni úr haldi eftir yfirheyrslu í dag. Konan lýtur reglum um sóttkví. Framvísaði erlendum gögnum um starfsréttindi Samkvæmt heimildum fréttastofu framvísaði konan erlendum gögnum um starfsréttindi. Var hún send í veirupróf eftir handtökuna. Vegna gruns um að hún hefði haft rangt við var gripið til varúðarráðstafana ef hún skyldi hafa borið smit. Tekið var sýni á hjúkrunarheimilinu Bergi. Málið hefur reynst afar þungbært. „Við höfum veitt starfsfólkinu úr bakvarðarsveitinni áfallahjálp og erum enn þá að átta okkur á stöðunni núna. Við höldum mjög góðu sambandi við bæði íbúa náttúrlega og íbúa á hjúkrunarheimilinu og aðstandendur þeirra. Það verða allir upplýstir eftir að við vitum meira hvernig er í pottinn búið. Lögreglan með rannsóknina núna á frumstigi. Hjá okkur er bara að bregðast við þessum aðstæðum sem hafa komið upp,“ segir Gylfi. Deildi sameiginlegum rýmum með öðrum úr bakvarðasveitinni Konan deildi vistarverum með öðrum úr bakvarðarsveitinni. „Við höfum flutt allar aðrar úr bakvarðarsveitinni í farsóttahúsið á Ísafirði. Sem er hluti af þessum öryggisráðstöfunum sem við höfum farið út í þau deildu sameiginlegum rýmum á gistiheimilinu í Bolungarvík þar sem þau voru. Hjúkrunarfræðingar á leiðinni vestur Þrír hjúkrunarfræðingar eru á leið vestur til aðstoðar á Bergi. „Við höfum kallað eftir fleiri hjúkrunarfræðingum, það eru hjúkrunarfræðingar á leiðinni til öryggis til að styðja við og hjálpa okkur við með skipulagningu og allt utan um haldið sem fylgir þessu.“ Búast má við niðurstöðu úr veiruprófi konunnar á næstu dögum. Gylfi segir að verkferlar verði skoðaðir við val úr bakvarðarsveit. „Auðvitað þarf maður að skoða verkferla sem eru notaðir en í þessu tilviki verður að líta til þess að það var verið að safna saman í bakvarðarsveit með mjög skömmum fyrirvara við fordæmalausar aðstæður. Við höfum alltaf treyst á fólk og gerðum allt sem sneri að þessum starfsmanni í góðri trú. Jú, maður þarf alltaf að vera á varðbergi. En ég held að allir skilji hvernig aðstæðurnar voru í þessu tilviki.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bolungarvík Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Sjá meira