„Þeir sem hafa miklar fjárhagsáhyggjur eru sjö sinnum líklegri til að skilgreinast í kulnun“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 15. apríl 2020 11:00 Tómas Bjarnason sviðsstjóri mannauðsrannsókna og ráðgjafar hjá Gallup en Gallup hefur mælt fjárhagsstöðu og fjárhagsáhyggjur fólks frá því fyrir bankahrun. Vísir/Vilhelm „Að missa vinnuna í dag er allt annað en að missa vinnuna fyrir ári síðan,“ segir Tómas Bjarnason sviðsstjóri mannauðsrannsókna og ráðgjafar hjá Gallup en Gallup hefur mælt fjárhagsstöðu og fjárhagsáhyggjur fólks frá því fyrir bankahrun. Þannig sýna rannsóknir að sterk tengsl eru á milli þess að hafa fjárhagsáhyggjur og enda í kulnun. Sem aftur getur þýtt að fjárhagsáhyggjur í kjölfar kórónufaraldurs getur haft langvarandi afleiðingar fyrir einstaklinginn, já, og auðvitað vinnumarkaðinn líka. Að hans sögn sýna niðurstöður rannsókna jafnframt að tölur um að atvinnuleysi segja ekki alla söguna því á Íslandi sé sterk hefð fyrir mikilli yfirvinnu. Á samdráttartíma eins og framundan er, hverfa þessar tekjur að miklu leyti. Í dag fjallar Atvinnulífið á Vísi um fjárhagsáhyggjur frá ýmsum hliðum og lagalegar hliðar á rekstrarþroti fyrirtækja, þ.m.t. skuldaábyrgðir stjórnarmanna og eigenda. Einkageirinn, hið opinbera og atvinnuleysi Tómas bendir á að hver kreppa hefur sín einstöku áhrif á störf, atvinnugreinar og landssvæði eftir því hvers eðlis kreppan er. „Bankahrunið 2008 hófst auðvitað í fjármálageiranum, en margir geirar eins og til dæmis byggingargeirinn þurrkuðust nær út í kjölfarið. Hrunið hafði líka mikil áhrif á verslun og þjónustu. Samdrátturinn hjá hinu opinbera kom fram síðar og með nokkuð öðrum hætti. Við erum að sjá samskonar mun núna, einkageirinn bregst harðar við með uppsögnum og lækkun starfshlutfalls. Opinberi geirinn notar aðrar sparnaðaraðgerðir en þar verða þær meira langvarandi, ef marka má lærdóm frá síðustu kreppu,“ segir Tómas. Tómas segir sterka fylgni á milli þess að vera með fjárhagsáhyggjur og vera í veikri atvinnustöðu eða atvinnulaus. Það megi sjá í almennum Gallup könnunum en einnig í könnunum sem gerðar hafa verið fyrir til dæmis Eflingu, Einingu-Iðju og Afl. Atvinnuleysi og veik atvinnustaða eykur fjárhagsáhyggjur. Þess ber að geta að á Íslandi hafa laun fyrir yfirvinnu sögulega verið stór hluti launatekna og því segja atvinnuleysistölur ekki alla söguna,“ segir Tómas og bætir við „Mikilvægt er að skoða heildarmyndina þar sem vinnutími dregst saman í efnahagskreppu og þá einnig bónusar og laun fyrir yfirvinnu.“ Þá segir Tómas að áður en samkomubannið var sett á, sýndu niðurstöður úr könnun að þeir sem töldu sig þá ekki vera í öruggri vinnu voru tvöfalt líklegri til að hafa miklar fjárhagsáhyggjur. „Þetta samband gæti styrkst,“ segir Tómas og bendir á að það að missa vinnuna í dag er allt annað en fyrir ári síðan. Umsóknir um hlutabætur voru mun fleiri en stjórnvöld gerðu ráð fyrir í upphafi. Tugi þúsunda fólks eru nú í skertu starfshlutfalli eða búin að missa vinnuna.Vísir/Hanna Andrésdóttir Þá eru þeir meira en fjórfalt líklegri til að vera niðurdregnir án sýnilegrar ástæðu, meira en þrefalt líklegri til að vera í andlegu ójafnvægi, nærri