Jóhanna lækkaði hæstu laun innan kerfisins vegna kreppunnar Jakob Bjarnar skrifar 15. apríl 2020 15:00 Sem einn liður í því að takast á við kreppuna taldi Jóhanna það mikilvægt að lækka laun æðstu embættismanna kerfinsins. Katrín Jakobsdóttir segist skilja að fólk sé ósátt við hækkanir á launum þingheims en Bjarni hefur bent á að við horfum fram á afar djúpa efnahagslægð. Í kjölfar hruns fjármálakerfisins árið 2008 boðaði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra að laun æðstu embættismanna yrðu lækkuð. Þetta var til að mæta vanda þeim sem þjóðin stóð frammi fyrir. Viðmiðið var það að engin laun yrðu hærri en forsætisráðherrans sem þá, í maí árið 2009, voru 935 þúsund krónur. Fátt bendir til þess að þingið vilji taka á sig lækkun Lagabreytingu þurfti til að koma þessu í gegn, það er að lækka laun ýmissa ríkisforstjóra. Í dag liggur fyrir að enn dýpri kreppa en hófst árið 2008 blasir við vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Það er ef marka má orð Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra sem talar um fordæmalausa efnahagskreppu; mesti samdráttur í heila öld. Hins vegar hefur komið fram að laun þingheims, ráðherra og ráðuneytisstjóra hækkuðu nú í upphafi árs að teknu tilliti til launavísitölu Hagstofunnar ársins 2018. Almennur vinnumarkaður stendur í ljósum logum en opinberi geirinn stendur í vari – um hríð. Í samtali við Jón Þór Ólafsson þingmann Pírata þá segir hann engin merki þess að vilji þingmanna standi til þess að vilja deila kjörum með þjóðinni með lækkun launa sín. Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata hefur gefið það út að hún vilji að hækkanirnar í byrjun árs gangi til baka. En, þá er verið að tala um lækkun á launum þingmanna um sem nemur 6,3 prósentum. Bankastjórar lækkuðu í launum um tæpa milljón Sé aftur litið um öxl, til ársins 2009, þá fóru fréttastofur yfir það hvað yfirlýsingar ríkisstjórnar Jóhönnu hefðu í för með sér með fáeinum dæmum. Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka og Finnur Sveinbjörnsson þá forstjóri Kaupþings voru með 1750 þúsund í mánaðalaun. Þetta þýðir að þeirra laun þurfa að lækka um 815 þúsund til að fara niður í laun forsætisráðherra. Ásmundur Stefánsson kollegi þeirra í Landsbankanum er með eina og hálfa milljón í laun, þannig að hans laun þyrftu að lækka um 565 þúsund. Hulda Gunnlaugsdóttir forstjóri Landspítalans er með 1390 þúsund í mánaðarlaun, sem er 455 þúsundum meira en Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hefur í laun. Forstjóri Íbúðalánasjóðs, Guðmundur Bjarnason eru með laun upp á 1218 þúsund á mánuði, þannig að hans laun þyrftu að lækka um 283 þúsund og Gunnar Þ. Andersen forstjóri Fjármálaeftirlitsins er með 1250 þúsund í laun, eða 315 þúsundum meira en forsætisráðherra. Svo fáein dæmi séu nefnd. Kjaramál Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Mesti samdráttur frá Kreppunni miklu Samdráttur á hagkerfi heimsins verður sá mesti í áratugi að mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS). Efnahagsþrengingarnar vegna kórónuveiruheimsfaraldursins eru þær mestu frá því í Kreppunni miklu á 4. áratug síðustu aldar. 14. apríl 2020 18:55 Formenn flokkanna ræddu launahækkanir í dag Fyrirhugaðar launahækkanir ráðherra og þingmanna voru ræddar á fundi formanna stjórnmálaflokkanna á Alþingi í morgun. Halldóra Mogensen, formaður þingflokks Pírata, segir flokk sinn tilbúinn með frumvarp um að fella niður hækkanirnar aðhafist ríkisstjórnin ekkert í málinu. 14. apríl 2020 20:00 Þingmenn, ráðherrar og ráðuneytisstjórar fengu rausnarlega launahækkun Laun Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra hækkaði um tæplega 130 þúsund krónur. 8. apríl 2020 08:00 Launahækkanir ráðamanna með ólíkindum á tímum verkfalla og kórónuveiru Formaður Eflingar segir launahækkanir ráðamanna sýna fram á fáránleika þeirrar beiðni stjórnvalda að allir standi saman átímum kórónuveiru. Hluti þjóðarinnar fái hækkun á ofurlaunum ámeðan meirihlutinn sjái fram áatvinnuleysi, launalækkanir og erfiðari aðstæður í starfi. 