Fréttir

Efling og borgin ætla að halda áfram að funda um helgina

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Vísir/Vilhelm

Fundi samninganefndar Eflingar og Reykjavíkurborgar lauk um kvöldmatarleytið. Þá höfðu saminganefndirnar setið á fundi í Karphúsinu síðan klukkan tíu morgun. Skriður komst á viðræðurnar í gær þegar fundað var í fyrsta sinn í deilunni í deilunni í rúma viku.

Hátt í tvö þúsund félagsmenn Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg hafa nú verið í ótímabundnu verkfalli frá og með 17. febrúar. Skóla- og leikskólastarf hefur raskast töluvert í Reykjavík á meðan áverkfallinu hefur staðið.

Ef ekki tekst að semja um helgina þá hefst strax á mánudaginn verkfall Eflingar í öðrum sveitarfélögum en Reykjavík. Verkfallið hefði mikil áhrif á starf víða í grunnskólum og þá sérstaklega í Kópavogi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×