þrefalt líklegri til að upplifa svefnleysi og meira en tvöfalt líklegri til að upplifa pirring, svima, vöðvabólgu og bakverki. Fjárhagsáhyggjur, kulnun og vanlíðan Í könnun sem Gallup framkvæmdi um síðustu áramót kom í ljós að fjárhagsáhyggjur hafa sterk tengsl við kulnun. „Þeir sem hafa miklar fjárhagsáhyggjur eru sjö sinnum líklegri til að skilgreinast í kulnun en þeir sem hafa litlar eða engar fjárhagsáhyggjur. Nærri fimm sinnum fleiri eru oft tilfinningalega örmagna í hópi þeirra sem hafa miklar fjárhagsáhyggjur í samanburði við þá sem hafa litlar eða engar fjárhagsáhyggjur,“ segir Tómas. „Þá eru þeir sem ekki ná endum saman þrefalt líklegri til að upplifa „þungar áhyggjur“ nokkrum sinnum í viku en þeir sem geta safnað sparifé. Þá eru þeir meira en fjórfalt líklegri til að vera niðurdregnir án sýnilegrar ástæðu, meira en þrefalt líklegri til að vera í andlegu ójafnvægi, nærri þrefalt líklegri til að upplifa svefnleysi og meira en tvöfalt líklegri til að upplifa pirring, svima, vöðvabólgu og bakverki. Þá eru þeir sem geta safnað sparifé nærri þrefalt líklegri til að vera „mjög ánægðir“ með lífið í samanburði við þá sem ekki ná endum saman,“ segir Tómas. Tómas segir mjög áhugavert að sjá að helmingi færri hafa fjárhagsáhyggjur sem eru í góðum samskiptum við í góðum samskiptum við fjölskyldu og vini en meðal þeirra sem eru það ekki. Þar segir Tómas hugsanlega skýringu vera þá að mögulega dugi stuðningur vina og fjölskyldu mörgum til að ráða við fjármálin og sterk félagstengsl sem síðan dragi úr áhyggjunum. „Minnihluti þeirra sem hafa fjárhagsáhyggjur sækir sér aðstoð“ segir Tómas og bætir við „en ef fólk sækir aðstoð er algengast að fólk sæki sér aðstoð til vina eða ættingja.“ Skýring á þessu segir Tómas hugsanlega vera þá að stundum dugi stuðningur vina og fjölskyldu mörgum til að ráða við fjármálin og sterk félagstengsl sem síðan dragi úr áhyggjunum. Nærri fimm sinnum fleiri eru oft tilfinningalega örmagna í hópi þeirra sem hafa miklar fjárhagsáhyggjur Þeir sem eru með fjárhagsáhyggjur eru sjö sinnum líklegri til að skilgreinast með kulnun.Vísir/Getty Minnihluti þeirra sem hafa fjárhagsáhyggjur sækir sér aðstoð Að læra af sögunni: Hrun I og hrun II Í könnunum Gallup er meðal annars spurt um hvort heimilið sé að safna skuldum, noti sparifé til að ná endum saman, hvort endar nái saman með naumindum eða hvort heimilið geti safnað sparifé. Eftir að hafa rýnt í niðurstöður í rúman áratug, segir Tómas mikilvægast nú að læra af sögunni og fyrri samdráttarskeiðum, hvar erfiðleikarnir verða mestir. Þar séu gögnin meðal annars að sýna að nú þarf að huga betur að sálræna og félagslega þættinum. „Þá er mikilvægt að þeir sem verða í eldlínunni við að aðstoða fólk að ráða fram úr fjármálum sínum hafi burði og þekkingu til að huga einnig að sálrænum og félagslegum þáttum í ljósi hinna sterku tengsla sem þarna eru á milli,“ segir Tómas. Meðfylgjandi er samantekt sem sýna ýmsar niðurstöður mælinga frá Gallup. Fjárhagsstaða heimilanna er nátengd þróun efnahagsmála Hlutfall svarenda sem segir að heimilið geti safnað sparifé er breytilegt eftir efnahagsástandi. Árið 2007 sögðu tveir af hverjum þremur að