Innlent

Jákvæð og hughreystandi skilaboð í gluggum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Raggi heitinn Bjarna söng um það að það styttir alltaf upp og lygnir eftir vind og rigningu.
Raggi heitinn Bjarna söng um það að það styttir alltaf upp og lygnir eftir vind og rigningu. Reykjavíkurborg

Una Þorgilsdóttir, starfsmaður í leikskólanum Rauðhóli í Norðlingaholti í Reykjavík, fékk hugmyndina að skemmtilegu gluggaverkefni þegar Covid-19 faraldurinn var farinn að setja mark sitt á daglegt starf í leikskólanum sem er sá fjölmennasti í borginni. Una er menntaður félagsráðgjafi og með diplómu í jákvæðri sálfræði.

Texti úr ljóði Jóhannesar úr Kötlum sem Valgeir Guðjónsson gerði lag við.

„Ég var hugsi yfir líðan okkar allra; barnanna, foreldra og okkar starfsmannanna. Starfsmannahópurinn er þéttur og ég hef oft fundið hvernig það getur bjargað deginum að hittast í kaffitímanum og hlægja saman. Nú getum við ekki hist eins og fyrr og hver deild vinnur sem sjálfstæð eining með minni barnahópa,“ segir Una á vef Reykjavíkurborgar.

„Ég saknaði þess að hitta vinnufélagana og ég hafði líka þörf fyrir að hafa áhrif á þetta ástand en á sama tíma að hughreysta sjálfa mig og aðra. Svo mér datt í hug að skrifa í gluggann hughreystandi og jákvæð skilaboð og þannig kasta einhverju uppörvandi út í okkar litla samfélag í Norðlingaholtinu.“

Við skulum svo sannarlega vona það.

Gluggaverkefnið hennar Unu vatt svo upp á sig og starfsmenn á öðrum deildum í Rauðhóli skrifuðu í sína glugga skilaboð til að hugga og hughreysta.

Myndir af gluggunum má sjá hér að neðan en auk skilaboðanna fékk frú Vigdís Finnbogadóttir kveðju á níræðisafmælinu.

Vigdís Finnbogadóttir fékk afmæliskveðju frá börnunum á Rauðhóli.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×