Rannsaka hvort strokupiltarnir hafi ógnað starfsmönnum vistheimilisins Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. apríl 2020 13:00 Piltarnir gistu fangageymslur lögreglu á Selfossi í nótt. Vísir/vilhelm Þrír piltar struku á stolnum bíl af vistheimili fyrir ungmenni á Suðurlandi seint í gærkvöldi. Lögregla hélt úti miklum viðbúnaði vegna málsins en piltarnir voru loks handteknir við útihús í Þykkvabæ. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu rannsakar lögregla m.a. hvort piltarnir hafi ógnað starfsmönnum vistheimilisins. Lögregla á Suðurlandi, sérsveit ríkislögreglustjóra og Landhelgisgæslan komu að aðgerðum vegna málsins seint í gærkvöldi. Oddur Árnason yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir að lögreglu hafi borist tilkynning á ellefta tímanum um að þrír piltar hefðu stolið bifreið og strokið af vistheimili fyrir ungmenni á Suðurlandi. „Við förum við leit að þeim og það er upplýst að þeir fara niður í Þykkvabæ. Þar eru þeir handteknir í og við útihús á sveitabæ, þeim ótengdum alveg, og færðir hér á lögreglustöð á Selfossi. Þeir eru allir ölvaðir og gistu hér í nótt,“ segir Oddur. Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi.Vísir/vilhelm Oddur segir að í dag verði skýrslur teknar af vitnum, þar á meðal starfsfólki vistheimilisins, og vettvangur rannsakaður. Eftir hádegi er gert ráð fyrir að ræða við ungu mennina sjálfa. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu rannsakar lögregla nú meðal annars hvort piltarnir hafi ógnað starfsmönnum á vistheimilinu er þeir struku þaðan í gærkvöldi. Júlíus Már Baldursson íbúi í Þykkvabæ sagði í samtali við fréttastofu í nótt að hann hefði orðið var við aðgerðir lögreglu á svæðinu. Hann kvaðst hafa farið út þegar þyrla Landhelgisgæslunnar flaug yfir og séð þá tvo pilta fara inn í útihúsin hjá sér. Hann tilkynnti það til lögreglu, sem kom stuttu síðar og handtók piltana. Lögreglumál Rangárþing ytra Tengdar fréttir Strokudrengir fundust í Þykkvabæ eftir mikla leit Þrír drengir voru handteknir í aðgerðum lögreglunnar á Suðurlandi, sérsveitar Ríkislögreglustjóra og Landhelgisgæslunnar skömmu eftir miðnætti. Drengirnir struku af meðferðarheimili eftir að hafa ógnað starfsmanni og stolið bíl. 16. apríl 2020 01:38 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Þrír piltar struku á stolnum bíl af vistheimili fyrir ungmenni á Suðurlandi seint í gærkvöldi. Lögregla hélt úti miklum viðbúnaði vegna málsins en piltarnir voru loks handteknir við útihús í Þykkvabæ. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu rannsakar lögregla m.a. hvort piltarnir hafi ógnað starfsmönnum vistheimilisins. Lögregla á Suðurlandi, sérsveit ríkislögreglustjóra og Landhelgisgæslan komu að aðgerðum vegna málsins seint í gærkvöldi. Oddur Árnason yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir að lögreglu hafi borist tilkynning á ellefta tímanum um að þrír piltar hefðu stolið bifreið og strokið af vistheimili fyrir ungmenni á Suðurlandi. „Við förum við leit að þeim og það er upplýst að þeir fara niður í Þykkvabæ. Þar eru þeir handteknir í og við útihús á sveitabæ, þeim ótengdum alveg, og færðir hér á lögreglustöð á Selfossi. Þeir eru allir ölvaðir og gistu hér í nótt,“ segir Oddur. Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi.Vísir/vilhelm Oddur segir að í dag verði skýrslur teknar af vitnum, þar á meðal starfsfólki vistheimilisins, og vettvangur rannsakaður. Eftir hádegi er gert ráð fyrir að ræða við ungu mennina sjálfa. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu rannsakar lögregla nú meðal annars hvort piltarnir hafi ógnað starfsmönnum á vistheimilinu er þeir struku þaðan í gærkvöldi. Júlíus Már Baldursson íbúi í Þykkvabæ sagði í samtali við fréttastofu í nótt að hann hefði orðið var við aðgerðir lögreglu á svæðinu. Hann kvaðst hafa farið út þegar þyrla Landhelgisgæslunnar flaug yfir og séð þá tvo pilta fara inn í útihúsin hjá sér. Hann tilkynnti það til lögreglu, sem kom stuttu síðar og handtók piltana.
Lögreglumál Rangárþing ytra Tengdar fréttir Strokudrengir fundust í Þykkvabæ eftir mikla leit Þrír drengir voru handteknir í aðgerðum lögreglunnar á Suðurlandi, sérsveitar Ríkislögreglustjóra og Landhelgisgæslunnar skömmu eftir miðnætti. Drengirnir struku af meðferðarheimili eftir að hafa ógnað starfsmanni og stolið bíl. 16. apríl 2020 01:38 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Strokudrengir fundust í Þykkvabæ eftir mikla leit Þrír drengir voru handteknir í aðgerðum lögreglunnar á Suðurlandi, sérsveitar Ríkislögreglustjóra og Landhelgisgæslunnar skömmu eftir miðnætti. Drengirnir struku af meðferðarheimili eftir að hafa ógnað starfsmanni og stolið bíl. 16. apríl 2020 01:38