heimilið gæti safnað sparifé en aðeins þriðjungur svarenda árið 2013, þegar hlutfallið var lægst. Sama mynstur má sjá í gögnum Hagstofu þar sem fleiri sögðust eiga erfitt með að ná endum saman á árunum 2010-2013 en önnur ár. Hlutfall þeirra sem getur safnað sparifé hefur svo farið vaxandi aftur og náði hámarki í mælingum okkar á fyrstu mánuðum þessa árs, áður en COVID-19 brast á. Nú standa yfir nýjar mælingar, en miðað við atvinnuleysið sem er að bresta á er líklegt að þessar tölur muni breytast hratt eftir því sem líður á árið. Áhrif efnahagsáfalla koma ekki strax fram Þróun fjárhagsstöðu heimilanna sýnir að áhrif efnahagslegra áfalla koma fram smám saman. Þau heimili sem geta, draga úr neyslu sinni og ganga á sparifé til að ná endum saman. Þá fá sumir atvinnuleysisbætur sem draga úr neikvæðum áhrifum atvinnuleysis á fjárhagsstöðu fyrst um sinn. Á hinn bóginn, koma afleiðingarnar strax fram hjá þeim heimilum sem standa verst, því þau hafa ekki svigrúm til að bregðast við. ,,Guð blessi Ísland" sagði Geir Haarde þáverandi forsætisráðherra í ávarpi sínu til þjóðarinnar 6.október 2008. Mælingar Gallup sýna að áhrif efnahagsáfalla koma ekki fram strax heldur smám saman.Vísir Í bankahruninu versnaði staða 35-44 ára mest Hjá flestum aldurshópum tvöfaldaðist hlutfall þeirra sem „ekki ná endum saman“ milli 2007 og 2011, en ekki kom fram mikill munur milli kynja. Mesta aukningin var hjá aldurshópunum 35-44 ára, sem stafar af eðli þeirrar kreppu, falls krónunnar og hækkun skuldanna, en minnstu áhrifa gætti hjá elsta aldurshópnum. Fjárhagsáhyggjur minnka með auknum tekjum Það er eðlilega samband milli tekna og fjárhagsáhyggja, en þó fer það ekki endilega saman. Lágtekjuhópurinn er fjölbreyttur hópur. Fólk með litla umönnunarbyrgði og lítinn húsnæðiskostnað getur lifað á litlu. Öðru máli gegnir t.d. um barnafjölskyldu sem býr við háan húsnæðiskostnað. Hlutfall þeirra sem ná ekki endum saman (safna skuldum eða nota sparifé til að ná endum saman) er hæst þar sem tekjur fjölskyldunnar eru hvað lægstar. Ríflega fjórðungur í hópi þeirra sem segja fjölskyldutekjur 400 þúsund eða lægri segist ekki ná endum saman en aðeins 2% í hæsta tekjuhópnum, þar sem fjölskyldutekjur eru 1500 þús. eða hærri á mánuði. Við höfum líka reglulega spurt um fjárhagsáhyggjur, bæði meðal almennings og fyrir mörg stéttarfélög. Í hópi Eflingarfólks eru nærri þrisvar sinnum fleiri með „mjög miklar“ áhyggjur af fjárhag en almennt gerist. Í hópi Eflingarfólks hafa 60% „miklar fjárhagsáhyggjur“ meðal þeirra sem eru með tekjur undir 350 þúsund í heildarlaun á mánuði en 38% meðal þeirra sem eru með 550 þúsund eða meira í heildarlaun á mánuði. Þá kemur í ljós að sex sinnum fleiri hafa átt í erfiðleikum með að standa skil á afborgunum af lánum meðal þeirra sem hafa miklar fjárhagsáhyggjur en meðal þeirra sem hafa litlar eða engar fjárhagsáhyggjur. Tvöfalt fleiri hafa fjárhagsáhyggjur í hópi grunnskólamenntaðra en meðal fólks með háskólamenntun Þá eru einnig sterk tengsl á milli fjárhagsáhyggja og menntunar og færri hafa áhyggjur í hópi háskólamenntaðra en meðal þeirra sem eingöngu hafa lokið grunnskólaprófi. Fáir á ferli í samkomubanni og vaxandi