Kveikt í tveimur flóttamannamóttökum á Lesbos á viku Samúel Karl Ólason skrifar 8. mars 2020 22:58 Eldur var kveiktur í húsæði þar sem flóttafólk hélt til á eyjunni Lesbos. AP/Alexandros Michailidis Búið er að kveikja í tveimur flóttamannamóttökum á grísku eyjunni Lesbos á einni viku. Lesbos er skammt frá ströndum Tyrklands og þar halda nú rúmlega 21 þúsund flóttamenn til. Spenna hefur myndast á milli flóttafólksins og heimamanna. Spenna hefur einnig myndast á milli Grikklands og Tyrklands eftir að Tyrkir ákváðu að hætta að stöðva för flóttafólks til Evrópu. Yfirvöld Tyrklands hafa verið sökuð um að hvetja flóttafólk til að fara til Evrópu og jafnvel um að skutla þeim að landamærum Grikklands. Grikkir hafa sent fjölda lögregluþjóna til landamæranna og hafa þeir verið sakaðir um ofbeldi í garð flóttafólks en til átaka hefur komið á milli þeirra. Grikkir hafa þar að auki sakað tyrkneska lögregluþjóna um að skjóta táragasi yfir landamærin og að grískum lögregluþjónum. Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, kallaði eftir því í gær að Grikkir opnuðu landamæri sín og leyfðu fólkinu að fara í gegnum landið. Þau ætluðu sér ekki að stoppa í Grikklandi. Tyrkir gerðu samkomulag við forsvarsmenn Evrópusambandsins árið 2016, sem fólst í því að Tyrkir héldu flóttafólki þar í landi í skiptum fyrir fúlgur fjár. Það samkomulag er ekki lengur virkt og báðar fylkingar saka hina um að brjóta gegn skilmálum þess. Viðhorf Grikkja til flóttafólks hefur gerbreyst frá árinu 2015 þegar milljónir flóttamanna reyndu að komast til Evrópu. Margir þeirra strönduðu í Grikklandi og hafa einhverjir haldið þar til í langan tíma. Íbúar bæja og borga við landamæri Grikklands og Tyrklands hafa myndað nokkurs konar varðsveitir og verja nóttum í að leita að flóttafólki sem reynir að lauma sér inn í landið. Eitthvað hefur verið um að heimamenn hafi ráðist á hjálparstarfsmenn og blaðamenn og sakað þá um að hjálpa flóttafólki að komast til grísku eyjanna í Eyjahafi, samkvæmt frétt New York Times. Grikkland Flóttamenn Tengdar fréttir Grikkir hættir að taka á móti hælisumsóknum Yfirvöld Grikklands hafa lokað landamærum ríkisins við Tyrkland og eru hætt að taka á mótti hælisumsóknum vegna mikils fjölda flóttafólks sem vill komast frá Tyrklandi til Grikklands. 2. mars 2020 11:13 Tyrkir standa ekki lengur í vegi fyrir flótta til ESB ríkja Tyrknesk yfirvöld segjast ekki ætla lengur að standa í vegi fyrir því að hópar sýrlenskra flóttamanna flýi til landa Evrópusambandsins. 29. febrúar 2020 09:21 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Sjá meira
Búið er að kveikja í tveimur flóttamannamóttökum á grísku eyjunni Lesbos á einni viku. Lesbos er skammt frá ströndum Tyrklands og þar halda nú rúmlega 21 þúsund flóttamenn til. Spenna hefur myndast á milli flóttafólksins og heimamanna. Spenna hefur einnig myndast á milli Grikklands og Tyrklands eftir að Tyrkir ákváðu að hætta að stöðva för flóttafólks til Evrópu. Yfirvöld Tyrklands hafa verið sökuð um að hvetja flóttafólk til að fara til Evrópu og jafnvel um að skutla þeim að landamærum Grikklands. Grikkir hafa sent fjölda lögregluþjóna til landamæranna og hafa þeir verið sakaðir um ofbeldi í garð flóttafólks en til átaka hefur komið á milli þeirra. Grikkir hafa þar að auki sakað tyrkneska lögregluþjóna um að skjóta táragasi yfir landamærin og að grískum lögregluþjónum. Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, kallaði eftir því í gær að Grikkir opnuðu landamæri sín og leyfðu fólkinu að fara í gegnum landið. Þau ætluðu sér ekki að stoppa í Grikklandi. Tyrkir gerðu samkomulag við forsvarsmenn Evrópusambandsins árið 2016, sem fólst í því að Tyrkir héldu flóttafólki þar í landi í skiptum fyrir fúlgur fjár. Það samkomulag er ekki lengur virkt og báðar fylkingar saka hina um að brjóta gegn skilmálum þess. Viðhorf Grikkja til flóttafólks hefur gerbreyst frá árinu 2015 þegar milljónir flóttamanna reyndu að komast til Evrópu. Margir þeirra strönduðu í Grikklandi og hafa einhverjir haldið þar til í langan tíma. Íbúar bæja og borga við landamæri Grikklands og Tyrklands hafa myndað nokkurs konar varðsveitir og verja nóttum í að leita að flóttafólki sem reynir að lauma sér inn í landið. Eitthvað hefur verið um að heimamenn hafi ráðist á hjálparstarfsmenn og blaðamenn og sakað þá um að hjálpa flóttafólki að komast til grísku eyjanna í Eyjahafi, samkvæmt frétt New York Times.
Grikkland Flóttamenn Tengdar fréttir Grikkir hættir að taka á móti hælisumsóknum Yfirvöld Grikklands hafa lokað landamærum ríkisins við Tyrkland og eru hætt að taka á mótti hælisumsóknum vegna mikils fjölda flóttafólks sem vill komast frá Tyrklandi til Grikklands. 2. mars 2020 11:13 Tyrkir standa ekki lengur í vegi fyrir flótta til ESB ríkja Tyrknesk yfirvöld segjast ekki ætla lengur að standa í vegi fyrir því að hópar sýrlenskra flóttamanna flýi til landa Evrópusambandsins. 29. febrúar 2020 09:21 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Sjá meira
Grikkir hættir að taka á móti hælisumsóknum Yfirvöld Grikklands hafa lokað landamærum ríkisins við Tyrkland og eru hætt að taka á mótti hælisumsóknum vegna mikils fjölda flóttafólks sem vill komast frá Tyrklandi til Grikklands. 2. mars 2020 11:13
Tyrkir standa ekki lengur í vegi fyrir flótta til ESB ríkja Tyrknesk yfirvöld segjast ekki ætla lengur að standa í vegi fyrir því að hópar sýrlenskra flóttamanna flýi til landa Evrópusambandsins. 29. febrúar 2020 09:21