Slóvenía varð í morgun fyrsta Evrópulandið til að lýsa því yfir að kórónuveirufaraldurinn sé yfirstaðinn í landinu.
Örfá tilfelli hafa greinst í landinu síðustu daga en alls búa um tvær milljónir manna í Slóveníu.
Alls eru skráð tilfelli veirunnar 1.464 í landinu og eru 103 dauðsföll nú rakin til Covid-19.
Nú hefur verið ákveðið að opna landið að fullu fyrir gestum frá aðildarríkjum Evrópusambandsins og því þarf ekki að undirgangast tveggja vikna sóttkví ferðist maður til landsins.