atvinnuleysi.Vísir/Vilhelm Ungar barnafjölskyldur voru í mestum vanda í bankahruninu Í greiningu sem Seðlabankinn gerði 2012 kom fram að ungar barnafjölskyldur sem höfðu tekið húsnæðislán fyrir bankahrun var sá hópur sem var í mestum vanda. Í gögnum Hagstofu má sjá að einstæðir foreldrar er sú fjölskyldugerð sem að jafnaði á erfiðast með að ná endum saman. Nærri átta af tíu sögðu erfitt að láta enda ná saman árið 2011. Ástandið batnaði svo ár frá ári, en þó ekki meira en svo að sex af tíu sögðu erfitt að ná endum saman árið 2016. Bilið milli leigjenda og þeirra sem bjuggu í eigin húsnæði breikkaði 2012-2016 Í yfirlitsgrein sem við skrifuðum árið 2018 kom fram að í kreppunni dróg saman með húsnæðiseigendum og leigjendum hvað varðar fjárhagsstöðu heimilanna, en frá 2014 tóku leiðir að skilja á ný og sýna greiningar að staða leigjenda er töluvert verri en þeirra sem eiga eigið húsnæði. Í gögnum Hagstofu sést einnig að leigjendur standa mun verr að vígi en þeir sem búa i eigin húsnæði. Hlutfall þeirra sem búa við „íþyngjandi húsnæðiskostnað“ - skilgreindur sem húsnæðiskostnaður sem nemur a.m.k. 40% af ráðstöfunartekjum – jókst mjög í samanburði við þá sem eiga húsnæði frá 2012. Í könnunum sem við höfum unnið fyrir ýmis stéttarfélög má einnig sjá að fjárhagsáhyggjur eru að jafnaði meiri meðal þeirra sem eru í leiguhúsnæði en meðal þeirra sem búa í eigin húsnæði. Þá er mikilvægt að þeir sem verða í eldlínunni við að aðstoða fólk að ráða fram úr fjármálum sínum hafi burði og þekkingu til að huga einnig að sálrænum og félagslegum þáttum í ljósi hinna sterku tengsla sem þarna eru á milli. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Heilsa Mannauðsmál Vinnumarkaður Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
„Að missa vinnuna í dag er allt annað en að missa vinnuna fyrir ári síðan,“ segir Tómas Bjarnason sviðsstjóri mannauðsrannsókna og ráðgjafar hjá Gallup en Gallup hefur mælt fjárhagsstöðu og fjárhagsáhyggjur fólks frá því fyrir bankahrun. Þannig sýna rannsóknir að sterk tengsl eru á milli þess að hafa fjárhagsáhyggjur og enda í kulnun. Sem aftur getur þýtt að fjárhagsáhyggjur í kjölfar kórónufaraldurs getur haft langvarandi afleiðingar fyrir einstaklinginn, já, og auðvitað vinnumarkaðinn líka. Að hans sögn sýna niðurstöður rannsókna jafnframt að tölur um að atvinnuleysi segja ekki alla söguna því á Íslandi sé sterk hefð fyrir mikilli yfirvinnu. Á samdráttartíma eins og framundan er, hverfa þessar tekjur að miklu leyti. Í dag fjallar Atvinnulífið á Vísi um fjárhagsáhyggjur frá ýmsum hliðum og lagalegar hliðar á rekstrarþroti fyrirtækja, þ.m.t. skuldaábyrgðir stjórnarmanna og eigenda. Einkageirinn, hið opinbera og atvinnuleysi Tómas bendir á að hver kreppa hefur sín einstöku áhrif á störf, atvinnugreinar og landssvæði eftir því hvers eðlis kreppan er. „Bankahrunið 2008 hófst auðvitað í fjármálageiranum, en margir geirar eins og til dæmis byggingargeirinn þurrkuðust nær út í kjölfarið. Hrunið hafði líka mikil áhrif á verslun og þjónustu. Samdrátturinn hjá hinu opinbera kom fram síðar og með nokkuð öðrum hætti. Við erum að sjá samskonar mun núna, einkageirinn bregst harðar við með uppsögnum