8. apríl 2020 12:14 Mest lesið Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Í kjölfar hruns fjármálakerfisins árið 2008 boðaði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra að laun æðstu embættismanna yrðu lækkuð. Þetta var til að mæta vanda þeim sem þjóðin stóð frammi fyrir. Viðmiðið var það að engin laun yrðu hærri en forsætisráðherrans sem þá, í maí árið 2009, voru 935 þúsund krónur. Fátt bendir til þess að þingið vilji taka á sig lækkun Lagabreytingu þurfti til að koma þessu í gegn, það er að lækka laun ýmissa ríkisforstjóra. Í dag liggur fyrir að enn dýpri kreppa en hófst árið 2008 blasir við vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Það er ef marka má orð Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra sem talar um fordæmalausa efnahagskreppu; mesti samdráttur í heila öld. Hins vegar hefur komið fram að laun þingheims, ráðherra og ráðuneytisstjóra hækkuðu nú í upphafi árs að teknu tilliti til launavísitölu Hagstofunnar ársins 2018. Almennur vinnumarkaður stendur í ljósum logum en opinberi geirinn stendur í vari – um hríð. Í samtali við Jón Þór Ólafsson þingmann Pírata þá segir hann engin merki þess að vilji þingmanna standi til þess að vilja deila kjörum með þjóðinni með lækkun launa sín. Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata hefur gefið það út að hún vilji að hækkanirnar í byrjun árs gangi til baka. En, þá er verið að tala um lækkun á launum þingmanna um sem nemur 6,3 prósentum. Bankastjórar lækkuðu í launum um tæpa milljón Sé aftur litið um öxl, til ársins 2009, þá fóru fréttastofur yfir það hvað yfirlýsingar ríkisstjórnar Jóhönnu hefðu í för með sér með fáeinum dæmum. Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka og Finnur Sveinbjörnsson þá forstjóri Kaupþings voru með 1750 þúsund í mánaðalaun. Þetta þýðir að þeirra laun þurfa að lækka um 815 þúsund til að fara niður í laun forsætisráðherra. Ásmundur Stefánsson kollegi þeirra í Landsbankanum er með eina og hálfa milljón í laun, þannig að hans laun þyrftu að lækka um 565 þúsund. Hulda Gunnlaugsdóttir forstjóri Landspítalans er með 1390 þúsund í mánaðarlaun, sem er 455 þúsundum meira en Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hefur í laun. Forstjóri Íbúðalánasjóðs, Guðmundur Bjarnason eru með laun upp á 1218 þúsund á mánuði, þannig að hans laun þyrftu að lækka um 283 þúsund og Gunnar Þ. Andersen forstjóri Fjármálaeftirlitsins er með 1250 þúsund í laun, eða 315 þúsundum meira en forsætisráðherra. Svo fáein dæmi séu nefnd.
Kjaramál Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Mesti samdráttur frá Kreppunni miklu Samdráttur á hagkerfi heimsins verður sá mesti í áratugi að mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS). Efnahagsþrengingarnar vegna kórónuveiruheimsfaraldursins eru þær mestu frá því í Kreppunni miklu á 4. áratug síðustu aldar. 14. apríl 2020 18:55 Formenn flokkanna ræddu launahækkanir í dag Fyrirhugaðar launahækkanir ráðherra og þingmanna voru ræddar á fundi formanna stjórnmálaflokkanna á Alþingi í morgun. Halldóra Mogensen, formaður þingflokks Pírata, segir flokk sinn tilbúinn með frumvarp um að fella niður hækkanirnar aðhafist ríkisstjórnin ekkert í málinu. 14. apríl 2020 20:00 Þingmenn, ráðherrar og ráðuneytisstjórar fengu rausnarlega launahækkun Laun Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra hækkaði um tæplega 130 þúsund krónur. 8. apríl 2020 08:00 Launahækkanir ráðamanna með ólíkindum á tímum verkfalla og kórónuveiru Formaður Eflingar segir launahækkanir ráðamanna sýna fram á fáránleika þeirrar beiðni stjórnvalda að allir standi saman átímum kórónuveiru. Hluti þjóðarinnar fái hækkun á ofurlaunum ámeðan meirihlutinn sjái fram áatvinnuleysi, launalækkanir og erfiðari aðstæður í starfi. 8. apríl 2020 12:14 Mest lesið Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Mesti samdráttur frá Kreppunni miklu Samdráttur á hagkerfi heimsins verður sá mesti í áratugi að mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS). Efnahagsþrengingarnar vegna kórónuveiruheimsfaraldursins eru þær mestu frá því í Kreppunni miklu á 4. áratug síðustu aldar. 14. apríl 2020 18:55
Formenn flokkanna ræddu launahækkanir í dag Fyrirhugaðar launahækkanir ráðherra og þingmanna voru ræddar á fundi formanna stjórnmálaflokkanna á Alþingi í morgun. Halldóra Mogensen, formaður þingflokks Pírata, segir flokk sinn tilbúinn með frumvarp um að fella niður hækkanirnar aðhafist ríkisstjórnin ekkert í málinu. 14. apríl 2020 20:00
Þingmenn, ráðherrar og ráðuneytisstjórar fengu rausnarlega launahækkun Laun Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra hækkaði um tæplega 130 þúsund krónur. 8. apríl 2020 08:00
Launahækkanir ráðamanna með ólíkindum á tímum verkfalla og kórónuveiru Formaður Eflingar segir launahækkanir ráðamanna sýna fram á fáránleika þeirrar beiðni stjórnvalda að allir standi saman átímum kórónuveiru. Hluti þjóðarinnar fái hækkun á ofurlaunum ámeðan meirihlutinn sjái fram áatvinnuleysi, launalækkanir og erfiðari aðstæður í starfi. 8. apríl 2020 12:14