„Ekki sérlega vinsælt í Garðabænum að detta út gegn Þrótti“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. maí 2020 11:30 Rúnar Páll er enn eflaust að velta fyrir sér hvernig Stjörnunni tókst að tapa gegn Þrótti sumarið 2014. vísir/ernir Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, mættið í Sportið í kvöld í liðinni viku og ræddi við Guðmund Benediktsson um ótrúlegt sumar Stjörnunnar árið 2014. Liðið fór taplaust í gegnum Íslandsmótið, fór langt í Evrópukeppni en datt á ótrúlegan hátt út gegn Þrótti Reykjavík í bikarkeppninni. Sjá má Rúnar ræða téðan leik í spilarnum hér að neðan. „Það kemur að bikarleik, gegn Þrótturum [Þrótti Reykjavík] sem voru í næst efstu deild. Þar kemur fyrsta tapið ykkar á leiktíðinni. Hvernig fór þetta í þig,“ var spurningin sem Rúnar fékk frá Gumma Ben um þetta óvænta tap. „Þetta var ekkert skemmtilegt sko,“ sagði Rúnar og andvarpaði áður en hann hélt áfram. „Var fyrsta tapið okkar um sumarið og menn voru bara brjálaðir yfir því að vera dottnir út. Fórum árin á undan í úrslit, 2012 og 2013. Þannig að þetta var ekkert sérlega vinsælt í Garðabænum að detta út gegn Þrótti. Það var eiginlega bara ... já,“ sagði Rúnar sem átti greinilega erfitt með að lýsa nákvæmlega því hvað gerðist í áðurnefndum leik gegn Þrótti. „Þetta var hneisa en það var spilað þétt og við vorum ekkert að staldra of lengi við þetta. Held við höfum ekki einu sinni rætt þennan leik daginn eftir. Við bara fórum út og æfðum, gleymdum þessu bara,“ sagði Rúnar að lokum. Varamaðurinn Matthew Eliasson skoraði eina mark Þróttar í leiknum en markið kom í upphafi framlengingar. Stjörnunni tókst ekki að jafna metin og duttu því úr leik. Klippa: Rúnar Páll um óvænt tap gegn Þrótti Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Stjarnan Fótbolti Íslenski boltinn Mjólkurbikarinn Tengdar fréttir Pólverjarnir skildu plönin eftir í ruslinu í Garðabæ Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, rifjaði upp með Gumma Ben í Sportinu í kvöld Íslandsmeistaraárið 2014. Það ár sló Stjarnan meðal annars út pólska liðið Lech Poznan, 1:0, í forkeppni Evrópudeildarinnar. 16. maí 2020 23:00 Rúnar fékk skýrsluna um Motherwell á kaffifilter Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, rifjaði upp Íslandsmeistaraárið 2014 með Gumma Ben í Sportinu í kvöld. Stjörnumenn náðu einnig afar langt í Evrópukeppni það ár. 15. maí 2020 22:00 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Fleiri fréttir Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Sjá meira
Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, mættið í Sportið í kvöld í liðinni viku og ræddi við Guðmund Benediktsson um ótrúlegt sumar Stjörnunnar árið 2014. Liðið fór taplaust í gegnum Íslandsmótið, fór langt í Evrópukeppni en datt á ótrúlegan hátt út gegn Þrótti Reykjavík í bikarkeppninni. Sjá má Rúnar ræða téðan leik í spilarnum hér að neðan. „Það kemur að bikarleik, gegn Þrótturum [Þrótti Reykjavík] sem voru í næst efstu deild. Þar kemur fyrsta tapið ykkar á leiktíðinni. Hvernig fór þetta í þig,“ var spurningin sem Rúnar fékk frá Gumma Ben um þetta óvænta tap. „Þetta var ekkert skemmtilegt sko,“ sagði Rúnar og andvarpaði áður en hann hélt áfram. „Var fyrsta tapið okkar um sumarið og menn voru bara brjálaðir yfir því að vera dottnir út. Fórum árin á undan í úrslit, 2012 og 2013. Þannig að þetta var ekkert sérlega vinsælt í Garðabænum að detta út gegn Þrótti. Það var eiginlega bara ... já,“ sagði Rúnar sem átti greinilega erfitt með að lýsa nákvæmlega því hvað gerðist í áðurnefndum leik gegn Þrótti. „Þetta var hneisa en það var spilað þétt og við vorum ekkert að staldra of lengi við þetta. Held við höfum ekki einu sinni rætt þennan leik daginn eftir. Við bara fórum út og æfðum, gleymdum þessu bara,“ sagði Rúnar að lokum. Varamaðurinn Matthew Eliasson skoraði eina mark Þróttar í leiknum en markið kom í upphafi framlengingar. Stjörnunni tókst ekki að jafna metin og duttu því úr leik. Klippa: Rúnar Páll um óvænt tap gegn Þrótti Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Stjarnan Fótbolti Íslenski boltinn Mjólkurbikarinn Tengdar fréttir Pólverjarnir skildu plönin eftir í ruslinu í Garðabæ Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, rifjaði upp með Gumma Ben í Sportinu í kvöld Íslandsmeistaraárið 2014. Það ár sló Stjarnan meðal annars út pólska liðið Lech Poznan, 1:0, í forkeppni Evrópudeildarinnar. 16. maí 2020 23:00 Rúnar fékk skýrsluna um Motherwell á kaffifilter Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, rifjaði upp Íslandsmeistaraárið 2014 með Gumma Ben í Sportinu í kvöld. Stjörnumenn náðu einnig afar langt í Evrópukeppni það ár. 15. maí 2020 22:00 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Fleiri fréttir Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Sjá meira
Pólverjarnir skildu plönin eftir í ruslinu í Garðabæ Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, rifjaði upp með Gumma Ben í Sportinu í kvöld Íslandsmeistaraárið 2014. Það ár sló Stjarnan meðal annars út pólska liðið Lech Poznan, 1:0, í forkeppni Evrópudeildarinnar. 16. maí 2020 23:00
Rúnar fékk skýrsluna um Motherwell á kaffifilter Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, rifjaði upp Íslandsmeistaraárið 2014 með Gumma Ben í Sportinu í kvöld. Stjörnumenn náðu einnig afar langt í Evrópukeppni það ár. 15. maí 2020 22:00