og lækkun starfshlutfalls. Opinberi geirinn notar aðrar sparnaðaraðgerðir en þar verða þær meira langvarandi, ef marka má lærdóm frá síðustu kreppu,“ segir Tómas. Tómas segir sterka fylgni á milli þess að vera með fjárhagsáhyggjur og vera í veikri atvinnustöðu eða atvinnulaus. Það megi sjá í almennum Gallup könnunum en einnig í könnunum sem gerðar hafa verið fyrir til dæmis Eflingu, Einingu-Iðju og Afl. Atvinnuleysi og veik atvinnustaða eykur fjárhagsáhyggjur. Þess ber að geta að á Íslandi hafa laun fyrir yfirvinnu sögulega verið stór hluti launatekna og því segja atvinnuleysistölur ekki alla söguna,“ segir Tómas og bætir við „Mikilvægt er að skoða heildarmyndina þar sem vinnutími dregst saman í efnahagskreppu og þá einnig bónusar og laun fyrir yfirvinnu.“ Þá segir Tómas að áður en samkomubannið var sett á, sýndu niðurstöður úr könnun að þeir sem töldu sig þá ekki vera í öruggri vinnu voru tvöfalt líklegri til að hafa miklar fjárhagsáhyggjur. „Þetta samband gæti styrkst,“ segir Tómas og bendir á að það að missa vinnuna í dag er allt annað en fyrir ári síðan. Umsóknir um hlutabætur voru mun fleiri en stjórnvöld gerðu ráð fyrir í upphafi. Tugi þúsunda fólks eru nú í skertu starfshlutfalli eða búin að missa vinnuna.Vísir/Hanna Andrésdóttir Þá eru þeir meira en fjórfalt líklegri til að vera niðurdregnir án sýnilegrar ástæðu, meira en þrefalt líklegri til að vera í andlegu ójafnvægi, nærri þrefalt líklegri til að upplifa svefnleysi og meira en tvöfalt líklegri til að upplifa pirring, svima, vöðvabólgu og bakverki. Fjárhagsáhyggjur, kulnun og vanlíðan Í könnun sem Gallup framkvæmdi um síðustu áramót kom í ljós að fjárhagsáhyggjur hafa sterk tengsl við kulnun. „Þeir sem hafa miklar fjárhagsáhyggjur eru sjö sinnum líklegri til að skilgreinast í kulnun en þeir sem hafa litlar eða engar fjárhagsáhyggjur. Nærri fimm sinnum fleiri eru oft tilfinningalega örmagna í hópi þeirra sem hafa miklar fjárhagsáhyggjur í samanburði við þá sem hafa litlar eða engar fjárhagsáhyggjur,“ segir Tómas. „Þá eru þeir sem ekki ná endum saman þrefalt líklegri til að upplifa „þungar áhyggjur“ nokkrum sinnum í viku en þeir sem geta safnað sparifé. Þá eru þeir meira en fjórfalt líklegri til að vera niðurdregnir án sýnilegrar ástæðu, meira en þrefalt líklegri til að vera í andlegu ójafnvægi, nærri þrefalt líklegri til að upplifa svefnleysi og meira en tvöfalt líklegri til að upplifa pirring, svima, vöðvabólgu og bakverki. Þá eru þeir sem geta safnað sparifé nærri þrefalt líklegri til að vera „mjög ánægðir“ með lífið í samanburði við þá sem ekki ná endum saman,“ segir Tómas. Tómas segir mjög áhugavert að sjá að helmingi færri hafa fjárhagsáhyggjur sem eru í góðum samskiptum við í góðum samskiptum við fjölskyldu og vini en meðal þeirra sem eru það ekki. Þar segir Tómas hugsanlega skýringu vera þá að mögulega dugi stuðningur vina og fjölskyldu mörgum til að ráða við fjármálin og sterk félagstengsl sem síðan dragi úr áhyggjunum. „Minnihluti þeirra sem hafa fjárhagsáhyggjur sækir sér aðstoð“ segir Tómas og bætir við „en ef fólk sækir aðstoð er algengast að fólk sæki sér aðstoð til vina eða ættingja.