„Kerfið eins og það er í dag er orðið gamalt og úrelt“ Stefán Árni Pálsson skrifar 17. apríl 2020 09:00 Arna með dætrum sínum fjórum. „Pistillinn hefur fengið töluverð viðbrögð. Í raun mun meiri viðbrögð ég átti von á. Ég hef verið að ergja mig á þessum lögheimilisreglum frá árinu 2013 og ákvað núna aðeins að tjá mig um þetta málefni,“ segir Arna Pálsdóttir sem skrifaði pistilinn Hvað á ég mörg börn? á Vísi í gær og hefur pistillinn fengið mikil og góð viðbrögð. Þar kemur Arna inn á það að hún sé fjögurra barna tvífráskilin kona. Hún eignaðist fyrst tvær dætur með fyrri eiginmanni sínum og eru dæturnar með lögheimili hvor á sínum staðnum. Seinna meira kynntist Arna öðrum manni og eignast einnig tvær dætur með honum. Það saman gerðist í kjölfarið. Báðir foreldra fengu að hafa lögheimili hjá einni dóttur. Það var síðan þegar Arna var að gera skattaskýrsluna sína á dögunum þegar hún rakst á þá staðreynd að hún er aðeins skráð sem foreldri tveggja barna. Þetta fer fyrir brjóstið á henni og vill hún að börn geti átt lögheimili á tveimur stöðum. Arna segist vera í mjög góðum samskiptum við báða feður og sé heppin með það. „Viðbrögðin hafa öll verið á þá leið að fólk þakkar mér fyrir innleggið og tekur undir sjónarmiðin sem koma þar fram. Það er gott að fá viðbrögð og sjá að maður er ekki einn á sínum skoðunum. Þá vaknar von í hjarta um að núverandi fyrirkomulagi verði breytt fyrr en síðar.“ Kaffærir réttlætiskenndinni Hún segir að fyrst og fremst sé þetta prinsipp mál. „Það er engin taug sterkari en sú sem liggur á milli foreldris og barns. Að horfa á skattframtalið sitt þar sem það vantar nöfnin á tveimur af fjórum dætrum mínum algjörlega kaffærir réttlætiskennd minni. Staða okkar í samfélaginu og gagnvart hinu opinbera er stór partur af sjálfsmynd okkar. Það að maður þurfi að upplifa „afföll" á börnum sínum við skilnað er óásættanlegt. Skilnaði fylgja margar erfiðar ákvarðanir og margar erfiðar tilfinningar. Það er nógu erfitt að taka ákvörðun sem hefur áhrif á samverutíma þinn með börnunum þínum án þess að þurfa að horfa upp á hið opinbera draga fram stóran svartan tússpenna og byrja að krota yfir nöfnin þeirra í opinberum skrám.“ Frumvarp Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra um skipta búsetu barns var afgreitt úr ríkisstjórn í byrjun mánaðar. Verði frumvarpið að lögum getur barn verið skráð í þjóðskrá með búsetu hjá báðum foreldrum. Leggur ekki í þriðja skilnaðinn Frumvarpinu er ætlað að stuðla að sátt og jafnari stöðu foreldra sem fara með sameiginlega forsjá barns og kjósa að ala það upp saman á tveimur heimilum. Frumvarpið er samt sem áður ekki orðið að lögum en Arna segist vera bjartsýn að eðlisfari. „Ég ætla að trúa því að þetta muni breytast. Hversu hratt og hversu vel er erfitt að segja til um á þessum tímapunkti. Frumvarp dómsmálaráðherra er svo sannarlega skref í rétta átt og verði það samþykkt er um að ræða mikla breytingu á því kerfi sem er við lýði í dag.“ Hún segir að miðað við viðbrögðin tengi margir við hennar vangaveltur. „Hlutfall hjónaskilnaða er það hátt að það verður að halda betur utan um allar tegundir fjölskyldna. Kerfið eins og það er í dag er orðið gamalt og úrelt. Mörg hjónabönd enda með skilnaði, það hefur ekkert með hæfni foreldra að gera. Ég trúi því að við séum komin lengra en að finnast skilnaðir tabú og að fólk sem skilur með börn eigi bara að vera útí horni og skammast sín. Skilnaður er bara einn hluti af því sem gerir okkur mannleg. Ekki svo að skilja að ég ætli að leggja í þriðja.“ Börn og uppeldi Fjölskyldumál Tengdar fréttir Hvað á ég mörg börn? Hæ ég heiti Arna og ég er fráskilin – tvisvar! Það er óhætt að segja að mér hefur gengið betur með barneignir í lífinu heldur en með hjónabönd. 16. apríl 2020 10:00 Mest lesið Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Tónlist Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Lífið Sögulegur klæðnaður á dreglinum Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Fleiri fréttir Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Sjá meira
