Fer ekki saman að segja fólki upp og nýta hlutabótaúrræði á sama tíma segir forstjóri Vinnumálastofnunar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 15. apríl 2020 21:00 Forstjóri Vinnumálastofnunar segir alls ekki fara saman að segja upp starfsfólki og nýta hlutabótaúrræði stjórnvalda á uppsagnartímanum. Fyrirtæki sem hugsanlega hafi miskilið þetta eru hvött til að draga uppsagnir til baka. Samtök atvinnulífsins, ASÍ og Vinnumálastofnun hafa í gær og í morgun fundað um álitaefni sem snýr að því hvort gera megi samning um hlutaatvinnuleysisbætur á uppsagnartíma. Dæmi eru um að fyrirtæki, sem hafa sagt upp starfsfólki, nýti hlutabótaúrræðið á uppsagnartímabilinu og dragi þannig úr kostnaði við að greiða uppsagnarfrest. „Við höfum komist að niðurstöðu hérna hjá stofnuninni. Við höfum bara verið að kasta á milli okkar skoðunum, aðilar vinnumarkaðarins og við og niðurstaðan okkar er sú að þetta fari alls ekki saman,“ segir Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar. Sjá einnig: Hvetja fyrirtæki sem hafa „misskilið reglurnar“ til að draga uppsagnir til baka Félags- og barnamálaráðherra tekur undir túlkun stofnunarinnar. Samtök atvinnulífsins hafa túlkað lögin með öðrum hætti. Unnur hvetur þau fyrirtæki sem hugsanlega hafi brugðið á þetta ráð til að endurskoða. „Annað hvort að draga uppsagnirnar til baka ef að þau geta og vilja hafa fólk á minnkuðu starfshlutfalli. Eða þá að því miður verða þau kannski að taka skrefið til fulls og segja upp sem er náttúrlega afar leitt en tilgangur þessa ákvæðis, sem er til bráðabyrgða í tvo og hálfan mánuð var að auka möguleika fólks, atvinnurekenda og starfsfólksins til þess að viðhalda sínu ráðningarsambandi, ekki til þess að láta uppsagnarfrestinn líða. Því miður það var bara ekki tilgangurinn,“ segir Unnur. Hafi einhver fyrirtæki misskilið reglurnar eða meðvitað brugðið á þetta ráð muni stofnunin alltaf komast að því þegar fram líða stundir. „Okkar túlkun er þessi og ef að fólk er ósátt við hana þá verður bara að kæra slíka niðurstöðu þegar fyrir liggur stjórnsýsluákvörðun. Ef við þurfum að synja fólki um greiðslur í minnkuðu starfshlutfalli vegna þess að það er einnig á uppsagnarfresti þá er hægt að kæra þá ákvörðun og svo verður bara að sjá til þegar það liggur fyrir.“ Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Hlutabótaleiðin Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Sjá meira
Forstjóri Vinnumálastofnunar segir alls ekki fara saman að segja upp starfsfólki og nýta hlutabótaúrræði stjórnvalda á uppsagnartímanum. Fyrirtæki sem hugsanlega hafi miskilið þetta eru hvött til að draga uppsagnir til baka. Samtök atvinnulífsins, ASÍ og Vinnumálastofnun hafa í gær og í morgun fundað um álitaefni sem snýr að því hvort gera megi samning um hlutaatvinnuleysisbætur á uppsagnartíma. Dæmi eru um að fyrirtæki, sem hafa sagt upp starfsfólki, nýti hlutabótaúrræðið á uppsagnartímabilinu og dragi þannig úr kostnaði við að greiða uppsagnarfrest. „Við höfum komist að niðurstöðu hérna hjá stofnuninni. Við höfum bara verið að kasta á milli okkar skoðunum, aðilar vinnumarkaðarins og við og niðurstaðan okkar er sú að þetta fari alls ekki saman,“ segir Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar. Sjá einnig: Hvetja fyrirtæki sem hafa „misskilið reglurnar“ til að draga uppsagnir til baka Félags- og barnamálaráðherra tekur undir túlkun stofnunarinnar. Samtök atvinnulífsins hafa túlkað lögin með öðrum hætti. Unnur hvetur þau fyrirtæki sem hugsanlega hafi brugðið á þetta ráð til að endurskoða. „Annað hvort að draga uppsagnirnar til baka ef að þau geta og vilja hafa fólk á minnkuðu starfshlutfalli. Eða þá að því miður verða þau kannski að taka skrefið til fulls og segja upp sem er náttúrlega afar leitt en tilgangur þessa ákvæðis, sem er til bráðabyrgða í tvo og hálfan mánuð var að auka möguleika fólks, atvinnurekenda og starfsfólksins til þess að viðhalda sínu ráðningarsambandi, ekki til þess að láta uppsagnarfrestinn líða. Því miður það var bara ekki tilgangurinn,“ segir Unnur. Hafi einhver fyrirtæki misskilið reglurnar eða meðvitað brugðið á þetta ráð muni stofnunin alltaf komast að því þegar fram líða stundir. „Okkar túlkun er þessi og ef að fólk er ósátt við hana þá verður bara að kæra slíka niðurstöðu þegar fyrir liggur stjórnsýsluákvörðun. Ef við þurfum að synja fólki um greiðslur í minnkuðu starfshlutfalli vegna þess að það er einnig á uppsagnarfresti þá er hægt að kæra þá ákvörðun og svo verður bara að sjá til þegar það liggur fyrir.“
Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Hlutabótaleiðin Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Sjá meira