Segir frammistöðu Elvars og Ýmis það jákvæðasta við EM 2020 Anton Ingi Leifsson skrifar 15. maí 2020 11:00 Aron í þættinum Sportinu í dag en hann er líklegur til þess að vera næsti landsliðsfyrirliði eftir að Guðjón Valur Sigurðsson hætti. vísir/s2s Landsliðsmaðurinn í handbolta, Aron Pálmarsson, segir að það jákvæðasta sem hann sér þegar hann líti til baka á EM 2020 sem fór fram í janúar hafi verið frammistaða Elvars Arnars Jónssonar og Ýmis Arnar Gíslasonar í miðjublokk-liðsins varnarlega séð. Aron var gestur í Sportinu í dag þar sem hann ræddi við Henry Birgi Gunnarsson meðal annars um launalækkun hjá Barcelona vegna kórónuveirufaraldursins og fyrirliðastöðuna í landsliðinu. Hann gerði einnig upp EM 2020. „Maður gerir alltaf upp mótin. Maður tekur viku eða tvær að kúpla sig frá og fer að ræða þetta og gera þetta upp. Þetta skilaði okkur HM sæti og við náðum í frábær úrslit en auðvitað hefði maður viljað fara lengra,“ sagði Aron. „Það sem situr mest í mér er Ungverjaleikurinn. Dana leikurinn var geggjaður og svo eigum við Ungverjana og það eru mestu vonbrigðin finnst mér. Við erum með leikinn, þetta er jafnt og allt það en svo erum við bara skelfilegir í síðari hálfleik.“ Hann segir að tapið gegn Ungverjum svíði og hann kennir sjálfum sér að hluta til um tapið. „Þetta var ekkert stöngin út heldur erum við bara að gefa þeim boltana og förum svoleiðis með þetta þar. Þú getur ekki kennt um að hann hafi varið allt og það voru margir tapaðir boltar. Það var ekki reynsluleysi því þetta var ég, þetta var Alexander og það er langt síðan maður hefur upplifað það. Það eru mestu vonbrigðin.“ „Það er jákvætt að það eru fullt af strákum sem fá þessa reynslu og eru komnir sumir með tvö stórmót á engum aldri. Þetta lítur vel út. Viggó kemur sterkur inn. Maður hafði ekki séð hann að viti áður, Haukur, Janus og miðjublokkin, Ýmir og Elvar.“ Hann var virkilega ánægður með varnarleik þeirra Ýmis og Elvars og segir að það sé einna jákvæðasta við mótið í janúar. „Mér finnst það vera jákvæðast. Þeir tveir; fólk áttar sig ekki á vinnunni hjá þeim. Þeir eru að taka bestu leikmenn í heimi og þetta er ekki auðvelt að spila þessa vörn en þeir gerðu það óaðfinnalega miðað við reynslu og hafa ekki spilað áður saman í þristunum. Það er mjög jákvætt upp á framhaldið.“ Klippa: Sportið í dag - Aron gerir upp EM 2020 Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. EM 2020 í handbolta Sportið í dag Mest lesið Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fleiri fréttir „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Sjá meira
Landsliðsmaðurinn í handbolta, Aron Pálmarsson, segir að það jákvæðasta sem hann sér þegar hann líti til baka á EM 2020 sem fór fram í janúar hafi verið frammistaða Elvars Arnars Jónssonar og Ýmis Arnar Gíslasonar í miðjublokk-liðsins varnarlega séð. Aron var gestur í Sportinu í dag þar sem hann ræddi við Henry Birgi Gunnarsson meðal annars um launalækkun hjá Barcelona vegna kórónuveirufaraldursins og fyrirliðastöðuna í landsliðinu. Hann gerði einnig upp EM 2020. „Maður gerir alltaf upp mótin. Maður tekur viku eða tvær að kúpla sig frá og fer að ræða þetta og gera þetta upp. Þetta skilaði okkur HM sæti og við náðum í frábær úrslit en auðvitað hefði maður viljað fara lengra,“ sagði Aron. „Það sem situr mest í mér er Ungverjaleikurinn. Dana leikurinn var geggjaður og svo eigum við Ungverjana og það eru mestu vonbrigðin finnst mér. Við erum með leikinn, þetta er jafnt og allt það en svo erum við bara skelfilegir í síðari hálfleik.“ Hann segir að tapið gegn Ungverjum svíði og hann kennir sjálfum sér að hluta til um tapið. „Þetta var ekkert stöngin út heldur erum við bara að gefa þeim boltana og förum svoleiðis með þetta þar. Þú getur ekki kennt um að hann hafi varið allt og það voru margir tapaðir boltar. Það var ekki reynsluleysi því þetta var ég, þetta var Alexander og það er langt síðan maður hefur upplifað það. Það eru mestu vonbrigðin.“ „Það er jákvætt að það eru fullt af strákum sem fá þessa reynslu og eru komnir sumir með tvö stórmót á engum aldri. Þetta lítur vel út. Viggó kemur sterkur inn. Maður hafði ekki séð hann að viti áður, Haukur, Janus og miðjublokkin, Ýmir og Elvar.“ Hann var virkilega ánægður með varnarleik þeirra Ýmis og Elvars og segir að það sé einna jákvæðasta við mótið í janúar. „Mér finnst það vera jákvæðast. Þeir tveir; fólk áttar sig ekki á vinnunni hjá þeim. Þeir eru að taka bestu leikmenn í heimi og þetta er ekki auðvelt að spila þessa vörn en þeir gerðu það óaðfinnalega miðað við reynslu og hafa ekki spilað áður saman í þristunum. Það er mjög jákvætt upp á framhaldið.“ Klippa: Sportið í dag - Aron gerir upp EM 2020 Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
EM 2020 í handbolta Sportið í dag Mest lesið Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fleiri fréttir „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Sjá meira