Erlent

Eystra­salts­löndin opna sín innri landa­mæri

Atli Ísleifsson skrifar
Frá eistnesku höfuðborginni Tallinn.
Frá eistnesku höfuðborginni Tallinn. Getty

Eystrasaltslöndin Eistland, Lettland og Litháen hafa nú opnað fyrir landamæri sín gagnvart hvort öðru og geta íbúar svæðisins nú ferðast frjálst á milli landanna þriggja.

Utanaðkomandi þurfa þó enn að sæta tveggja vikna sóttkví eins og víðast hvar annars staðar.

Vel hefur gengið að berjast við kórónuveiruna í Eystrasaltslöndunum og dregið hefur úr daglegum staðfestum smitum.

Um hundrað og fimmtíu manns hafa látið lífið í faraldrinum í löndunum þremur.

Fulltrúar Evrópusambandsins hafa hvatt aðildarríki til að slaka á aðgerðum og takmörkunum vegna faraldurs kórónuveirunnar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×