Allir íbúar í Árborg, húsnæði dvalarheimilisins Bergs í Bolungarvík, sæta nú sóttkví eftir að tveir íbúar í húsinu, sem ekki eru heimilismenn á Bergi, greindust með kórónuveiruna. Þetta staðfestir Gylfi Ólafsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða, í samtali við fréttastofu og segir sóttkvínni hafa verið komið á í gær.
Árborg, sem iðulega gengur undir nafninu Hvíta húsið, hýsir hjúkrunarheimilið, safnaðarheimili kirkjunnar og íbúðir fyrir aldraða. Í frétt bæjarblaðsins Bæjarins besta segir að umræddir íbúar hússins hafi greinst með veiruna í fyrradag og báðir verið fluttir á sjúkrahús, annar til Reykjavíkur og hinn til Akureyrar.
Gylfi sagði í samtali við Vísi í morgun að sex væru smitaðir á Bergi og fjórir í einangrun. 75 hafa greinst með kórónuveiruna á Vestfjörðum, samkvæmt tölum á Covid.is.