“ Skýring á þessu segir Tómas hugsanlega vera þá að stundum dugi stuðningur vina og fjölskyldu mörgum til að ráða við fjármálin og sterk félagstengsl sem síðan dragi úr áhyggjunum. Nærri fimm sinnum fleiri eru oft tilfinningalega örmagna í hópi þeirra sem hafa miklar fjárhagsáhyggjur Þeir sem eru með fjárhagsáhyggjur eru sjö sinnum líklegri til að skilgreinast með kulnun.Vísir/Getty Minnihluti þeirra sem hafa fjárhagsáhyggjur sækir sér aðstoð Að læra af sögunni: Hrun I og hrun II Í könnunum Gallup er meðal annars spurt um hvort heimilið sé að safna skuldum, noti sparifé til að ná endum saman, hvort endar nái saman með naumindum eða hvort heimilið geti safnað sparifé. Eftir að hafa rýnt í niðurstöður í rúman áratug, segir Tómas mikilvægast nú að læra af sögunni og fyrri samdráttarskeiðum, hvar erfiðleikarnir verða mestir. Þar séu gögnin meðal annars að sýna að nú þarf að huga betur að sálræna og félagslega þættinum. „Þá er mikilvægt að þeir sem verða í eldlínunni við að aðstoða fólk að ráða fram úr fjármálum sínum hafi burði og þekkingu til að huga einnig að sálrænum og félagslegum þáttum í ljósi hinna sterku tengsla sem þarna eru á milli,“ segir Tómas. Meðfylgjandi er samantekt sem sýna ýmsar niðurstöður mælinga frá Gallup. Fjárhagsstaða heimilanna er nátengd þróun efnahagsmála Hlutfall svarenda sem segir að heimilið geti safnað sparifé er breytilegt eftir efnahagsástandi. Árið 2007 sögðu tveir af hverjum þremur að heimilið gæti safnað sparifé en aðeins þriðjungur svarenda árið 2013, þegar hlutfallið var lægst. Sama mynstur má sjá í gögnum Hagstofu þar sem fleiri sögðust eiga erfitt með að ná endum saman á árunum 2010-2013 en önnur ár. Hlutfall þeirra sem getur safnað sparifé hefur svo farið vaxandi aftur og náði hámarki í mælingum okkar á fyrstu mánuðum þessa árs, áður en COVID-19 brast á. Nú standa yfir nýjar mælingar, en miðað við atvinnuleysið sem er að bresta á er líklegt að þessar tölur muni breytast hratt eftir því sem líður á árið. Áhrif efnahagsáfalla koma ekki strax fram Þróun fjárhagsstöðu heimilanna sýnir að áhrif efnahagslegra áfalla koma fram smám saman. Þau heimili sem geta, draga úr neyslu sinni og ganga á sparifé til að ná endum saman. Þá fá sumir atvinnuleysisbætur sem draga úr neikvæðum áhrifum atvinnuleysis á fjárhagsstöðu fyrst um sinn. Á hinn bóginn, koma afleiðingarnar strax fram hjá þeim heimilum sem standa verst, því þau hafa ekki svigrúm til að bregðast við. ,,Guð blessi Ísland" sagði Geir Haarde þáverandi forsætisráðherra í ávarpi sínu til þjóðarinnar 6.október 2008. Mælingar Gallup sýna að áhrif efnahagsáfalla koma ekki fram strax heldur smám saman.Vísir Í bankahruninu versnaði staða 35-44 ára mest Hjá flestum aldurshópum tvöfaldaðist hlutfall þeirra sem „ekki ná endum saman“ milli 2007 og 2011, en ekki kom fram mikill munur milli kynja. Mesta aukningin var hjá aldurshópunum 35-44 ára, sem stafar af eðli þeirrar kreppu, falls krónunnar og hækkun skuldanna, en minnstu áhrifa gætti hjá elsta aldurshópnum. Fjárhagsáhyggjur minnka með auknum tekjum Það er eðlilega samband milli tekna og fjárhagsáhyggja, en þó fer það ekki endilega saman. Lágtekjuhópurinn er fjölbreyttur hópur. Fólk með litla umönnunarbyrgði og lítinn húsnæðiskostnað getur lifað á litlu. Öðru máli gegnir t.d. um barnafjölskyldu sem býr við háan húsnæðiskostnað. Hlutfall þeirra sem ná ekki endum saman (safna skuldum eða nota sparifé til að ná endum saman) er hæst þar sem tekjur fjölskyldunnar eru hvað lægstar. Ríflega fjórðungur í hópi þeirra sem segja fjölskyldutekjur 400 þúsund eða lægri segist ekki ná endum saman en aðeins 2% í hæsta tekjuhópnum, þar sem fjölskyldutekjur eru 1500 þús. eða hærri á mánuði. Við höfum líka reglulega spurt um fjárhagsáhyggjur, bæði meðal almennings og fyrir mörg stéttarfélög. Í hópi Eflingarfólks eru nærri þrisvar sinnum fleiri með „mjög miklar“ áhyggjur af fjárhag en almennt gerist. Í hópi Eflingarfólks hafa 60% „miklar fjárhagsáhyggjur“ meðal þeirra sem eru með tekjur undir 350 þúsund í heildarlaun á mánuði en 38% meðal þeirra sem eru með 550 þúsund eða meira í heildarlaun á mánuði. Þá kemur í ljós að sex sinnum fleiri hafa átt í erfiðleikum með að standa skil á afborgunum af lánum meðal þeirra sem hafa miklar fjárhagsáhyggjur en meðal þeirra sem hafa litlar eða engar fjárhagsáhyggjur. Tvöfalt fleiri hafa fjárhagsáhyggjur í hópi grunnskólamenntaðra en meðal fólks með háskólamenntun Þá eru einnig sterk tengsl á milli fjárhagsáhyggja og menntunar og færri hafa áhyggjur í hópi háskólamenntaðra en meðal þeirra sem eingöngu hafa lokið grunnskólaprófi. Fáir á ferli í samkomubanni og vaxandi atvinnuleysi.Vísir/Vilhelm Ungar barnafjölskyldur voru í mestum vanda í bankahruninu Í greiningu sem Seðlabankinn gerði 2012 kom fram að ungar barnafjölskyldur sem höfðu tekið húsnæðislán fyrir bankahrun var sá hópur sem var í mestum vanda. Í gögnum Hagstofu má sjá að einstæðir foreldrar er sú fjölskyldugerð sem að jafnaði á erfiðast með að ná endum saman. Nærri átta af tíu sögðu erfitt að láta enda ná saman árið 2011. Ástandið batnaði svo ár frá ári, en þó ekki meira en svo að sex af tíu sögðu erfitt að ná endum saman árið 2016. Bilið milli leigjenda og þeirra sem bjuggu í eigin húsnæði breikkaði 2012-2016 Í yfirlitsgrein sem við skrifuðum árið 2018 kom fram að í kreppunni dróg saman með húsnæðiseigendum og leigjendum hvað varðar fjárhagsstöðu heimilanna, en frá 2014 tóku leiðir að skilja á ný og sýna greiningar að staða leigjenda er töluvert verri en þeirra sem eiga eigið húsnæði. Í gögnum Hagstofu sést einnig að leigjendur standa mun verr að vígi en þeir sem búa i eigin húsnæði. Hlutfall þeirra sem búa við „íþyngjandi húsnæðiskostnað“ - skilgreindur sem húsnæðiskostnaður sem nemur a.m.k. 40% af ráðstöfunartekjum – jókst mjög í samanburði við þá sem eiga húsnæði frá 2012. Í könnunum sem við höfum unnið fyrir ýmis stéttarfélög má einnig sjá að fjárhagsáhyggjur eru að jafnaði meiri meðal þeirra sem eru í leiguhúsnæði en meðal þeirra sem búa í eigin húsnæði. Þá er mikilvægt að þeir sem verða í eldlínunni við að aðstoða fólk að ráða fram úr fjármálum sínum hafi burði og þekkingu til að huga einnig að sálrænum og félagslegum þáttum í ljósi hinna sterku tengsla sem þarna eru á milli.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Heilsa Mannauðsmál Vinnumarkaður Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira