Ökukappi missti starfið sitt eftir ljótt orðbragð í sýndarkappakstri Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. apríl 2020 16:00 Kyle Larson keppir í NASCAR kappakstrinum og hefur náð fínum árangri. AP/Terry Renna Margar íþróttagreinar eru að reyna að finna upp á leiðum til að keppa á tímum kórónuveirufaraldarins en íþróttafólkið verður að passa sig að halda sig innan velsæmismarka þótt að aðeins um sýndarkeppni sé að ræða. Bandaríski ökukappinn Kyle Larson fékk að kynnast því á eigin skinni um helgina þegar hann tók þótt í sýndarkappakstri fyrir lið sitt Chip Ganassi Racing. Ökukappinn var kannski bara „einn“ með sjálfum sér inn í stofu og í öllum hamaganginum þá áttaði hann sig kannski ekki alveg á því að öllu sem hann sagði var streymt út á netið. Ljótt orðbragð hans í sýndarkappastrinum mun líka kosta hann pening. Kyle Larson var fyrst settur í launalaust leyfi vegna þess sem hann lét út úr sér í keppninni en félagið hans ákvað síðan að reka hann. Breaking: Chip Ganassi Racing has fired star NASCAR driver Kyle Larson after his use of a racial slur during a virtual race. pic.twitter.com/X2Hyb65nb0— SportsCenter (@SportsCenter) April 14, 2020 „Við erum einstaklega vonsvikin með það sem Kyle sagði í útsendingunni frá iRacing Event. Orðin sem hann notaði eru móðgandi og óásættanleg,“ sagði í yfirlýsingu frá liðinu. „Frá og með þessari stundu þá höfðum við sett Kyle í launalaust leyfi á meðan við vinnum í þessu máli með viðeigandi aðilum,“ sagði í fyrstu yfirlýsingu Chip Ganassi Racing en félagið gekk síðan lengra og rak hann. Kyle Larson hafði beðist afsökunar á orðum sínum þar sem hann notaði meðal annars hið ósmekklega N-orð. Það dugði ekki. Það var öllum ljóst frá fyrstu sekúndu að hann fór þarna vel yfir strikið en einn af þeim sem hann var að keppa við benti honum meðal annars á það strax að hann væri ekki bara að keppa heima í stofu því það heyrðu allir í honum. Chip Ganassi Racing has suspended NASCAR driver Kyle Larson without pay after he used a racial slur on a livestream during a virtual race Sunday: https://t.co/OeGHpbEgdl pic.twitter.com/0qz3B1nu5K— Sporting News (@sportingnews) April 13, 2020 Kyle Larson er hálfur Japani en afi hans og amma voru saman í kyrrsetningarbúðum í Kaliforníu í Seinni heimsstyrjöldinni. Hann er sá eini af japönskum ættum sem hefur náð að vinna NASCAR kappakstur. Larson hefur unnið sex kappakstra á ferlinum og endaði tímabilið í fyrra í sjötta sæti. Hann er 27 ára gamall, giftur og á tvö ung börn. Akstursíþróttir Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Sagði frá eigin lyfjamisnotkun og er kominn í bann Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Sjá meira
Margar íþróttagreinar eru að reyna að finna upp á leiðum til að keppa á tímum kórónuveirufaraldarins en íþróttafólkið verður að passa sig að halda sig innan velsæmismarka þótt að aðeins um sýndarkeppni sé að ræða. Bandaríski ökukappinn Kyle Larson fékk að kynnast því á eigin skinni um helgina þegar hann tók þótt í sýndarkappakstri fyrir lið sitt Chip Ganassi Racing. Ökukappinn var kannski bara „einn“ með sjálfum sér inn í stofu og í öllum hamaganginum þá áttaði hann sig kannski ekki alveg á því að öllu sem hann sagði var streymt út á netið. Ljótt orðbragð hans í sýndarkappastrinum mun líka kosta hann pening. Kyle Larson var fyrst settur í launalaust leyfi vegna þess sem hann lét út úr sér í keppninni en félagið hans ákvað síðan að reka hann. Breaking: Chip Ganassi Racing has fired star NASCAR driver Kyle Larson after his use of a racial slur during a virtual race. pic.twitter.com/X2Hyb65nb0— SportsCenter (@SportsCenter) April 14, 2020 „Við erum einstaklega vonsvikin með það sem Kyle sagði í útsendingunni frá iRacing Event. Orðin sem hann notaði eru móðgandi og óásættanleg,“ sagði í yfirlýsingu frá liðinu. „Frá og með þessari stundu þá höfðum við sett Kyle í launalaust leyfi á meðan við vinnum í þessu máli með viðeigandi aðilum,“ sagði í fyrstu yfirlýsingu Chip Ganassi Racing en félagið gekk síðan lengra og rak hann. Kyle Larson hafði beðist afsökunar á orðum sínum þar sem hann notaði meðal annars hið ósmekklega N-orð. Það dugði ekki. Það var öllum ljóst frá fyrstu sekúndu að hann fór þarna vel yfir strikið en einn af þeim sem hann var að keppa við benti honum meðal annars á það strax að hann væri ekki bara að keppa heima í stofu því það heyrðu allir í honum. Chip Ganassi Racing has suspended NASCAR driver Kyle Larson without pay after he used a racial slur on a livestream during a virtual race Sunday: https://t.co/OeGHpbEgdl pic.twitter.com/0qz3B1nu5K— Sporting News (@sportingnews) April 13, 2020 Kyle Larson er hálfur Japani en afi hans og amma voru saman í kyrrsetningarbúðum í Kaliforníu í Seinni heimsstyrjöldinni. Hann er sá eini af japönskum ættum sem hefur náð að vinna NASCAR kappakstur. Larson hefur unnið sex kappakstra á ferlinum og endaði tímabilið í fyrra í sjötta sæti. Hann er 27 ára gamall, giftur og á tvö ung börn.
Akstursíþróttir Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Sagði frá eigin lyfjamisnotkun og er kominn í bann Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Sjá meira