Covid-tengdum útköllum fækkaði um helgina Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. apríl 2020 22:55 Bætt hefur verið í flota sjúkrabíla til að missa ekki fullbúna sjúkrabíla vegna Covid-tengdra flutninga. Vísir Kórónuveirutengdum útköllum hefur fækkað nú um helgina miðað við það sem var fyrr í vikunni. Þrátt fyrir að svo virðist sem við séum komin yfir versta hjalla faraldursins mun ekki hægja á sjúkraflutningum tengdum veirunni fyrr en í lok mánaðar. Þetta segir Sigurjón Hendriksson, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu í samtali við fréttastofu. Hann segir að vel hafi gengið að nota sérstaka Covid-sjúkrabíla sem teknir voru í notkun þegar veiran kom upp. Í þeim eru venjuleg sjúkrarúm en minni búnaður en séu tilfellin alvarleg er annar fullbúinn sjúkrabíll sendur með í útkallið svo hægt sé að taka stök tæki úr honum en ekki menga allan búnaðinn. Þegar Covid-tengdum útköllum er lokið þarf að sótthreinsa bílana. Það tekur allt að klukkutíma að hreinsa bílana en byrjað er á því að strjúka yfir alla fleti sem sjúkraflutningamennirnir ná til áður en sérstök sótthreinsivél er sett inn í bílinn sem úðar sótthreinsandi efni yfir hann allan. Vélin er kölluð sprengjan en eftir að hún hefur spreyjað efninu yfir þarf að bíða í fjörutíu til fimmtíu mínútur áður en hægt er að nota bílinn á ný. Sjúkrabílar sem notaðir eru til þess að flytja Covid19-smitaða eru frábrugðnir öðrum sjúkrabílum sem við þekkjum. Þá er einn sjúkrabíll sérstaklega notaður til þess að flytja gjörgæslusjúklinga.Vísir/Jóhann K. Sigurjón segir að þrátt fyrir þetta hafi almennum útköllum ekki seinkað. Ef upp komi neyðartilvik sé næsti bíll sendur á staðinn. Útkallstími eigi því ekki að verða lengri nema vegna þess að sjúkraflutningamenn þurfi að klæða sig í viðeigandi hlífðarbúnað. Þó segir hann að komið hafi upp tilfelli þar sem Covid-sjúklingar hafi þurft að komast upp á sjúkrahús en þurft að bíða vegna sótthreinsunar á bílum. „Við höldum sambandi við fólk til að vita stöðuna á því og það viti stöðuna á okkur,“ segir Sigurjón. Hann segir að Covid-tengd útköll verði að öllum líkindum á bilinu átta til tólf á sólarhring næstu tvær vikurnar áður en fari að hægja á þess konar útköllum, að því gefnu að þróun fjölda Covid-smita hér á landi verði í takt við þróunina síðustu daga. Eftir það muni hins vegar taka við tímabil þar sem mikið verði um flutninga vegna uppsafnaðra biðlista fyrir til að mynda aðgerðir og aðra heilbrigðisþjónustu sem hefur þurft að bíða á meðan á faraldrinum hefur staðið. Sjúkraflutningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Covid-sjúkrabílar frábrugðnir hefðbundnum sjúkrabílum Mikið álag er á sjúkraflutningamenn vegna kórónuveirufaraldursins. Sjúkrabílum hefur verið fjölgað til þess að missa ekki úr þá sem fyrir voru vegna sótthreinsunar. 12. apríl 2020 21:00 Ætla að flytja þungt haldinn Covid-19 sjúkling með sjúkraflugi frá Ísafirði Sex hafa látist af völdum Covid-19 sjúkdómsins hér á landi og tæplega sextán hundruð verið greindir. Flytja á karlmann sem er þungt haldinn af Covid-19 með sjúkraflugi frá Ísafirði. 6. apríl 2020 19:45 Samþykktu kjarasamninginn með yfirburðum Nýr kjarasamningur Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna við Samband íslenskra sveitarfélaga var samþykktur með miklum yfirburðum í rafrænni kosningu sem lauk í dag. 6. apríl 2020 15:01 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fleiri fréttir Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Sjá meira
