Þegar tímarnir breytast en mennirnir ekki með Heiðar Sumarliðason skrifar 18. maí 2020 14:30 Just Mercy er nú komin í kvikmyndahús. Just Mercy byggir á sannsögulegum atburðum og segir frá Bryan Stevenson, nýútskrifuðum lögfræðingi, sem fékk árið 1987 styrk frá bandaríska ríkinu til að skoða mál fanga sem biðu aftöku í Alabama-ríki, og rannsaka hvort um rangar sakfellingar væri að ræða. Fyrsti umbjóðandinn sem hann tók að sér var blökkumaðurinn Walter „Johnnie D“ McMillan, sem dæmdur var til dauða fyrir morð á hvítri táningsstúlku. Um leið og Stevenson opnaði málsskjölin og ræddi við ættingja McMillans var ekki um að villast að mál lögreglunnar og saksóknarans gegn honum var byggt á sandi. Það er hægt að líta á (og dæma) Just Mercy frá ýmsum sjónarhornum. Hún gengur upp að því leytinu að hún hefur nægt aðdráttarafl til að halda áhorfandanum við efnið allan tímann. Hinsvegar má setja spurningarmerki við gildi hennar út frá listrænu sjónarmiði og hvort hún sé nægilega sértæk í kvikmyndagerð sinni, því manni finnst hún fara ansi troðnar slóðir. Hún er í raun það ósértæk að í því kvikmyndaumhverfi sem við búum við í dag, að hún minnir eilítið á sjónvarpsmynd. Helsti vandinn sem steðjar að Just Mercy eru því þær sannsögulegu kvikmyndir sem framleiddar hafa verið undanfarinn áratug. Kvikmyndir byggðar á sannsögulegu efni hafa verið að breytast, líkt og má sjá í t.d. The Big Short, Vice og The Social Network. Það er komin krafa um að efnistökin hafi sinn eigin sértæka karakter, sem gerir Just Mercy eilítið gamaldags, því er gildi hennar meira sögulegt, heldur en listrænt. Það mætti jafnvel bera hana saman við sögusviðið sjálft, Alabama, sem breyttist ekki í takt við umheiminn. Just Mercy situr svolítið eftir í breyttum heimi kvikmyndagerðar. Aðalleikararnir Michael B. Jordan og Jamie Foxx ásamt hinum raunverulega Bryan Stevenson. Ekki sofna á verðinum Persónurnar eru frekar einfaldar og lítið unnið með að dýpka þær. Það er því hve átakanleg sagan er, og sú staðreynd að hún er sannsöguleg, sem hjálpar töluvert við að reisa hana upp úr meðalmennskunni. Hún notar þennan ótrúlega heim hinna bandarísku suðurríkja og þann rasisma og óréttlæti sem þar ríkir, til að spila með réttlætiskennd okkar og það gengur upp. Myndin flýgur hæst þegar hún notar skriðþungan í aðgerðum Stevensons til að keyra sig í gang, en dettur eilítið niður á rólegri punktum, því líkt og áður sagði, skortir persónurnar dýpt til að bera annað en plottið sjálft. Það má líta á Just Mercy sem ágætis áminningu um að sofna ekki á verðinum, því hún setur andlit og skýran fókus á hið raunverulega fólk sem verður fyrir óréttlæti. Einnig má líta á hana sem almenna metafóru fyrir þann tribalisma sem einkennir mannskepnuna, sem og þá kúgun og ótta sem fyrirfinnst innan fastákveðins valdapýramída. Það ættu því vel flestir að geta speglað sig í óréttlætinu sem McMillan og hans fólk verður fyrir, án þess að þurfa að grafa mjög djúpt í sálartetur sitt. Ég er að sjálfsögðu ekki að setja Íslending, sem t.d. vinnur undir yfirmanni sem kúgar starfsfólkið sitt, til jafns við þá mismunun sem blökkumenn í suðurríkjunum þurfa að búa við. En það er hinsvegar fegurðin við kvikmyndir, þú þarft ekki að hafa lent í nákvæmlega því sama og persónurnar til að geta tengt við umfjöllunarefnið. Niðurstaða Þrjár og hálf stjarna. Ef þið eruð orðin bíóþyrst er Just Mercy hinn fínasti valkostur. Hún heldur áhorfandanum við efnið, án þess þó að komast á stall með nýlegum kvikmyndum af svipuðu meiði. Hér er hægt að hlýða á Heiðar Sumarliðason ræða við Tómas Valgeirsson, ritstjóra Kvikmynda.is, um Just Mercy í hlaðvarpsþættinum