Netverslun vikunnar er Heimkaup.is: Meira úrval en nokkur önnur íslensk netverslun 18. maí 2020 08:49 Guðmundur Magnason, framkvæmdastjóri Heimkaup.is. Vísir/Vilhelm Heimkaup.is er netverslun vikunnar á Vísi. Hjá Heimkaup.is fæst nánast allt milli himins og jarðar sama dag og pantað er en verslunin býður yfir 50.000 vörunúmer. „Hjá okkur er hægt að kaupa allt í ísskápinn og ísskápinn sjálfan, krydd, kökur, frostpinna, grænmeti og ávexti, frosinn fisk, fatnað og skó og miklu meira til! Við bjóðum meira úrval en nokkur önnur netverslun á landinu og allt á lager. Vörurnar eru allar til afhendingar strax, hvort sem um er að ræða reiðhjól eða mandarínupoka,“ segir Guðmundur Magnason, framkvæmdastjóri Heimkaup.is. Framúrskarandi þjónusta Þjónustustig Heimkaup.is er hátt, vörur eru afhentar alla daga, einnig um helgar og á helgidögum. Deginum er skipt upp í tveggja tíma hólf sem hægt er að panta inn í með klukkutíma fyrirvara, frá 9 til 21 á kvöldin. „Ef viðskiptavinur á höfuðborgarsvæðinu pantar fyrir klukkan 16 komum við með pöntunina milli klukkan 17 og 19. Á Reykjanesi, í Hveragerði og á Selfossi og Akranesi komum við með pöntunina samdægurs. Ef viðskiptavinir á þessum svæðum panta fyrir klukkan 16 mætum við um kvöldið með vörurnar,“ útskýrir Guðmundur. Vilhelm Hvað er í matinn? Heimkaup.is hefur leyst þá eilífðarþraut að ákveða hvað á að vera í kvöldmatinn, á afar þægilegan hátt. Á síðunni er að finna fjölda uppskrifta og hægt er að panta allt hráefni í þær í einum smelli og fá sent heim. Uppskriftin kemur meira að segja sem sms í símann svo hægt er að hafa hana handhæga þegar kemur að því að elda. „Hjá okkur þarf ekki að skipuleggja neitt fram í tímann, bara fara inn á síðuna og panta og við erum mætt samdægurs á þeim tíma sem hentar. Ekki þarf að panta fyrir marga daga í einu, nema fólk vilji og stóri kosturinn er að ef þú átt eitthvað af hráefninu í uppskriftinni heima, þá hakarðu það bara út. Eins er hægt að skipta hráefni út fyrir annað, til dæmis ef þig langar í rjóma frekar en matreiðslurjóma eða vilt skipta út hakkinu fyrir ódýrara hakk,“ útskýrir Guðmundur. „Við höfum þróað þetta í dálítinn tíma og erum alltaf að bæta uppskriftum við. Þær eru flokkaðar niður þannig að hægt er að fara beint inn í grænmetisrétti, fiskrétti eða kjúklingarétti og svo framvegis. Fólk sem uppgötvar þessa þjónustu notar hana aftur og aftur enda ótrúlega þægilegt að panta í rólegheitum í vinnunni og fá svo uppskriftina og hráefnið í hendurnar þegar þú kemur heim. Þá eru viðskiptavinir okkar sérstaklega ánægðir með að hjá okkur er hægt að sjá hver síðasti söludagur er á hverri vöru. Það er þjónusta sem einungis Heimkaup.is býður upp á,“ segir Guðmundur. Fjölskyldukarfan opin innkaupakarfa sem safnað er í Á annasömum dögum er ekkert einfalt að halda yfirsýn yfir stöðuna í skápunum. Heimkaup.is setti Fjölskyldukörfuna í gang til að einfalda innkaupin fyrir heimilið svo um munar. „Fjölskyldukarfan er opin innkaupakarfa sem margir geta bætt í eftir því hvað klárast úr skápunum. Það kannast allar fjölskyldur við að einn klárar mjólkina og annar kexið en með þessu getur sá sem klárar mjólkina bætt henni strax í körfuna og smám saman safnast í körfuna allt sem þarf að kaupa inn. Svo fer sá sem er með peningavöldin yfir körfuna áður en pöntunin er send. Hægt er að bæta við ef eitthvað hefur gleymst eða taka vörur út ef grunsamlega margir tölvuleikir og kókópuffspakkar hafa rataða í körfuna,“ segir Guðmundur. Nánari upplýsingar er að finna á heimkaup.is Vefverslun vikunnar Matur Mest lesið „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Fleiri fréttir Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Hvernig verður steypa græn? Land Cruiser 250: Frumsýning á laugardag Jólagjöf sem hefur slegið í gegn - Dineout gjafabréf Krafturinn keyrir alla skynsemi á kaf - Polestar 4 reynsluakstur Á Hrafnistu vinna öll að sama markmiði Slepptu biðröðinni og bókaðu dekkjaskiptin á nesdekk.is Hvað gefa vinnustaðir í jólagjöf? Fyrirtækjagjafir á Vísi Met mæting í Klinkuboð Ert þú á leið í framkvæmdir og veist ekki hvar þú átt að byrja? Októberfest í Bílheimum á laugardaginn Spennandi tækifæri í Mosfellsbæ Sjá meira