Kórónuveirutengdum útköllum hefur fækkað nú um helgina miðað við það sem var fyrr í vikunni. Þrátt fyrir að svo virðist sem við séum komin yfir versta hjalla faraldursins mun ekki hægja á sjúkraflutningum tengdum veirunni fyrr en í lok mánaðar. Þetta segir Sigurjón Hendriksson, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu í samtali við fréttastofu. Hann segir að vel hafi gengið að nota sérstaka Covid-sjúkrabíla sem teknir voru í notkun þegar veiran kom upp. Í þeim eru venjuleg sjúkrarúm en minni búnaður en séu tilfellin alvarleg er annar fullbúinn sjúkrabíll sendur með í útkallið svo hægt sé að taka stök tæki úr honum en ekki menga allan búnaðinn. Þegar Covid-tengdum útköllum er lokið þarf að sótthreinsa bílana. Það tekur allt að klukkutíma að hreinsa bílana en byrjað er á því að strjúka yfir alla fleti sem sjúkraflutningamennirnir ná til áður en sérstök sótthreinsivél er sett inn í bílinn sem úðar sótthreinsandi efni yfir hann allan. Vélin er kölluð sprengjan en eftir að hún hefur spreyjað efninu yfir þarf að bíða í fjörutíu til fimmtíu mínútur áður en hægt er að nota bílinn á ný. Sjúkrabílar sem notaðir eru til þess að flytja Covid19-smitaða eru frábrugðnir öðrum sjúkrabílum sem við þekkjum. Þá er einn sjúkrabíll sérstaklega notaður til þess að flytja gjörgæslusjúklinga.Vísir/Jóhann K. Sigurjón segir að þrátt fyrir þetta hafi almennum útköllum ekki seinkað. Ef upp komi neyðartilvik sé næsti bíll sendur á staðinn. Útkallstími eigi því ekki að verða lengri nema vegna þess að sjúkraflutningamenn þurfi að klæða sig í viðeigandi hlífðarbúnað. Þó segir hann að komið hafi upp tilfelli þar sem Covid-sjúklingar hafi þurft að komast upp á sjúkrahús en þurft að bíða vegna sótthreinsunar á bílum. „Við höldum sambandi við fólk til að vita stöðuna á því og það viti stöðuna á okkur,“ segir Sigurjón. Hann segir að Covid-tengd útköll verði að öllum líkindum á bilinu átta til tólf á sólarhring næstu tvær vikurnar áður en fari að hægja á þess konar útköllum, að því gefnu að þróun fjölda Covid-smita hér á landi verði í takt við þróunina síðustu daga. Eftir það muni hins vegar taka við tímabil þar sem mikið verði um flutninga vegna uppsafnaðra biðlista fyrir til að mynda aðgerðir og aðra heilbrigðisþjónustu sem hefur þurft að bíða á meðan á faraldrinum hefur staðið.
Sjúkraflutningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Covid-sjúkrabílar frábrugðnir hefðbundnum sjúkrabílum Mikið álag er á sjúkraflutningamenn vegna kórónuveirufaraldursins. Sjúkrabílum hefur verið fjölgað til þess að missa ekki úr þá sem fyrir voru vegna sótthreinsunar. 12. apríl 2020 21:00 Ætla að flytja þungt haldinn Covid-19 sjúkling með sjúkraflugi frá Ísafirði Sex hafa látist af völdum Covid-19 sjúkdómsins hér á landi og tæplega sextán hundruð verið greindir. Flytja á karlmann sem er þungt haldinn af Covid-19 með sjúkraflugi frá Ísafirði. 6. apríl 2020 19:45 Samþykktu kjarasamninginn með yfirburðum Nýr kjarasamningur Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna við Samband íslenskra sveitarfélaga var samþykktur með miklum yfirburðum í rafrænni kosningu sem lauk í dag. 6. apríl 2020 15:01 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fleiri fréttir Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Sjá meira
Covid-sjúkrabílar frábrugðnir hefðbundnum sjúkrabílum Mikið álag er á sjúkraflutningamenn vegna kórónuveirufaraldursins. Sjúkrabílum hefur verið fjölgað til þess að missa ekki úr þá sem fyrir voru vegna sótthreinsunar. 12. apríl 2020 21:00
Ætla að flytja þungt haldinn Covid-19 sjúkling með sjúkraflugi frá Ísafirði Sex hafa látist af völdum Covid-19 sjúkdómsins hér á landi og tæplega sextán hundruð verið greindir. Flytja á karlmann sem er þungt haldinn af Covid-19 með sjúkraflugi frá Ísafirði. 6. apríl 2020 19:45
Samþykktu kjarasamninginn með yfirburðum Nýr kjarasamningur Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna við Samband íslenskra sveitarfélaga var samþykktur með miklum yfirburðum í rafrænni kosningu sem lauk í dag. 6. apríl 2020 15:01