Innlent

Beina því til fyrirtækja að fylgja túlkun Vinnumálastofnunar

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA.
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA. Vísir/vilhelm

Samtök atvinnulífsins munu framvegis beina þeim tilmælum til aðildarfyrirtækja að haga uppsögnum og samningum um hlutabótaleiðina svokölluðu til samræmis við túlkun Vinnumálastofnunar.

Samtök atvinnulífsins, ASÍ og Vinnumálastofnun áttu fundi fyrr í vikunni um álitaefni sem snýr að því hvort gera megi samning um hlutaatvinnuleysisbætur á uppsagnartíma. Samtök atvinnulífsins höfðu framanaf túlkað lögin á þá leið að þessi leið væri fær og höfðu jafnvel ráðlagt fyrirtækjum um þennan möguleika.

Sjá einnig: Fer ekki saman að segja fólki upp og nýta hlutabótaúrræði á sama tíma segir forstjóri Vinnumálastofnunar

„Örfá álitamál hafa komið upp í tengslum við þetta úrræði stjórnvalda, meðal annars hvort heimilt sé að greiða hlutabætur til starfsmanna á uppsagnarfresti. Þar sem ákvæðið um hlutabætur er óskýrt hvað það varðar hafa Samtök atvinnulífsins túlkað lögin umsækjendum í hag,“ segir meðal annars í tilkynningu á heimasíðu SA.

Líkt og fréttastofa greindi frá í gær hefur Vinnumálastofnun tilkynnt að það fari ekki saman segja starfsfólki upp og á sama tíma fái það greiddar hlutabætur á uppsagnarfresti.

„Samtök atvinnulífsins hafa ekki úrskurðarvald um rétt einstaklinga til atvinnuleysisbóta munu samtökin hér eftir beina því til aðildarfyrirtækja að haga uppsögnum og samningum um hlutastörf til samræmis við túlkun Vinnumálastofnunar. Óvissa um framkvæmd megi ekki bitna á starfsfólki fyrirtækjanna,“ segir í tilkynningunni.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×