Lýsti yfir neyðarástandi í Skálholti Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. maí 2020 08:32 Skálholtsdómkirkja var vígð árið 1963. Þjóðkirkjan Vígslubiskup í Skálholti lýsti yfir neyðarástandi í Skálholti í erindi sem lagt var fyrir kirkjuráðsfund fyrir rúmum tveimur vikum. Ástæðan fyrir yfirlýsingu biskups er mikill vatnsleki í turni kirkjunnar. Viðgerðum verður hrint af stað sem ráðgert er að kosti tæpar 100 milljónir króna. Þjóðkirkjan greinir frá þessu á vef sínum nú í vikunni. Þar er haft eftir séra Kristjáni Björnssyni, vígslubiskup í Skálholti, að mikill vatnsleki hefði orðið fyrir nokkru í turni Skálholtskirkju. Inni í turninum liggi þakrennur sem gáfu sig á klukkuloftinu og þar safnaðist vatn sem lak inn á næstu hæðir. „Í turninum er hið merka bókasafn Þorsteins Þorsteinssonar, sýslumanns, sem keypt var til Skálholtsstaðar á sínum tíma. Mildi má teljast að ekki urðu vatnsskemmdir á því en vígslubiskupinn komst að þessum leka í tæka tíð svo ekki varð tjón á safninu. Starfsfólk Skálholts hóf þegar aðgerðir og vígslubiskupinn lagaði rennuna til bráðabirgða,“ segir í umfjöllun Þjóðkirkjunnar. Þá er haft eftir séra Kristjáni að tafarlaust verði hafist handa við að flytja bókasafnið í Gestastofuna svokölluðu, sem hafi lengi verið til umtals. Sjálfboðaliðum munu handlanga bækurnar frá turni og yfir í stofuna. Séra Kristján leggur jafnframt áherslu á að viðgerðir á kirkjunni, sem hafi verið mjög illa farin, megi ekki bíða. Framkvæmdirnar séu dýrar og kosti tæpar 100 milljónir króna. Stefnt er að því að ljúka öllum endurbótum á kirkjunni ekki síðar en á 60 ára afmæli hennar 2023. Þjóðkirkjan Bláskógabyggð Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Sjá meira
Vígslubiskup í Skálholti lýsti yfir neyðarástandi í Skálholti í erindi sem lagt var fyrir kirkjuráðsfund fyrir rúmum tveimur vikum. Ástæðan fyrir yfirlýsingu biskups er mikill vatnsleki í turni kirkjunnar. Viðgerðum verður hrint af stað sem ráðgert er að kosti tæpar 100 milljónir króna. Þjóðkirkjan greinir frá þessu á vef sínum nú í vikunni. Þar er haft eftir séra Kristjáni Björnssyni, vígslubiskup í Skálholti, að mikill vatnsleki hefði orðið fyrir nokkru í turni Skálholtskirkju. Inni í turninum liggi þakrennur sem gáfu sig á klukkuloftinu og þar safnaðist vatn sem lak inn á næstu hæðir. „Í turninum er hið merka bókasafn Þorsteins Þorsteinssonar, sýslumanns, sem keypt var til Skálholtsstaðar á sínum tíma. Mildi má teljast að ekki urðu vatnsskemmdir á því en vígslubiskupinn komst að þessum leka í tæka tíð svo ekki varð tjón á safninu. Starfsfólk Skálholts hóf þegar aðgerðir og vígslubiskupinn lagaði rennuna til bráðabirgða,“ segir í umfjöllun Þjóðkirkjunnar. Þá er haft eftir séra Kristjáni að tafarlaust verði hafist handa við að flytja bókasafnið í Gestastofuna svokölluðu, sem hafi lengi verið til umtals. Sjálfboðaliðum munu handlanga bækurnar frá turni og yfir í stofuna. Séra Kristján leggur jafnframt áherslu á að viðgerðir á kirkjunni, sem hafi verið mjög illa farin, megi ekki bíða. Framkvæmdirnar séu dýrar og kosti tæpar 100 milljónir króna. Stefnt er að því að ljúka öllum endurbótum á kirkjunni ekki síðar en á 60 ára afmæli hennar 2023.
Þjóðkirkjan Bláskógabyggð Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Sjá meira