Atvinnuleysi gæti náð hæstu hæðum í apríl Samúel Karl Ólason skrifar 16. apríl 2020 07:58 Líklegast munu margir útlendingar í ferðaþjónustu fara frá landi þegar ferðatakmörkunum verður aflétt. Vísir/Vilhelm Búast má við því að atvinnuleysi verðið allt að fimmtán prósent í þessum mánuði. Ef það gerist yrði það mesta atvinnuleysi sem mælst hefur. Um 40 prósent atvinnulausra eru erlendir ríkisborgarar og mun minni brottflutningur frá Íslandi valda þungu höggi á hérlendan vinnumarkað. „Hlutfall útlendinga í ferðaþjónustu er mun hærra á sumrin en á veturna sem bendir til þess að stór hluti vinnuaflsins sé tiltölulega laus. Kemur og fer. Það kemur til með að milda höggið fyrir ferðaþjónustuna en höggið verður eftir sem áður svakalegt,“ segir Ari Skúlason, sérfræðingur í hagfræðideild Landsbankans, í samtali við Fréttablaðið. Karl Sigurðsson, sérfræðingur hjá Vinnumálastofnun, segir líklegt að þegar ferðatakmörkunum verði aflétt sé líklegt að útlendingar sem hafi starfað í ferðaþjónustu og annarsstaðar muni fara frá landi. Reynslan í kjölfar fjármálarhundsins 2008 sýni það. Brottflutningurinn hafi þó verið minni en búist var við. Útlendingar sem hafi búið hér um lengri tíma, myndað sterkari tengsl við samfélagið og unnið sér inn þokkalegan atvinnuleysisbótarétt, hafi frekar ákveðið að setjast að á Íslandi en að fara. Undanfarin ár hefur útlendingum á vinnumarkaði fjölgað hratt. Hlutfallið var um fjórðungur í fyrra en ellefu prósent árið 2010. „Samhliða fjölgun þeirra á vinnumarkaðinum hefur hlutdeild útlendinga á atvinnuleysisskrá jafnframt vaxið jafnt og þétt en þeir voru um fjörutíu prósent atvinnulausra í lok síðasta árs, eins og áður sagði. Til samanburðar var hlutfallið á bilinu átján til tuttugu prósent á árunum 2012 til 2016,“ segir í Fréttablaðinu. Efnahagsmál Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Neytendur Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Búast má við því að atvinnuleysi verðið allt að fimmtán prósent í þessum mánuði. Ef það gerist yrði það mesta atvinnuleysi sem mælst hefur. Um 40 prósent atvinnulausra eru erlendir ríkisborgarar og mun minni brottflutningur frá Íslandi valda þungu höggi á hérlendan vinnumarkað. „Hlutfall útlendinga í ferðaþjónustu er mun hærra á sumrin en á veturna sem bendir til þess að stór hluti vinnuaflsins sé tiltölulega laus. Kemur og fer. Það kemur til með að milda höggið fyrir ferðaþjónustuna en höggið verður eftir sem áður svakalegt,“ segir Ari Skúlason, sérfræðingur í hagfræðideild Landsbankans, í samtali við Fréttablaðið. Karl Sigurðsson, sérfræðingur hjá Vinnumálastofnun, segir líklegt að þegar ferðatakmörkunum verði aflétt sé líklegt að útlendingar sem hafi starfað í ferðaþjónustu og annarsstaðar muni fara frá landi. Reynslan í kjölfar fjármálarhundsins 2008 sýni það. Brottflutningurinn hafi þó verið minni en búist var við. Útlendingar sem hafi búið hér um lengri tíma, myndað sterkari tengsl við samfélagið og unnið sér inn þokkalegan atvinnuleysisbótarétt, hafi frekar ákveðið að setjast að á Íslandi en að fara. Undanfarin ár hefur útlendingum á vinnumarkaði fjölgað hratt. Hlutfallið var um fjórðungur í fyrra en ellefu prósent árið 2010. „Samhliða fjölgun þeirra á vinnumarkaðinum hefur hlutdeild útlendinga á atvinnuleysisskrá jafnframt vaxið jafnt og þétt en þeir voru um fjörutíu prósent atvinnulausra í lok síðasta árs, eins og áður sagði. Til samanburðar var hlutfallið á bilinu átján til tuttugu prósent á árunum 2012 til 2016,“ segir í Fréttablaðinu.
Efnahagsmál Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Neytendur Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent