Tuttugu ár síðan Íslendingalið Stoke vann Framrúðubikarinn á Wembley Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. apríl 2020 11:30 Guðjón Þórðarson ásamt Peter Thorne og Graham Kavanagh sem skoruðu mörk Stoke City í úrslitaleik Framrúðubikarsins gegn Bristol City árið 2000. vísir/getty Á þessum degi, 16. apríl, fyrir tuttugu árum stýrði Guðjón Þórðarson Stoke City til sigurs í Framrúðubikarnum, bikarkeppni neðri deildarliða á Englandi. Þrír Íslendingar komu við sögu í úrslitaleiknum á Wembley þar sem Stoke vann 1-2 sigur á Bristol City. Bæði lið voru í ensku C-deildinni á þessum tíma. 'We've won it two times...'#SCFC https://t.co/NzZsvcThyp— S t o k e C i t y F C (@stokecity) April 16, 2020 Íslenskir fjárfestar keyptu meirihluta í Stoke fyrir 6,6 milljónir punda haustið 1999. Skömmu síðar var Guðjón ráðinn knattspyrnustjóri Stoke og íslenskum leikmenn fjölgaði hratt hjá liðinu. Arnar Gunnlaugsson, Brynjar Björn Gunnarsson og Bjarni Guðjónsson voru í byrjunarliði Stoke í úrslitaleiknum gegn Bristol City. Bjarni kom mikið við sögu í leiknum og átti þátt í báðum mörkum Stoke. Graham Kavanagh kom Stoke í 0-1 á 32. mínútu og þannig var staðan allt fram á 74. mínútu þegar Paul Holland jafnaði fyrir Bristol City. Átta mínútum síðar skoraði Peter Thorne sigurmark Stoke eftir undirbúning Bjarna og Kavanaghs. Guðjón vann fimm bikartitla á árunum 1993-2000 sem þjálfari.vísir/getty Rúmlega 75 þúsund áhorfendur voru á leiknum, þar af fjöldi Íslendinga. Þetta var einn af síðustu leikjunum á gamla Wembley sem var lokað í október 2000. Þetta var annar sigur Stoke í bikarkeppni neðri deildarliða og fimmti bikartitill Guðjóns á þjálfaraferlinum. Hann kvaddi Stoke eftir að hafa komið liðinu upp í B-deildina vorið 2002. Peter Coates keypti meirihluta í Stoke af Íslendingunum fjórum árum síðar. Enski boltinn Einu sinni var... Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Körfubolti Fleiri fréttir Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Sjá meira
Á þessum degi, 16. apríl, fyrir tuttugu árum stýrði Guðjón Þórðarson Stoke City til sigurs í Framrúðubikarnum, bikarkeppni neðri deildarliða á Englandi. Þrír Íslendingar komu við sögu í úrslitaleiknum á Wembley þar sem Stoke vann 1-2 sigur á Bristol City. Bæði lið voru í ensku C-deildinni á þessum tíma. 'We've won it two times...'#SCFC https://t.co/NzZsvcThyp— S t o k e C i t y F C (@stokecity) April 16, 2020 Íslenskir fjárfestar keyptu meirihluta í Stoke fyrir 6,6 milljónir punda haustið 1999. Skömmu síðar var Guðjón ráðinn knattspyrnustjóri Stoke og íslenskum leikmenn fjölgaði hratt hjá liðinu. Arnar Gunnlaugsson, Brynjar Björn Gunnarsson og Bjarni Guðjónsson voru í byrjunarliði Stoke í úrslitaleiknum gegn Bristol City. Bjarni kom mikið við sögu í leiknum og átti þátt í báðum mörkum Stoke. Graham Kavanagh kom Stoke í 0-1 á 32. mínútu og þannig var staðan allt fram á 74. mínútu þegar Paul Holland jafnaði fyrir Bristol City. Átta mínútum síðar skoraði Peter Thorne sigurmark Stoke eftir undirbúning Bjarna og Kavanaghs. Guðjón vann fimm bikartitla á árunum 1993-2000 sem þjálfari.vísir/getty Rúmlega 75 þúsund áhorfendur voru á leiknum, þar af fjöldi Íslendinga. Þetta var einn af síðustu leikjunum á gamla Wembley sem var lokað í október 2000. Þetta var annar sigur Stoke í bikarkeppni neðri deildarliða og fimmti bikartitill Guðjóns á þjálfaraferlinum. Hann kvaddi Stoke eftir að hafa komið liðinu upp í B-deildina vorið 2002. Peter Coates keypti meirihluta í Stoke af Íslendingunum fjórum árum síðar.
Enski boltinn Einu sinni var... Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Körfubolti Fleiri fréttir Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Sjá meira