Stjörnubíói. Stjörnubíó Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Just Mercy byggir á sannsögulegum atburðum og segir frá Bryan Stevenson, nýútskrifuðum lögfræðingi, sem fékk árið 1987 styrk frá bandaríska ríkinu til að skoða mál fanga sem biðu aftöku í Alabama-ríki, og rannsaka hvort um rangar sakfellingar væri að ræða. Fyrsti umbjóðandinn sem hann tók að sér var blökkumaðurinn Walter „Johnnie D“ McMillan, sem dæmdur var til dauða fyrir morð á hvítri táningsstúlku. Um leið og Stevenson opnaði málsskjölin og ræddi við ættingja McMillans var ekki um að villast að mál lögreglunnar og saksóknarans gegn honum var byggt á sandi. Það er hægt að líta á (og dæma) Just Mercy frá ýmsum sjónarhornum. Hún gengur upp að því leytinu að hún hefur nægt aðdráttarafl til að halda áhorfandanum við efnið allan tímann. Hinsvegar má setja spurningarmerki við gildi hennar út frá listrænu sjónarmiði og hvort hún sé nægilega sértæk í kvikmyndagerð sinni, því manni finnst hún fara ansi troðnar slóðir. Hún er í raun það ósértæk að í því kvikmyndaumhverfi sem við búum við í dag, að hún minnir eilítið á sjónvarpsmynd. Helsti vandinn sem steðjar að Just Mercy eru því þær sannsögulegu kvikmyndir sem framleiddar hafa verið undanfarinn áratug. Kvikmyndir byggðar á sannsögulegu efni hafa verið að breytast, líkt og má sjá í t.d. The Big Short, Vice og The Social Network. Það er komin krafa um að efnistökin hafi sinn eigin sértæka karakter, sem gerir Just Mercy eilítið gamaldags, því er gildi hennar meira sögulegt, heldur en listrænt. Það mætti jafnvel bera hana saman við sögusviðið sjálft, Alabama, sem breyttist ekki í takt við umheiminn. Just Mercy situr svolítið eftir í breyttum heimi kvikmyndagerðar. Aðalleikararnir Michael B. Jordan og Jamie Foxx ásamt hinum raunverulega Bryan Stevenson. Ekki sofna á verðinum Persónurnar eru frekar einfaldar og lítið unnið með að dýpka þær. Það er því hve átakanleg sagan er, og sú staðreynd að hún er sannsöguleg, sem hjálpar töluvert við að reisa hana upp úr meðalmennskunni. Hún notar þennan ótrúlega heim hinna bandarísku suðurríkja og þann rasisma og óréttlæti sem þar ríkir, til að spila með réttlætiskennd okkar og það gengur upp. Myndin flýgur hæst þegar hún notar skriðþungan í aðgerðum Stevensons til að keyra sig í gang, en dettur eilítið niður á rólegri punktum, því líkt og áður sagði, skortir persónurnar dýpt til að bera annað en plottið sjálft. Það má líta á Just Mercy sem ágætis áminningu um að sofna ekki á verðinum, því hún setur andlit og skýran fókus á hið raunverulega fólk sem verður fyrir óréttlæti. Einnig má líta á hana sem almenna metafóru fyrir þann tribalisma sem einkennir mannskepnuna, sem og þá kúgun og ótta sem fyrirfinnst innan fastákveðins valdapýramída. Það ættu því vel flestir að geta speglað sig í óréttlætinu sem McMillan og hans fólk verður fyrir, án þess að þurfa að grafa mjög djúpt í sálartetur sitt. Ég er að sjálfsögðu ekki að setja Íslending, sem t.d. vinnur undir yfirmanni sem kúgar starfsfólkið sitt, til jafns við þá mismunun sem blökkumenn í suðurríkjunum þurfa að búa við. En það er hinsvegar fegurðin við kvikmyndir, þú þarft ekki að hafa lent í nákvæmlega því sama og persónurnar til að geta tengt við umfjöllunarefnið. Niðurstaða Þrjár og hálf stjarna. Ef þið eruð orðin bíóþyrst er Just Mercy hinn fínasti valkostur. Hún heldur áhorfandanum við efnið, án þess þó að komast á stall með nýlegum kvikmyndum af svipuðu meiði. Hér er hægt að hlýða á Heiðar Sumarliðason ræða við Tómas Valgeirsson, ritstjóra Kvikmynda.is, um Just Mercy í hlaðvarpsþættinum Stjörnubíói.
Stjörnubíó Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira