Velunnarar Selfoss söfnuðu fyrir Guðmundi Hólmari Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. apríl 2020 15:31 Guðmundur Hólmar er á heimleið eftir fjögur ár í atvinnumennsku. vísir/getty Handboltamaðurinn Guðmundur Hólmar Helgason er á leið til Íslandsmeistara Selfoss frá austurríska liðinu West Wien. Þetta kom fram í Sportinu í dag. Þar greindi Þórir Haraldsson, formaður handknattleiksdeildar Selfoss, frá því að velunnarar handboltans á Selfossi hefðu hjálpað til við að landa Guðmundi. „Okkar velunnarar og stuðningsmenn hafa horft á stöðuna hjá okkur. Þeir vita að við þurfum að styrkja liðið því við erum að missa besta leikmann deildarinnar. Hópur einstaklinga og lítilla fyrirtækja komu mjög sterk inn og styrktu okkur í þessu,“ sagði Þórir en sem kunnugt er missir Selfoss Hauk Þrastarson til Kielce í sumar. Það skarð þurfti því að fylla. „Þessir aðilar sem hér um ræðir brugðust mjög snöggt við, komu að máli við okkur og vildu styrkja okkur. Þeir gerðu þetta mögulegt og við eigum þeim skuld að gjalda.“ Þórir segir að Selfoss muni áfram byggja á uppöldum strákum. Hann útilokar þó ekki að Selfyssingar muni bæta við sig leikmönnum. Klippa: Sportið í dag - Hjálpuðu til við að landa Guðmundi Hólmari Guðmundur hóf ferilinn með Akureyri en gekk í raðir Vals 2013. Hann varð bikarmeistari með Hlíðarendaliðinu 2016. Eftir það tímabil fór hann til Cesson-Rennes í Frakklandi þar sem hann lék um tveggja ára skeið. Guðmundur var svo tvö ár hjá West Wien. Guðmundur, sem er 27 ára, lék með íslenska landsliðinu á EM 2016 og HM 2017. Hann hefur leikið 25 landsleiki. Halldór Sigfússon tekur við Selfossi í sumar og er nú búinn að fá sinn fyrsta leikmann. Selfyssingar voru í 5. sæti Olís-deildarinnar þegar keppni var hætt vegna kórónuveirufaraldursins. Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Olís-deild karla Sportið í dag Árborg UMF Selfoss Tengdar fréttir Tímabilið í Austurríki flautað af og Guðmundur Hólmar líklega á heimleið Keppni í austurríska handboltanum hefur verið hætt vegna kórónuveirufaraldursins. Guðmundur Hólmar Helgason hefur því leikið sinn síðasta leik fyrir WestWien. Hann segir líklegra en ekki að hann leiki í Olís-deildinni á næsta tímabili. 1. apríl 2020 14:00 Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Fleiri fréttir „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ Sjá meira
Handboltamaðurinn Guðmundur Hólmar Helgason er á leið til Íslandsmeistara Selfoss frá austurríska liðinu West Wien. Þetta kom fram í Sportinu í dag. Þar greindi Þórir Haraldsson, formaður handknattleiksdeildar Selfoss, frá því að velunnarar handboltans á Selfossi hefðu hjálpað til við að landa Guðmundi. „Okkar velunnarar og stuðningsmenn hafa horft á stöðuna hjá okkur. Þeir vita að við þurfum að styrkja liðið því við erum að missa besta leikmann deildarinnar. Hópur einstaklinga og lítilla fyrirtækja komu mjög sterk inn og styrktu okkur í þessu,“ sagði Þórir en sem kunnugt er missir Selfoss Hauk Þrastarson til Kielce í sumar. Það skarð þurfti því að fylla. „Þessir aðilar sem hér um ræðir brugðust mjög snöggt við, komu að máli við okkur og vildu styrkja okkur. Þeir gerðu þetta mögulegt og við eigum þeim skuld að gjalda.“ Þórir segir að Selfoss muni áfram byggja á uppöldum strákum. Hann útilokar þó ekki að Selfyssingar muni bæta við sig leikmönnum. Klippa: Sportið í dag - Hjálpuðu til við að landa Guðmundi Hólmari Guðmundur hóf ferilinn með Akureyri en gekk í raðir Vals 2013. Hann varð bikarmeistari með Hlíðarendaliðinu 2016. Eftir það tímabil fór hann til Cesson-Rennes í Frakklandi þar sem hann lék um tveggja ára skeið. Guðmundur var svo tvö ár hjá West Wien. Guðmundur, sem er 27 ára, lék með íslenska landsliðinu á EM 2016 og HM 2017. Hann hefur leikið 25 landsleiki. Halldór Sigfússon tekur við Selfossi í sumar og er nú búinn að fá sinn fyrsta leikmann. Selfyssingar voru í 5. sæti Olís-deildarinnar þegar keppni var hætt vegna kórónuveirufaraldursins. Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Olís-deild karla Sportið í dag Árborg UMF Selfoss Tengdar fréttir Tímabilið í Austurríki flautað af og Guðmundur Hólmar líklega á heimleið Keppni í austurríska handboltanum hefur verið hætt vegna kórónuveirufaraldursins. Guðmundur Hólmar Helgason hefur því leikið sinn síðasta leik fyrir WestWien. Hann segir líklegra en ekki að hann leiki í Olís-deildinni á næsta tímabili. 1. apríl 2020 14:00 Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Fleiri fréttir „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ Sjá meira
Tímabilið í Austurríki flautað af og Guðmundur Hólmar líklega á heimleið Keppni í austurríska handboltanum hefur verið hætt vegna kórónuveirufaraldursins. Guðmundur Hólmar Helgason hefur því leikið sinn síðasta leik fyrir WestWien. Hann segir líklegra en ekki að hann leiki í Olís-deildinni á næsta tímabili. 1. apríl 2020 14:00