„Pistillinn hefur fengið töluverð viðbrögð. Í raun mun meiri viðbrögð ég átti von á. Ég hef verið að ergja mig á þessum lögheimilisreglum frá árinu 2013 og ákvað núna aðeins að tjá mig um þetta málefni,“ segir Arna Pálsdóttir sem skrifaði pistilinn Hvað á ég mörg börn? á Vísi í gær og hefur pistillinn fengið mikil og góð viðbrögð. Þar kemur Arna inn á það að hún sé fjögurra barna tvífráskilin kona. Hún eignaðist fyrst tvær dætur með fyrri eiginmanni sínum og eru dæturnar með lögheimili hvor á sínum staðnum. Seinna meira kynntist Arna öðrum manni og eignast einnig tvær dætur með honum. Það saman gerðist í kjölfarið. Báðir foreldra fengu að hafa lögheimili hjá einni dóttur. Það var síðan þegar Arna var að gera skattaskýrsluna sína á dögunum þegar hún rakst á þá staðreynd að hún er aðeins skráð sem foreldri tveggja barna. Þetta fer fyrir brjóstið á henni og vill hún að börn geti átt lögheimili á tveimur stöðum. Arna segist vera í mjög góðum samskiptum við báða feður og sé heppin með það. „Viðbrögðin hafa öll verið á þá leið að fólk þakkar mér fyrir innleggið og tekur undir sjónarmiðin sem koma þar fram. Það er gott að fá viðbrögð og sjá að maður er ekki einn á sínum skoðunum. Þá vaknar von í hjarta um að núverandi fyrirkomulagi verði breytt fyrr en síðar.“ Kaffærir réttlætiskenndinni Hún segir að fyrst og fremst sé þetta prinsipp mál. „Það er engin taug sterkari en sú sem liggur á milli foreldris og barns. Að horfa á skattframtalið sitt þar sem það vantar nöfnin á tveimur af fjórum dætrum mínum algjörlega kaffærir réttlætiskennd minni. Staða okkar í samfélaginu og gagnvart hinu opinbera er stór partur af sjálfsmynd okkar. Það að maður þurfi að upplifa „afföll" á börnum sínum við skilnað er óásættanlegt. Skilnaði fylgja margar erfiðar ákvarðanir og margar erfiðar tilfinningar. Það er nógu erfitt að taka ákvörðun sem hefur áhrif á samverutíma þinn með börnunum þínum án þess að þurfa að horfa upp á hið opinbera draga fram stóran svartan tússpenna og byrja að krota yfir nöfnin þeirra í opinberum skrám.“ Frumvarp Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra um skipta búsetu barns var afgreitt úr ríkisstjórn í byrjun mánaðar. Verði frumvarpið að lögum getur barn verið skráð í þjóðskrá með búsetu hjá báðum foreldrum. Leggur ekki í þriðja skilnaðinn Frumvarpinu er ætlað að stuðla að sátt og jafnari stöðu foreldra sem fara með sameiginlega forsjá barns og kjósa að ala það upp saman á tveimur heimilum. Frumvarpið er samt sem áður ekki orðið að lögum en Arna segist vera bjartsýn að eðlisfari. „Ég ætla að trúa því að þetta muni breytast. Hversu hratt og hversu vel er erfitt að segja til um á þessum tímapunkti. Frumvarp dómsmálaráðherra er svo sannarlega skref í rétta átt og verði það samþykkt er um að ræða mikla breytingu á því kerfi sem er við lýði í dag.“ Hún segir að miðað við viðbrögðin tengi margir við hennar vangaveltur. „Hlutfall hjónaskilnaða er það hátt að það verður að halda betur utan um allar tegundir fjölskyldna. Kerfið eins og það er í dag er orðið gamalt og úrelt. Mörg hjónabönd enda með skilnaði, það hefur ekkert með hæfni foreldra að gera. Ég trúi því að við séum komin lengra en að finnast skilnaðir tabú og að fólk sem skilur með börn eigi bara að vera útí horni og skammast sín. Skilnaður er bara einn hluti af því sem gerir okkur mannleg. Ekki svo að skilja að ég ætli að leggja í þriðja.“
Börn og uppeldi Fjölskyldumál Tengdar fréttir Hvað á ég mörg börn? Hæ ég heiti Arna og ég er fráskilin – tvisvar! Það er óhætt að segja að mér hefur gengið betur með barneignir í lífinu heldur en með hjónabönd. 16. apríl 2020 10:00 Mest lesið Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Tónlist Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Lífið Sögulegur klæðnaður á dreglinum Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Fleiri fréttir Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Sjá meira
Hvað á ég mörg börn? Hæ ég heiti Arna og ég er fráskilin – tvisvar! Það er óhætt að segja að mér hefur gengið betur með barneignir í lífinu heldur en með hjónabönd. 16. apríl 2020 10:00