Heimkaup.is er netverslun vikunnar á Vísi. Hjá Heimkaup.is fæst nánast allt milli himins og jarðar sama dag og pantað er en verslunin býður yfir 50.000 vörunúmer. „Hjá okkur er hægt að kaupa allt í ísskápinn og ísskápinn sjálfan, krydd, kökur, frostpinna, grænmeti og ávexti, frosinn fisk, fatnað og skó og miklu meira til! Við bjóðum meira úrval en nokkur önnur netverslun á landinu og allt á lager. Vörurnar eru allar til afhendingar strax, hvort sem um er að ræða reiðhjól eða mandarínupoka,“ segir Guðmundur Magnason, framkvæmdastjóri Heimkaup.is. Framúrskarandi þjónusta Þjónustustig Heimkaup.is er hátt, vörur eru afhentar alla daga, einnig um helgar og á helgidögum. Deginum er skipt upp í tveggja tíma hólf sem hægt er að panta inn í með klukkutíma fyrirvara, frá 9 til 21 á kvöldin. „Ef viðskiptavinur á höfuðborgarsvæðinu pantar fyrir klukkan 16 komum við með pöntunina milli klukkan 17 og 19. Á Reykjanesi, í Hveragerði og á Selfossi og Akranesi komum við með pöntunina samdægurs. Ef viðskiptavinir á þessum svæðum panta fyrir klukkan 16 mætum við um kvöldið með vörurnar,“ útskýrir Guðmundur. Vilhelm Hvað er í matinn? Heimkaup.is hefur leyst þá eilífðarþraut að ákveða hvað á að vera í kvöldmatinn, á afar þægilegan hátt. Á síðunni er að finna fjölda uppskrifta og hægt er að panta allt hráefni í þær í einum smelli og fá sent heim. Uppskriftin kemur meira að segja sem sms í símann svo hægt er að hafa hana handhæga þegar kemur að því að elda. „Hjá okkur þarf ekki að skipuleggja neitt fram í tímann, bara fara inn á síðuna og panta og við erum mætt samdægurs á þeim tíma sem hentar. Ekki þarf að panta fyrir marga daga í einu, nema fólk vilji og stóri kosturinn er að ef þú átt eitthvað af hráefninu í uppskriftinni heima, þá hakarðu það bara út. Eins er hægt að skipta hráefni út fyrir annað, til dæmis ef þig langar í rjóma frekar en matreiðslurjóma eða vilt skipta út hakkinu fyrir ódýrara hakk,“ útskýrir Guðmundur. „Við höfum þróað þetta í dálítinn tíma og erum alltaf að bæta uppskriftum við. Þær eru flokkaðar niður þannig að hægt er að fara beint inn í grænmetisrétti, fiskrétti eða kjúklingarétti og svo framvegis. Fólk sem uppgötvar þessa þjónustu notar hana aftur og aftur enda ótrúlega þægilegt að panta í rólegheitum í vinnunni og fá svo uppskriftina og hráefnið í hendurnar þegar þú kemur heim. Þá eru viðskiptavinir okkar sérstaklega ánægðir með að hjá okkur er hægt að sjá hver síðasti söludagur er á hverri vöru. Það er þjónusta sem einungis Heimkaup.is býður upp á,“ segir Guðmundur. Fjölskyldukarfan opin innkaupakarfa sem safnað er í Á annasömum dögum er ekkert einfalt að halda yfirsýn yfir stöðuna í skápunum. Heimkaup.is setti Fjölskyldukörfuna í gang til að einfalda innkaupin fyrir heimilið svo um munar. „Fjölskyldukarfan er opin innkaupakarfa sem margir geta bætt í eftir því hvað klárast úr skápunum. Það kannast allar fjölskyldur við að einn klárar mjólkina og annar kexið en með þessu getur sá sem klárar mjólkina bætt henni strax í körfuna og smám saman safnast í körfuna allt sem þarf að kaupa inn. Svo fer sá sem er með peningavöldin yfir körfuna áður en pöntunin er send. Hægt er að bæta við ef eitthvað hefur gleymst eða taka vörur út ef grunsamlega margir tölvuleikir og kókópuffspakkar hafa rataða í körfuna,“ segir Guðmundur. Nánari upplýsingar er að finna á heimkaup.is
Vefverslun vikunnar Matur Mest lesið „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Fleiri fréttir Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Hvernig verður steypa græn? Land Cruiser 250: Frumsýning á laugardag Jólagjöf sem hefur slegið í gegn - Dineout gjafabréf Krafturinn keyrir alla skynsemi á kaf - Polestar 4 reynsluakstur Á Hrafnistu vinna öll að sama markmiði Slepptu biðröðinni og bókaðu dekkjaskiptin á nesdekk.is Hvað gefa vinnustaðir í jólagjöf? Fyrirtækjagjafir á Vísi Met mæting í Klinkuboð Ert þú á leið í framkvæmdir og veist ekki hvar þú átt að byrja? Októberfest í Bílheimum á laugardaginn Spennandi tækifæri í Mosfellsbæ Sjá meira