McIlroy gagnrýnir Trump og vill ekki spila aftur við hann Sindri Sverrisson skrifar 16. maí 2020 07:00 Rory McIlroy sló væntanlega í gegn hjá öllum með ummælum sínum um Donald Trump. VÍSIR/GETTY Norður-írski kylfingurinn Rory McIlroy segist ekki hafa áhuga á því að spila aftur golf við Donald Trump, Bandaríkjaforseta, og efast reyndar um að hann fái aftur slíkt boð eftir að hafa sett út á það hvernig Trump hefur tekist á við kórónuveirufaraldurinn. McIlroy var boðið að spila golf við Trump í febrúar árið 2017 og kveðst hafa gert það af virðingu fyrir forsetaembættinu. „Ég hef kosið að gera það ekki aftur síðan þá,“ sagði McIlroy í hlaðvarpsþætti McKellar tímaritsins. Hann segist hafa notið dagsins með Trump og að forsetinn hafi verið mjög almennilegur við alla. „Það þýðir hins vegar ekki að ég sé sammála öllu sem hann segir, eða í raun nokkru sem hann segir,“ sagði McIlroy sem vill meina að Trump hafi viljað nota faraldurinn í pólitískum tilgangi. „Eins og að þetta sé einhver keppni. Sumt af þessu er alveg hræðilegt. Svona á leiðtogi ekki að haga sér. Menn þurfa að geta verið diplómatískir, og mér finnst hann ekki hafa sýnt það, sérstaklega á þessum tímum,“ sagði McIlroy sem var svo spurður hvort hann gæti hugsað sér að spila aftur við forsetann: „Ég veit ekki hvort að hann myndi vilja það eftir það sem ég hef sagt. Ég veit að það hljómar eins og að með því að segja nei væri ég að reyna að forðast að setja mig í erfiða stöðu eða verða fyrir gagnrýni, en nei, ég myndi ekki gera það.“ Eftir langt hlé frá keppni vegna faraldursins mun McIlroy keppa að nýju á morgun þegar hann spilar með Dustin Johnson gegn Rickie Fowler og Matthew Wolff í keppni þar sem safna á 4 milljónum Bandaríkjadala til góðgerðamála vegna faraldursins. Mótið verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Golf. Golf Donald Trump Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Norður-írski kylfingurinn Rory McIlroy segist ekki hafa áhuga á því að spila aftur golf við Donald Trump, Bandaríkjaforseta, og efast reyndar um að hann fái aftur slíkt boð eftir að hafa sett út á það hvernig Trump hefur tekist á við kórónuveirufaraldurinn. McIlroy var boðið að spila golf við Trump í febrúar árið 2017 og kveðst hafa gert það af virðingu fyrir forsetaembættinu. „Ég hef kosið að gera það ekki aftur síðan þá,“ sagði McIlroy í hlaðvarpsþætti McKellar tímaritsins. Hann segist hafa notið dagsins með Trump og að forsetinn hafi verið mjög almennilegur við alla. „Það þýðir hins vegar ekki að ég sé sammála öllu sem hann segir, eða í raun nokkru sem hann segir,“ sagði McIlroy sem vill meina að Trump hafi viljað nota faraldurinn í pólitískum tilgangi. „Eins og að þetta sé einhver keppni. Sumt af þessu er alveg hræðilegt. Svona á leiðtogi ekki að haga sér. Menn þurfa að geta verið diplómatískir, og mér finnst hann ekki hafa sýnt það, sérstaklega á þessum tímum,“ sagði McIlroy sem var svo spurður hvort hann gæti hugsað sér að spila aftur við forsetann: „Ég veit ekki hvort að hann myndi vilja það eftir það sem ég hef sagt. Ég veit að það hljómar eins og að með því að segja nei væri ég að reyna að forðast að setja mig í erfiða stöðu eða verða fyrir gagnrýni, en nei, ég myndi ekki gera það.“ Eftir langt hlé frá keppni vegna faraldursins mun McIlroy keppa að nýju á morgun þegar hann spilar með Dustin Johnson gegn Rickie Fowler og Matthew Wolff í keppni þar sem safna á 4 milljónum Bandaríkjadala til góðgerðamála vegna faraldursins. Mótið verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Golf.
Golf Donald Trump Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira