Heimsóknarbann líklega áfram í mánuði en mögulega sund í sumar Nadine Guðrún Yaghi skrifar 12. apríl 2020 18:30 Víðir Reynisson á upplýsingafundi dagsins. Lögreglan Tólf greindust með kórónuveiruna síðasta sólarhring. Alls hafa 889 náð bata og það er í fyrsta skipti sem þeir eru fleiri en þeir sem eru með virkt smit, sem eru 804. Yfirvöld vinna nú að áætlun um það hvernig samkomubanninu verður aflétt og stendur til að kynna þær í vikunni. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, segir að það verði að öllum líkindum gert í þremur til fjórum skrefum. Fyrsta þann 4 maí. „Sérfræðingar eru nokkuð sammála um að það þurfi að líða þrjár til fjórar vikur á milli skrefa til að sjá hvaða áhrif þessar afléttingar hafi á faraldurinn þannig það má reikna með því að þetta verði nokkur skref fram á sumarið sem við munum sjá breytingar í. Þetta mun ekki gerast allt saman 4. maí og við reiknum með tveimur til þremur skrefum eftir það,“ segir Víðir. Þannig verði einhvers konar takmarkanir út sumarið. Þá verði líklega slakað á banninu í öfugri röð miðað við hvernig það hvernig það var sett á. „Og dæmi um það sem er í skoðun er opnun á ýmissi starfsemi sem var lokað í síðustu aðgerð. Það er hugsanleg fjölgun á þeim sem mega koma saman í samkomubannið,“ segir Víðir og bætir við að ólíklegt sé að fjöldi þeirra sem mega koma saman verði færður úr tuttugu í hundrað í fyrstu aðgerðunum. „Frekar eitthvað þar á milli.“ Víðir segir að litið sé til annarra þjóða hvað fjöldann varðar. „Til dæmis í Danmörku er verið að opna leik og grunnskóla í komandi viku. Síðan ætla þeir að fara með samkomubannið sitt úr fimm í tíu um miðjan maí, þannig þjóðir eru greinilega að gera þetta mjög varlega,“ segir Víðir. Heimsóknarbann til viðkvæmustu hópana var með fyrstu takmörkununum sem settar voru á og má því ætla að verði síðast aflétt. „Vonandi fyrr en seinna en ég held að raunhæft sé að horfa á það sem hluta af aðgerðunum þegar komið er inn á sumarið,“ sergir Víðir. Hann telur að fólk komi til með að geta farið í sund í sumar. Heldurðu að það verði aflétt í fyrsta skrefinu ? „Nei mér finnst það ekki líklegt, en það er ekki ómögulegt,“ segir Víðir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Skoða útfærslur á ferðatakmörkunum og kynna tilslakanir á aðgerðum hérlendis á næstu Víðir Reynisson segir að verið sé að skoða útfærslur á ferðatakmörkunum vegna útbreiðslu Covid-19. Endanleg útfærsla liggi þó ekki fyrir. Þá verði tilslakanir á aðgerðum stjórnvalda hér á landi kynntar á næstu dögum. 12. apríl 2020 15:31 Skoða útfærslur á ferðatakmörkunum og kynna tilslakanir á aðgerðum hérlendis á næstu dögum Víðir Reynisson segir að verið sé að skoða útfærslur á ferðatakmörkunum vegna útbreiðslu Covid-19. Endanleg útfærsla liggi þó ekki fyrir. Þá verði tilslakanir á aðgerðum stjórnvalda hér á landi kynntar á næstu dögum. 12. apríl 2020 15:31 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Fleiri fréttir „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Sjá meira
