Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. desember 2025 23:01 Aitana Bonmatí með Gullhnöttinn sem hún vann þriðja árið í röð. Getty/Angel Martinez Aitana Bonmatí, sem á dögunum var valin besta fótboltakona heims þriðja árið í röð, segir að fótbrotið á dögunum gæfi henni tækifæri til að slaka á í fyrsta sinn í fimm ár. Frábært ár Bonmatí með Barcelona og spænska landsliðinu endaði þó með vonbrigðum í síðasta mánuði þegar þrefaldi Gullknattarhafinn fótbrotnaði á æfingu fyrir úrslitaleik La Roja í Þjóðadeild UEFA gegn Þýskalandi. Það þýðir að hún spilar ekki fótbolta í fimm mánuði. „Þetta eru fyrstu alvarlegu meiðslin sem ég hef orðið fyrir á ferlinum. Ég hef kannski fengið smávægileg meiðsli, einn mánuð, einn og hálfan mánuð, en aldrei fjóra eða fimm mánuði með aðgerð,“ sagði Aitana Bonmatí við ESPN. Fyrsta sinn í þessari stöðu „Þetta er því í fyrsta sinn sem ég er í þessari stöðu. En ég tek þessu á jákvæðan hátt. Ég nota þetta tækifæri til að slaka á, hugsa um sjálfa mig og vera róleg,“ sagði Bonmatí. Aitana Bonmatí is eager to return to play 😫 ESPN’s top women’s soccer player of the year shares how she has been finding her footing during recovery 💬 pic.twitter.com/ASDMJLMtI6— ESPN FC (@ESPNFC) December 24, 2025 Bonmatí hefur varla misst úr leik á fótboltadagatalinu undanfarin ár, þar sem bæði Barcelona og Spánn hafa komist langt í öllum keppnum sem þau taka þátt í. „Síðustu fimm ár hafa verið frábær, en líka erfið, hvort tveggja,“ bætti Bonmatí við. „Því þegar ég lít til baka núna, þá eru þetta svo mörg ár á toppnum, nánast án hvíldar, þar sem ég hef spilað næstum allt sem, auk margra sigra og frábærra stunda, hefur í för með sér verulegt álag“ sagði Bonmatí. Geta hjálpað mér að slaka á „Ég held að þessi meiðsli geti hjálpað mér að slaka á á þann hátt sem ég hef ekki gert undanfarin ár. Þetta er annað markmið fyrir mig, öðruvísi markmið en að vinna titla eða eitthvað slíkt. Það snýst um að ná góðum bata og koma betri til baka en ég var,“ sagði Bonmatí. Aitana Bonmatí refuses to stop rewriting the history books of the women's game...🤯She has now won BACK-TO-BACK-TO-BACK Ballon d'Ors and FIFA The Best Women's Player awards 😳👏Simply the best 🏆🏆🏆🏆🏆🏆 pic.twitter.com/6cPoovDz2T— OneFootball (@OneFootball) December 16, 2025 Ef allt gengur að óskum ætti Bonmatí að hefja æfingar aftur einhvern tímann í apríl og þar sem úrslitaleikur Meistaradeildarinnar fer ekki fram fyrr en í lok maí gæti hún enn gegnt mikilvægu hlutverki í því hvernig tímabil Barcelona endar þegar liðið reynir að hefna fyrir tapið í úrslitaleiknum gegn Arsenal í fyrra. Ekki verstu meiðslin „Núna einbeiti ég mér bara að batanum. Markmið mitt er að vera komin til baka fyrir lok tímabilsins og ég held að það sé mögulegt því þetta eru ekki verstu meiðslin sem ég gæti fengið,“ sagði Bonmatí. Ísland og Spánn eru saman í riðli í undankeppni HM og Bonmatí missir örugglega af fyrri leik þjóðanna á Spáni í mars en ætti að geta mætt klár til Íslands þegar seinni leikurinn fer fram á Laugardalsvellinum í júní. HM 2027 í Brasilíu Sænski boltinn Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Fleiri fréttir Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Sjá meira
Frábært ár Bonmatí með Barcelona og spænska landsliðinu endaði þó með vonbrigðum í síðasta mánuði þegar þrefaldi Gullknattarhafinn fótbrotnaði á æfingu fyrir úrslitaleik La Roja í Þjóðadeild UEFA gegn Þýskalandi. Það þýðir að hún spilar ekki fótbolta í fimm mánuði. „Þetta eru fyrstu alvarlegu meiðslin sem ég hef orðið fyrir á ferlinum. Ég hef kannski fengið smávægileg meiðsli, einn mánuð, einn og hálfan mánuð, en aldrei fjóra eða fimm mánuði með aðgerð,“ sagði Aitana Bonmatí við ESPN. Fyrsta sinn í þessari stöðu „Þetta er því í fyrsta sinn sem ég er í þessari stöðu. En ég tek þessu á jákvæðan hátt. Ég nota þetta tækifæri til að slaka á, hugsa um sjálfa mig og vera róleg,“ sagði Bonmatí. Aitana Bonmatí is eager to return to play 😫 ESPN’s top women’s soccer player of the year shares how she has been finding her footing during recovery 💬 pic.twitter.com/ASDMJLMtI6— ESPN FC (@ESPNFC) December 24, 2025 Bonmatí hefur varla misst úr leik á fótboltadagatalinu undanfarin ár, þar sem bæði Barcelona og Spánn hafa komist langt í öllum keppnum sem þau taka þátt í. „Síðustu fimm ár hafa verið frábær, en líka erfið, hvort tveggja,“ bætti Bonmatí við. „Því þegar ég lít til baka núna, þá eru þetta svo mörg ár á toppnum, nánast án hvíldar, þar sem ég hef spilað næstum allt sem, auk margra sigra og frábærra stunda, hefur í för með sér verulegt álag“ sagði Bonmatí. Geta hjálpað mér að slaka á „Ég held að þessi meiðsli geti hjálpað mér að slaka á á þann hátt sem ég hef ekki gert undanfarin ár. Þetta er annað markmið fyrir mig, öðruvísi markmið en að vinna titla eða eitthvað slíkt. Það snýst um að ná góðum bata og koma betri til baka en ég var,“ sagði Bonmatí. Aitana Bonmatí refuses to stop rewriting the history books of the women's game...🤯She has now won BACK-TO-BACK-TO-BACK Ballon d'Ors and FIFA The Best Women's Player awards 😳👏Simply the best 🏆🏆🏆🏆🏆🏆 pic.twitter.com/6cPoovDz2T— OneFootball (@OneFootball) December 16, 2025 Ef allt gengur að óskum ætti Bonmatí að hefja æfingar aftur einhvern tímann í apríl og þar sem úrslitaleikur Meistaradeildarinnar fer ekki fram fyrr en í lok maí gæti hún enn gegnt mikilvægu hlutverki í því hvernig tímabil Barcelona endar þegar liðið reynir að hefna fyrir tapið í úrslitaleiknum gegn Arsenal í fyrra. Ekki verstu meiðslin „Núna einbeiti ég mér bara að batanum. Markmið mitt er að vera komin til baka fyrir lok tímabilsins og ég held að það sé mögulegt því þetta eru ekki verstu meiðslin sem ég gæti fengið,“ sagði Bonmatí. Ísland og Spánn eru saman í riðli í undankeppni HM og Bonmatí missir örugglega af fyrri leik þjóðanna á Spáni í mars en ætti að geta mætt klár til Íslands þegar seinni leikurinn fer fram á Laugardalsvellinum í júní.
HM 2027 í Brasilíu Sænski boltinn Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Fleiri fréttir Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Sjá meira