Tólf greindust með kórónuveiruna síðasta sólarhring. Alls hafa 889 náð bata og það er í fyrsta skipti sem þeir eru fleiri en þeir sem eru með virkt smit, sem eru 804. Yfirvöld vinna nú að áætlun um það hvernig samkomubanninu verður aflétt og stendur til að kynna þær í vikunni. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, segir að það verði að öllum líkindum gert í þremur til fjórum skrefum. Fyrsta þann 4 maí. „Sérfræðingar eru nokkuð sammála um að það þurfi að líða þrjár til fjórar vikur á milli skrefa til að sjá hvaða áhrif þessar afléttingar hafi á faraldurinn þannig það má reikna með því að þetta verði nokkur skref fram á sumarið sem við munum sjá breytingar í. Þetta mun ekki gerast allt saman 4. maí og við reiknum með tveimur til þremur skrefum eftir það,“ segir Víðir. Þannig verði einhvers konar takmarkanir út sumarið. Þá verði líklega slakað á banninu í öfugri röð miðað við hvernig það hvernig það var sett á. „Og dæmi um það sem er í skoðun er opnun á ýmissi starfsemi sem var lokað í síðustu aðgerð. Það er hugsanleg fjölgun á þeim sem mega koma saman í samkomubannið,“ segir Víðir og bætir við að ólíklegt sé að fjöldi þeirra sem mega koma saman verði færður úr tuttugu í hundrað í fyrstu aðgerðunum. „Frekar eitthvað þar á milli.“ Víðir segir að litið sé til annarra þjóða hvað fjöldann varðar. „Til dæmis í Danmörku er verið að opna leik og grunnskóla í komandi viku. Síðan ætla þeir að fara með samkomubannið sitt úr fimm í tíu um miðjan maí, þannig þjóðir eru greinilega að gera þetta mjög varlega,“ segir Víðir. Heimsóknarbann til viðkvæmustu hópana var með fyrstu takmörkununum sem settar voru á og má því ætla að verði síðast aflétt. „Vonandi fyrr en seinna en ég held að raunhæft sé að horfa á það sem hluta af aðgerðunum þegar komið er inn á sumarið,“ sergir Víðir. Hann telur að fólk komi til með að geta farið í sund í sumar. Heldurðu að það verði aflétt í fyrsta skrefinu ? „Nei mér finnst það ekki líklegt, en það er ekki ómögulegt,“ segir Víðir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Skoða útfærslur á ferðatakmörkunum og kynna tilslakanir á aðgerðum hérlendis á næstu Víðir Reynisson segir að verið sé að skoða útfærslur á ferðatakmörkunum vegna útbreiðslu Covid-19. Endanleg útfærsla liggi þó ekki fyrir. Þá verði tilslakanir á aðgerðum stjórnvalda hér á landi kynntar á næstu dögum. 12. apríl 2020 15:31 Skoða útfærslur á ferðatakmörkunum og kynna tilslakanir á aðgerðum hérlendis á næstu dögum Víðir Reynisson segir að verið sé að skoða útfærslur á ferðatakmörkunum vegna útbreiðslu Covid-19. Endanleg útfærsla liggi þó ekki fyrir. Þá verði tilslakanir á aðgerðum stjórnvalda hér á landi kynntar á næstu dögum. 12. apríl 2020 15:31 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Fleiri fréttir „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Sjá meira
Skoða útfærslur á ferðatakmörkunum og kynna tilslakanir á aðgerðum hérlendis á næstu Víðir Reynisson segir að verið sé að skoða útfærslur á ferðatakmörkunum vegna útbreiðslu Covid-19. Endanleg útfærsla liggi þó ekki fyrir. Þá verði tilslakanir á aðgerðum stjórnvalda hér á landi kynntar á næstu dögum. 12. apríl 2020 15:31
Skoða útfærslur á ferðatakmörkunum og kynna tilslakanir á aðgerðum hérlendis á næstu dögum Víðir Reynisson segir að verið sé að skoða útfærslur á ferðatakmörkunum vegna útbreiðslu Covid-19. Endanleg útfærsla liggi þó ekki fyrir. Þá verði tilslakanir á aðgerðum stjórnvalda hér á landi kynntar á næstu dögum. 12. apríl 2020 15:31